Nú einungis hægt að fá Parkódín án lyfseðils allt að tíu dögum frá greiningu Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2022 22:30 Til að koma í veg fyrir misnotkun á Parkódíni verður einungis hægt að kaupa tíu stykki. Vísir/Vilhelm Fólk sem er með virka Covid-19 sýkingu og hyggst kaupa Parkódín án lyfseðils þarf að framvísa staðfestingu á sýkingu úr Heilsuveru. Samkvæmt nýjum reglum sem kynntar voru í dag má vottorðið ekki vera eldra en tíu daga gamalt. Tilkynnt var í gær að lyfjafræðingum hafi verið veitt tímabundin heimild til að afhenda sjúklingum með Covid-19 Parkódín án lyfjaávísunar. Í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði að staðfesting á sýkingu mætti vera allt að mánaðargömul þann dag sem lyfið væri keypt. Í dag kynnti Lyfjastofnun svo breytta tilhögun á undanþágunni og hafa nýju reglurnar þegar tekið gildi. Heimildin gildir til 18. apríl næstkomandi. Hvetja veikt fólk til að mæta ekki í apótek Einungis má selja hverjum einstaklingi eina pakkningu af lyfinu Parkódín 500 mg/10 mg, eða 10 stykki, það tíu daga tímabil frá því Covid-19 vottorðið var gefið út. Þá þarf einstaklingurinn að hafa náð átján ára aldri. Að sögn Lyfjastofnunar er notkun Parkódíns í þessum tilvikum bundin við langvarandi þurran hósta vegna Covid-19. Í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar er fólk sem greindist fyrir fimm dögum eða skemur og er með öndunarfæraeinkenni og hita beðið um að senda aðstandenda með gilt umboð til að sækja lyfið. Sá þarf sömuleiðis að framvísa vottorði um sýkingu þess sem lyfsins þarfnast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. 17. mars 2022 13:52 Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Tilkynnt var í gær að lyfjafræðingum hafi verið veitt tímabundin heimild til að afhenda sjúklingum með Covid-19 Parkódín án lyfjaávísunar. Í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sagði að staðfesting á sýkingu mætti vera allt að mánaðargömul þann dag sem lyfið væri keypt. Í dag kynnti Lyfjastofnun svo breytta tilhögun á undanþágunni og hafa nýju reglurnar þegar tekið gildi. Heimildin gildir til 18. apríl næstkomandi. Hvetja veikt fólk til að mæta ekki í apótek Einungis má selja hverjum einstaklingi eina pakkningu af lyfinu Parkódín 500 mg/10 mg, eða 10 stykki, það tíu daga tímabil frá því Covid-19 vottorðið var gefið út. Þá þarf einstaklingurinn að hafa náð átján ára aldri. Að sögn Lyfjastofnunar er notkun Parkódíns í þessum tilvikum bundin við langvarandi þurran hósta vegna Covid-19. Í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar er fólk sem greindist fyrir fimm dögum eða skemur og er með öndunarfæraeinkenni og hita beðið um að senda aðstandenda með gilt umboð til að sækja lyfið. Sá þarf sömuleiðis að framvísa vottorði um sýkingu þess sem lyfsins þarfnast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. 17. mars 2022 13:52 Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. 17. mars 2022 13:52
Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31
Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40