Tæplega sextíu manns nú þegar í lyfjameðferð eftir blóðskimunarátak Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. mars 2022 12:00 Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor hlaut styrk sem tryggir það að verkefninu verði haldið áfram. háskóli íslands/kristinn ingvarsson Á fjórða þúsund manns hefur greinst með forstig mergæxlis í íslenskri rannsókn. Evrópska rannsóknarráðið hefur ákveðið að styrkja verkefnið um nærri þrjú hundruð millljónir króna til að hægt sé að halda því áfram. Mergæxli er beinmergskrabbamein og ólæknandi sjúkdómur. Greinist það snemma eru horfur sjúklinga almennt betri. Krabbameinið hefur ákveðin undanfara eða forstig mergæxlis. Haustið 2016 var þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar ýtt úr vör í samstarfi Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis, kanna orsakir og afleiðingar sjúkdómsins og bæta líf þeirra sem greinast með mergæxli og leita leiða til lækningar. Nú hafa ríflega 75 þúsund sýni verið skimuð. Alls hafa rúmlega 3600 manns greinst með forstig mergæxlis og tæplega 300 með lengra genginn sjúkdóm eða mallandi mergæxli. Einstaklingum með mallandi mergæxli hefur verið boðin þátttaka í lyfjarannsókn með það að markmiði að koma í veg fyrir framþróun sjúkdómsins yfir í mergæxli. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur við Landspítala, hefur nú hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um 290 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (ERC) til þess að halda áfram rannsóknarverkefninu. Sigurður Yngvi segir styrkinn hafa mikla þýðingu. „Bæði er þetta mikil viðurkenning fyrir bara mig og allt rannsóknarteymið og þetta góða starf sem við höfum verið að gera undanfarið og svo gerir þetta okkur náttúrulega kleift að halda áfram að rannsaka mergæxli og forstig þess.“ Þá segir hann ávinning þegar vera af rannsókninni. „Með því að leita og vanda okkur þá finnum við fólk sem er svona á mörkum þess að vera komið með mergæxli. Það er með það sem er kallað mallandi mergæxli og er svona í mikilli hættu á að þróast yfir í mergæxli og við höfum þannig getað gripið inni í áður en í rauninni þau fá mergæxli og höfum þá veitt lyfjameðferð og erum með tæplega sextíu manns nú þegar í lyfjameðferð og nokkrir hafa lokið tveggja ára lyfjameðferð með gríðarlega góðum árangri og það er kannski stóri áfanginn.“ Háskólar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. 13. júní 2018 15:11 Ævintýraleg þátttaka í Fjórum mánuðum eftir að skráning hófst í átakinu Blóðskimun til bjargar hafa vel yfir 70.000 Íslendingar boðað þátttöku. Um 14.000 blóðsýni hafa þegar borist – greining þeirra er að hefjast. 16. mars 2017 07:00 Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku. 20. desember 2021 06:54 Blóðskimun til bjargar Nú er Blóðskimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxlum hafið. Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og erum við þakklát fyrir það. 25. nóvember 2016 07:00 Er ávinningur af því að skima fyrir mergæxli og forstigi þess? 1. desember 2016 11:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Mergæxli er beinmergskrabbamein og ólæknandi sjúkdómur. Greinist það snemma eru horfur sjúklinga almennt betri. Krabbameinið hefur ákveðin undanfara eða forstig mergæxlis. Haustið 2016 var þjóðarátakinu Blóðskimun til bjargar ýtt úr vör í samstarfi Háskóla Íslands, Landspítala og Krabbameinsfélags Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka áhrif skimunar fyrir forstigi mergæxlis, kanna orsakir og afleiðingar sjúkdómsins og bæta líf þeirra sem greinast með mergæxli og leita leiða til lækningar. Nú hafa ríflega 75 þúsund sýni verið skimuð. Alls hafa rúmlega 3600 manns greinst með forstig mergæxlis og tæplega 300 með lengra genginn sjúkdóm eða mallandi mergæxli. Einstaklingum með mallandi mergæxli hefur verið boðin þátttaka í lyfjarannsókn með það að markmiði að koma í veg fyrir framþróun sjúkdómsins yfir í mergæxli. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur við Landspítala, hefur nú hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um 290 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (ERC) til þess að halda áfram rannsóknarverkefninu. Sigurður Yngvi segir styrkinn hafa mikla þýðingu. „Bæði er þetta mikil viðurkenning fyrir bara mig og allt rannsóknarteymið og þetta góða starf sem við höfum verið að gera undanfarið og svo gerir þetta okkur náttúrulega kleift að halda áfram að rannsaka mergæxli og forstig þess.“ Þá segir hann ávinning þegar vera af rannsókninni. „Með því að leita og vanda okkur þá finnum við fólk sem er svona á mörkum þess að vera komið með mergæxli. Það er með það sem er kallað mallandi mergæxli og er svona í mikilli hættu á að þróast yfir í mergæxli og við höfum þannig getað gripið inni í áður en í rauninni þau fá mergæxli og höfum þá veitt lyfjameðferð og erum með tæplega sextíu manns nú þegar í lyfjameðferð og nokkrir hafa lokið tveggja ára lyfjameðferð með gríðarlega góðum árangri og það er kannski stóri áfanginn.“
Háskólar Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. 13. júní 2018 15:11 Ævintýraleg þátttaka í Fjórum mánuðum eftir að skráning hófst í átakinu Blóðskimun til bjargar hafa vel yfir 70.000 Íslendingar boðað þátttöku. Um 14.000 blóðsýni hafa þegar borist – greining þeirra er að hefjast. 16. mars 2017 07:00 Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku. 20. desember 2021 06:54 Blóðskimun til bjargar Nú er Blóðskimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxlum hafið. Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og erum við þakklát fyrir það. 25. nóvember 2016 07:00 Er ávinningur af því að skima fyrir mergæxli og forstigi þess? 1. desember 2016 11:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir rannsóknir á sviði mergæxla Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á Landspítalanum, hlaut í gærkvöldi sérstök alþjóðleg heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. 13. júní 2018 15:11
Ævintýraleg þátttaka í Fjórum mánuðum eftir að skráning hófst í átakinu Blóðskimun til bjargar hafa vel yfir 70.000 Íslendingar boðað þátttöku. Um 14.000 blóðsýni hafa þegar borist – greining þeirra er að hefjast. 16. mars 2017 07:00
Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku. 20. desember 2021 06:54
Blóðskimun til bjargar Nú er Blóðskimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxlum hafið. Viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar og erum við þakklát fyrir það. 25. nóvember 2016 07:00