Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2022 13:12 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. píratar Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða og myndu aðgerðir þýða umtalsvert tap hér. Þetta kom fram í umfjöllun Stundarinnar í gær. Maðurinn sem um ræðir er Aleksander Moshensky. „Ég tel þessar fréttir augljóst tilefni til þess að fara ofan í saumana á því hvernig íslensk utanríkisþjónusta og utanríkisstefna virðist hafa verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sem hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Ég tel íslensk stjórnvöld þurfa undanbragðalaust þurfa að gera grein fyrir sinni aðkomu að þessum málum. Eins vekur þetta upp spurningar um það hvaða hagsmunir stýra raunverulega för í mótun utanríkisstefnu Íslands. Við höfum látið sem svo að Ísland standi fyrir mannréttindi, lýðræði og frið á alþjóðavettvangi en þessi stóru orð mega sín augljóslega lítils ef Ísland beitir sér svo í þveröfuga átt þegar hagsmunir útgerðarinnar eru undir.“ Aðspurð hvort henni finnist koma til greina að taka hann af skrá kjörræðismanna Íslands segir hún að fyrsta skref sé að óska eftir skýringum stjórnvalda. Hún segir að þó að það að fjarlægja hann af skrá kjörræðismanna þýði umtalsvert tap hér á landi sé ekki hægt að hörfa frá gildum mannréttinda. „Þegar þetta eru gildin sem við setjum á oddinn í okkar utanríkisstefnu þá er erfitt að sjá hvernig hægt er að hörfa frá þeim við aðstæður eins og þessar sem eru nú í gangi.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Alþingi Píratar Utanríkismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða og myndu aðgerðir þýða umtalsvert tap hér. Þetta kom fram í umfjöllun Stundarinnar í gær. Maðurinn sem um ræðir er Aleksander Moshensky. „Ég tel þessar fréttir augljóst tilefni til þess að fara ofan í saumana á því hvernig íslensk utanríkisþjónusta og utanríkisstefna virðist hafa verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sem hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Ég tel íslensk stjórnvöld þurfa undanbragðalaust þurfa að gera grein fyrir sinni aðkomu að þessum málum. Eins vekur þetta upp spurningar um það hvaða hagsmunir stýra raunverulega för í mótun utanríkisstefnu Íslands. Við höfum látið sem svo að Ísland standi fyrir mannréttindi, lýðræði og frið á alþjóðavettvangi en þessi stóru orð mega sín augljóslega lítils ef Ísland beitir sér svo í þveröfuga átt þegar hagsmunir útgerðarinnar eru undir.“ Aðspurð hvort henni finnist koma til greina að taka hann af skrá kjörræðismanna Íslands segir hún að fyrsta skref sé að óska eftir skýringum stjórnvalda. Hún segir að þó að það að fjarlægja hann af skrá kjörræðismanna þýði umtalsvert tap hér á landi sé ekki hægt að hörfa frá gildum mannréttinda. „Þegar þetta eru gildin sem við setjum á oddinn í okkar utanríkisstefnu þá er erfitt að sjá hvernig hægt er að hörfa frá þeim við aðstæður eins og þessar sem eru nú í gangi.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Alþingi Píratar Utanríkismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira