Lífið

Eyðir orkunni ekki lengur í útlitið

Elísabet Hanna skrifar
Cameron Diaz hugsar minna um útlitið í dag en þegar hún var yngri og einbeitir sér að því að vera sterk.
Cameron Diaz hugsar minna um útlitið í dag en þegar hún var yngri og einbeitir sér að því að vera sterk. Getty/Donato Sardella

Leikkonan Cameron Diaz sagði í viðtali á dögunum að áhyggjur af útlitinu væru neðarlega á lista eftir að hún steig í burtu frá leiklistinni. Hún segist áður hafa verið fórnalamb samfélagslegra útlitisstaðla en sé komin á betri stað í dag.

Cameron opnaði sig um málið í hlaðvarpsþætti Michelle Visage en sjálf hefur hún ekki verið að leika síðan hún var í hlutverki Miss Hannigan í Annie árið 2014. Hún segir að sem leikkona hafi hún oft setið fyrir framan spegil og horft á sig sem hafi verið slæmt fyrir sjálfstraustið og henni fannst erfitt að miða sig ekki við ákveðna fegurðarstaðla.

„Þú byrjar að gagnrýna sjálfan þig, skilurðu mig?“

Segir hún um tilfinningarnar. „Og þú hugsar afhverju sit ég hérna að vera svona vond við mig? Líkaminn minn er sterkur, hann er fær. Afhverju ætla ég að tala niður til hans? Afhverju ætla ég að vera svona vond við hann þegar hann hefur komið mér svona langt?“

Þessa dagana er sagan önnur og virðist Cameron sem verður fimmtug á árinu búin að koma sér á góðan stað andlega. Hún segist ekki lengur vera að eyða orkunni sinni í útlitið og setur orkuna frekar í það í dag að vera sterk.

„Mér er alveg sama. Bókstaflega, það síðasta sem ég hugsa um dags daglega og stundum ekkert allan daginn er hvernig ég lít út.“

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.