Hafnar kröfum Viðars og segir hann þurfa þurfi að sætta sig við að ráðstöfun á fjármunum félagsins komi til umræðu Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2022 23:49 Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður félagsins. Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður Eflingar, hafnaði í byrjun mars kröfu Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, um afsökunarbeiðni vegna ásakana um fjármálamisferli og lögbrot í störfum hans sem framkvæmdastjóri. Jafnframt fór Viðar fram á að Agnieszka myndi upplýsa sig um eðli meintra ásakana á hendur honum og leiðrétta ummæli sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar í febrúar. Í bréfi sem var sent Viðari fyrir hönd Agnieszku segir að hún beri ríka skyldu til þess að fylgjast með fjármálum Eflingar sem formaður stéttarfélagsins og halda stjórn og trúnaðarráði upplýstu um þau. Þá var vísað til þess að hún njóti tjáningarfrelsis í samræmi við stjórnarskrá. Einnig segir að Viðar þurfi að sætta sig við það að störf hans, fjárhagslegar ákvarðanir og ráðstöfun á fjármunum félagsins komi til umræðu hjá formanni og stofnunum Eflingar. Hótaði að fara með málið fyrir dómstóla Í bréfi sem lögfræðingur Viðars sendi Agnieszku þann 22. febrúar, og fréttastofa hefur jafnframt undir höndum, segir að til greina komi að fara með málið fyrir dómstóla ef formaðurinn verði ekki við áðurnefndum kröfum. Málið varðar ummæli sem Agnieszka á að hafa látið falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar síðastliðinn. Í bréfi til Agnieszku er fullyrt að hún hafi á fundinum sakað Viðar um að „hafa á einhvern hátt misfarið með fé félagsins og/eða brotið lög í tengslum við vefsíðugerð fyrir Eflingu meðan hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eflingar.“ Þá hafi verið fullyrt að reikningarnir hafi ekki verið samþykktir með eðlilegum hætti. Viðar segir þetta rangar og alvarlegar ásakanir sem Agnieszka hafi látið falla við önnur tækifæri. Snýst málið um samning Eflingar við Andra Sigurðssonar og fyrirtæki hans Sigur vefstofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ýjað að því á áðurnefndum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að Agnieszka væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn var sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Óskað eftir úttekt endurskoðenda Í kjölfar fundar trúnaðarráðs óskaði Efling eftir því að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte myndi yfirfara viðskipti stéttarfélagsins við Sigur vefstofu. Að sögn Viðars gerði fyrirtækið engar athugasemdir við viðskiptin. Í kjölfarið hafi stjórn Eflingar samþykkt að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt. Sjálfur hefur Viðar sagt að ekkert athugavert sé við viðskipti Eflingar við vefhönnunarfyrirtækið sem hafi útbúið nýja vefsíðu fyrir félagið og sinnt öðrum verkefnum tengdum vefsíðugerð og hönnunarvinnu. Reikningum hafi fylgt tímaskýrslur og þeir samþykktir af starfsmönnum og stjórnendum sem til þess höfðu umboð. Samþykkt reikninga hafi verið í samræmi við verkferla sem unnið hafi verið eftir á skrifstofunni og vinnan í fæstum tilvikum verið framkvæmd að ósk Viðars. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. 15. mars 2022 22:53 Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. 10. mars 2022 16:10 Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Jafnframt fór Viðar fram á að Agnieszka myndi upplýsa sig um eðli meintra ásakana á hendur honum og leiðrétta ummæli sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar í febrúar. Í bréfi sem var sent Viðari fyrir hönd Agnieszku segir að hún beri ríka skyldu til þess að fylgjast með fjármálum Eflingar sem formaður stéttarfélagsins og halda stjórn og trúnaðarráði upplýstu um þau. Þá var vísað til þess að hún njóti tjáningarfrelsis í samræmi við stjórnarskrá. Einnig segir að Viðar þurfi að sætta sig við það að störf hans, fjárhagslegar ákvarðanir og ráðstöfun á fjármunum félagsins komi til umræðu hjá formanni og stofnunum Eflingar. Hótaði að fara með málið fyrir dómstóla Í bréfi sem lögfræðingur Viðars sendi Agnieszku þann 22. febrúar, og fréttastofa hefur jafnframt undir höndum, segir að til greina komi að fara með málið fyrir dómstóla ef formaðurinn verði ekki við áðurnefndum kröfum. Málið varðar ummæli sem Agnieszka á að hafa látið falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar síðastliðinn. Í bréfi til Agnieszku er fullyrt að hún hafi á fundinum sakað Viðar um að „hafa á einhvern hátt misfarið með fé félagsins og/eða brotið lög í tengslum við vefsíðugerð fyrir Eflingu meðan hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eflingar.“ Þá hafi verið fullyrt að reikningarnir hafi ekki verið samþykktir með eðlilegum hætti. Viðar segir þetta rangar og alvarlegar ásakanir sem Agnieszka hafi látið falla við önnur tækifæri. Snýst málið um samning Eflingar við Andra Sigurðssonar og fyrirtæki hans Sigur vefstofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ýjað að því á áðurnefndum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að Agnieszka væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn var sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Óskað eftir úttekt endurskoðenda Í kjölfar fundar trúnaðarráðs óskaði Efling eftir því að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte myndi yfirfara viðskipti stéttarfélagsins við Sigur vefstofu. Að sögn Viðars gerði fyrirtækið engar athugasemdir við viðskiptin. Í kjölfarið hafi stjórn Eflingar samþykkt að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt. Sjálfur hefur Viðar sagt að ekkert athugavert sé við viðskipti Eflingar við vefhönnunarfyrirtækið sem hafi útbúið nýja vefsíðu fyrir félagið og sinnt öðrum verkefnum tengdum vefsíðugerð og hönnunarvinnu. Reikningum hafi fylgt tímaskýrslur og þeir samþykktir af starfsmönnum og stjórnendum sem til þess höfðu umboð. Samþykkt reikninga hafi verið í samræmi við verkferla sem unnið hafi verið eftir á skrifstofunni og vinnan í fæstum tilvikum verið framkvæmd að ósk Viðars.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. 15. mars 2022 22:53 Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. 10. mars 2022 16:10 Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. 15. mars 2022 22:53
Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. 10. mars 2022 16:10
Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26