Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2022 13:17 Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir verðþróun á dísilolíu vera ógnvænlega. „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ Þetta segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og en bensínverð ríkur nú upp úr öllu valdi í kjölfar innrásarstríðs Rússa. Í morgun riðu flestar íslenskar bensínstöðvar á vaðið með hækkanir og nokkrar þeirra rufu þrjú hundruð króna múrinn. Allt útlit er fyrir enn meiri hækkanir á næstu dögum. Runólfur segir að enn ógnvænlegri verðþróun sjáist á dísilolíu. „Svona verðsveifla hefur ekki sést í Evrópu í manna minnum. Norður-Evrópumarkaðsverð á dísilolíu fór upp um hátt í 100% síðastliðinn sólarhring. Þetta kemur meðal annars til út af því að það er auðvitað aukin eftirspurn eftir dísilolíu út af húsakyndingu nú þegar verið er að skerða gasið frá Rússlandi þannig að þetta hefur allt áhrif.“Hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu hefur ekki aðeins áhrif á bensín. „Þetta hefur margfeldisáhrif á allt verðlag. Við sáum til dæmis fréttir um það í morgun að vörubílstjórafélagið Þróttur hafi hækkað gjaldskrá vegna hás olíuverðs. Þetta mun hafa áhrif á rekstur heimilanna, rekstur fyrirtækja, hafa áhrif á aðdrætti, flutninga og flug.“ Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti um algert innflutningsbann á rússneskri olíu. Runólfur kallar eftir því að stjórnvöld dragi tímabundið úr skattheimtu á olíu til að koma í veg fyrir verðbólguskot. „Um það bil helmingur af hverjum seldum lítra á dælu hér er skattur í ríkissjóð þannig að það er ekkert óeðlilegt að stjórnvöld komi núna að borðinu og lækki allavega tímabundið skatta. Það eru fordæmi fyrir því. Þá yrðu menn að reyna að hafa áhrif á verðlagningu á vörunni til þess að fyrirbyggja verðbólguskot. En það sem hjálpar heldur ekki er að íslenska krónan hefur verið að veikjast gagnvart Bandaríkjadal og öðrum gjaldmiðlum sem eykur enn á vandræðin hér heima.“ Hefur eldsneytisverð á Íslandi einhvern tíman verið svona hátt? „Nei, ekki í krónum en svona uppreiknað miðað við verðlag höfum við náð svona toppum en það lítur allt út fyrir að við séum að fara fram úr því núna. Allavega miðað við þær spár sem maður les þá eru menn ekki að sjá að þetta sé einhver endastöð í dag. Þróunin muni halda svona áfram, því miður.“ Bensín og olía Verðlag Bílar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir 300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 9. mars 2022 10:14 Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þetta segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu og en bensínverð ríkur nú upp úr öllu valdi í kjölfar innrásarstríðs Rússa. Í morgun riðu flestar íslenskar bensínstöðvar á vaðið með hækkanir og nokkrar þeirra rufu þrjú hundruð króna múrinn. Allt útlit er fyrir enn meiri hækkanir á næstu dögum. Runólfur segir að enn ógnvænlegri verðþróun sjáist á dísilolíu. „Svona verðsveifla hefur ekki sést í Evrópu í manna minnum. Norður-Evrópumarkaðsverð á dísilolíu fór upp um hátt í 100% síðastliðinn sólarhring. Þetta kemur meðal annars til út af því að það er auðvitað aukin eftirspurn eftir dísilolíu út af húsakyndingu nú þegar verið er að skerða gasið frá Rússlandi þannig að þetta hefur allt áhrif.“Hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu hefur ekki aðeins áhrif á bensín. „Þetta hefur margfeldisáhrif á allt verðlag. Við sáum til dæmis fréttir um það í morgun að vörubílstjórafélagið Þróttur hafi hækkað gjaldskrá vegna hás olíuverðs. Þetta mun hafa áhrif á rekstur heimilanna, rekstur fyrirtækja, hafa áhrif á aðdrætti, flutninga og flug.“ Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti um algert innflutningsbann á rússneskri olíu. Runólfur kallar eftir því að stjórnvöld dragi tímabundið úr skattheimtu á olíu til að koma í veg fyrir verðbólguskot. „Um það bil helmingur af hverjum seldum lítra á dælu hér er skattur í ríkissjóð þannig að það er ekkert óeðlilegt að stjórnvöld komi núna að borðinu og lækki allavega tímabundið skatta. Það eru fordæmi fyrir því. Þá yrðu menn að reyna að hafa áhrif á verðlagningu á vörunni til þess að fyrirbyggja verðbólguskot. En það sem hjálpar heldur ekki er að íslenska krónan hefur verið að veikjast gagnvart Bandaríkjadal og öðrum gjaldmiðlum sem eykur enn á vandræðin hér heima.“ Hefur eldsneytisverð á Íslandi einhvern tíman verið svona hátt? „Nei, ekki í krónum en svona uppreiknað miðað við verðlag höfum við náð svona toppum en það lítur allt út fyrir að við séum að fara fram úr því núna. Allavega miðað við þær spár sem maður les þá eru menn ekki að sjá að þetta sé einhver endastöð í dag. Þróunin muni halda svona áfram, því miður.“
Bensín og olía Verðlag Bílar Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir 300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 9. mars 2022 10:14 Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
300 króna múrinn rofinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar N1 hefur hækkað verð á bensínlítranum um sex krónur og er verðið nú komið í 303,90 krónur á flestum stöðvum félagsins á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Dísillítrinn kostar nú víðast 300,90 krónur hjá N1 og hefur hækkað um heilar tíu krónur milli daga. 9. mars 2022 10:14
Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. 9. mars 2022 08:48