Þíða í samskiptum Armena og Tyrkja Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2022 14:01 Armenski utanríkisráðherrann Ararat Mirzoyan og tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu funduðu í Antalya í Tyrklandi um helgina. AP Utanríkisráðherrar Armeníu og Tyrklands funduðu í Tyrklandi á laugardaginn og voru viðræðurnar, sem miða að því að bæta samskipti ríkjanna, sagðar hafa verið bæði „árangursríkar“ og „uppbyggilegar“. Um er að ræða fyrsta eiginlega fund utanríkisráðherra nágrannaríkjanna frá árinu 2009. Samband Tyrklands og Armeníu hefur lengi verið slæmt vegna deilna um atburði sem áttu sér stað á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar vel á aðra milljón Armena létu lífið. Armenar saka Tyrki um að hafa gerst seka um þjóðarmorð á Armenum. Tyrkir viðurkenna að margir hafi látið lífið, en hafna því að um hafi verið að ræða kerfisbundin dráp, þjóðarmorð, og segja að hin látnu hafi verið fórnarlömb stríðsátaka. Vonast er til að viðræður ríkjanna muni leiða til þess að hægt verði að opna landamæri ríkjanna á ný, en þau hafa verið lokuð frá árinu 1993. Flogið milli Istanbúl og Jerevan Stjórnvöld í Armeníu og Tyrklandi skipuðu í desember sérstakar sendinefndir vegna fyrirhugaðra viðræðna. Vísbendingar eru þegar uppi um bætt samskipti ríkjananna og var þannig greint frá því í byrjun febrúar síðastliðinn að áætlunarflug hafi verið tekið upp að nýju milli tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl og armensku höfuðborgarinnar Jerevan, eftir að hafa legið niðri í tvö ár. Flugferðirnar eru á vegum armenska félagsins FlyOne Armenia og hins tyrkneska Pegasus Airlines, en áætlað er að milli 50 og 70 þúsund Armenar búi í Istanbúl. Deilur Armena og Asera Viðræður Armena og Tyrkja koma nærri ári eftir að Tyrkir aðstoðuðu bandamenn sína, Asera, að ná landsvæði í Nagorno-Karabakh á sitt vald, en Armenar hafa stýrt landsvæðinu, þar sem Armenar eru í meirihluta og er að finna innan landamæra Aserbaídsjans, frá endalokum stríðs Armena og Aserbaídsjans á tíunda áratugnum. Eftir ósigur Armena og friðarsamkomulags, sem Rússar höfðu milligöngu um, var helsti ásteytingarsteinninn að hálfu Tyrkja varðandi bætt samskipti við Armena, úr sögunni – það er að stjórnvöld í Armeníu studdu við bakið á kröfu armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh um sjálfstæði. Stöðugleiki og friður Tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu og armenskur starfsbróðir hans, Ararat Mirzoyan, funduðu svo í Antalya á suðurströnd Tyrklands á laugardaginn. Cavusoglu sagði fundinn hafa verið uppbyggilegan og árangursríkan, en hann stóð í um þrjátíu mínútur. „Við vinnum að því að auka stöðugleika og frið,“ sagði Cavusoglu. Mirzoyan sagði að áfram sé unnið að því að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf, án nokkurra skilyrða. „Við erum að reyna.“ Armenía á landamæri að Tyrklandi í vestri, Georgíu í norðri, Aserbaídsjan í austri og Íran í suðri. Þar sem landamærin að bæði Tyrklandi og Aserbaídsjan hafa verið lokuð um margra áratuga skeið eru einungis um þrjátíu prósent landamæra ríkisins opin, það er að Íran og Georgíu. Armenía Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Samband Tyrklands og Armeníu hefur lengi verið slæmt vegna deilna um atburði sem áttu sér stað á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar vel á aðra milljón Armena létu lífið. Armenar saka Tyrki um að hafa gerst seka um þjóðarmorð á Armenum. Tyrkir viðurkenna að margir hafi látið lífið, en hafna því að um hafi verið að ræða kerfisbundin dráp, þjóðarmorð, og segja að hin látnu hafi verið fórnarlömb stríðsátaka. Vonast er til að viðræður ríkjanna muni leiða til þess að hægt verði að opna landamæri ríkjanna á ný, en þau hafa verið lokuð frá árinu 1993. Flogið milli Istanbúl og Jerevan Stjórnvöld í Armeníu og Tyrklandi skipuðu í desember sérstakar sendinefndir vegna fyrirhugaðra viðræðna. Vísbendingar eru þegar uppi um bætt samskipti ríkjananna og var þannig greint frá því í byrjun febrúar síðastliðinn að áætlunarflug hafi verið tekið upp að nýju milli tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl og armensku höfuðborgarinnar Jerevan, eftir að hafa legið niðri í tvö ár. Flugferðirnar eru á vegum armenska félagsins FlyOne Armenia og hins tyrkneska Pegasus Airlines, en áætlað er að milli 50 og 70 þúsund Armenar búi í Istanbúl. Deilur Armena og Asera Viðræður Armena og Tyrkja koma nærri ári eftir að Tyrkir aðstoðuðu bandamenn sína, Asera, að ná landsvæði í Nagorno-Karabakh á sitt vald, en Armenar hafa stýrt landsvæðinu, þar sem Armenar eru í meirihluta og er að finna innan landamæra Aserbaídsjans, frá endalokum stríðs Armena og Aserbaídsjans á tíunda áratugnum. Eftir ósigur Armena og friðarsamkomulags, sem Rússar höfðu milligöngu um, var helsti ásteytingarsteinninn að hálfu Tyrkja varðandi bætt samskipti við Armena, úr sögunni – það er að stjórnvöld í Armeníu studdu við bakið á kröfu armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh um sjálfstæði. Stöðugleiki og friður Tyrkneski utanríkisráðherrann Mevlut Cavusoglu og armenskur starfsbróðir hans, Ararat Mirzoyan, funduðu svo í Antalya á suðurströnd Tyrklands á laugardaginn. Cavusoglu sagði fundinn hafa verið uppbyggilegan og árangursríkan, en hann stóð í um þrjátíu mínútur. „Við vinnum að því að auka stöðugleika og frið,“ sagði Cavusoglu. Mirzoyan sagði að áfram sé unnið að því að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf, án nokkurra skilyrða. „Við erum að reyna.“ Armenía á landamæri að Tyrklandi í vestri, Georgíu í norðri, Aserbaídsjan í austri og Íran í suðri. Þar sem landamærin að bæði Tyrklandi og Aserbaídsjan hafa verið lokuð um margra áratuga skeið eru einungis um þrjátíu prósent landamæra ríkisins opin, það er að Íran og Georgíu.
Armenía Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00