Aubameyang skaut Börsungum í átta liða úrslit 17. mars 2022 19:45 Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmark Börsunga í kvöld. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Barcelona er á leið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur gegn Galatasaray í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli, en það var Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði sigurmark Börsunga í kvöld. Það voru þó heimamenn í Galatasaray sem tóku forystuna eftir tæplega hálftíma leik með marki frá Marcao. Pedri sá þó til þess að staðan var jöfn í hálfleik með marki á 37. mínútu eftir stoðsendingu frá Ferran Torres. Pierre-Emerick Aubameyang kom Börsungum svo yfir snemma í síðari hálfleik þegar hann ýtti boltanum yfir línuna eftir tvöfalda vörslu frá Inaki Pena í marki Galatasaray. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og Börsungar verða því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar á morgun. FULL TIME! #GalatasarayBarça pic.twitter.com/EpJt9svU68— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 17, 2022 Úrslit kvöldsins Úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni (Samanlögð úrslit í sviga) Bayer Leverkusen 0-1 Atalanta (2-4) Rauða Stjarnan 2-1 Rangers (2-4) Galatasaray 1-2 Barcelona (1-2) Monaco 1-1 SC Braga (1-3) Evrópudeild UEFA
Barcelona er á leið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur gegn Galatasaray í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli, en það var Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði sigurmark Börsunga í kvöld. Það voru þó heimamenn í Galatasaray sem tóku forystuna eftir tæplega hálftíma leik með marki frá Marcao. Pedri sá þó til þess að staðan var jöfn í hálfleik með marki á 37. mínútu eftir stoðsendingu frá Ferran Torres. Pierre-Emerick Aubameyang kom Börsungum svo yfir snemma í síðari hálfleik þegar hann ýtti boltanum yfir línuna eftir tvöfalda vörslu frá Inaki Pena í marki Galatasaray. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og Börsungar verða því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar á morgun. FULL TIME! #GalatasarayBarça pic.twitter.com/EpJt9svU68— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 17, 2022 Úrslit kvöldsins Úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni (Samanlögð úrslit í sviga) Bayer Leverkusen 0-1 Atalanta (2-4) Rauða Stjarnan 2-1 Rangers (2-4) Galatasaray 1-2 Barcelona (1-2) Monaco 1-1 SC Braga (1-3)
Úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni (Samanlögð úrslit í sviga) Bayer Leverkusen 0-1 Atalanta (2-4) Rauða Stjarnan 2-1 Rangers (2-4) Galatasaray 1-2 Barcelona (1-2) Monaco 1-1 SC Braga (1-3)
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti