Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. mars 2022 21:04 Þessi mynd segir meira en nokkur orð um húsakostinn og aðstöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi, sem er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. Nemendur og starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi boðuðu til fjölmenns málþings í gær um framtíð skólans. Skólinn var stofnaður 1939 og starfaði sjálfstætt í 66 ár, eða til ársins 2005 þegar hann var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. 116 nemendur eru á Reykjum í dag í staðarnámi og fjarnámi. Þeir og starfsfólk vilja að skólinn verði aftur gerður að sjálfstæðum skóla. Í dag eru allar húsbyggingar skólans og gróðurhús nánast ónýt enda hefur lítill sem engin peningur verið settur í viðhald síðustu ár. Gróðurhúsin á Reykjum eru meira og minna ónýt en þar fer verknám nemenda m.a. fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eiginlega bara þannig að við erum búin að fá nóg. Húsin okkar eru ekki boðleg eins og þau eru. Það eru lek hús og það er ekki hægt að halda uppi hita í uppeldisstöðvunum þar sem við eigum að vera að læra að rækta, þannig að nei, þetta er ekki í lagi,“ segir Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum. Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddný Harðardóttir, alþingismaður er ósátt við stöðuna á Reykjum. „Eitt sem við getum gert strax, það er að setja aukið fjármagn í húsbyggingar hér og bæta aðstöðuna, sem er algjörlega óviðunandi og við höfum fengið að sjá og heyra um á þessu málþingi,“ segir Oddný. Fram kom á málþinginu að springi ljósapera á Reykjum þá fáist ekki leyfi hjá yfirstjórn Landbúnaðarháskólans að kaupa nýja peru og skipta um. „Já, það sér hver maður að svona gengur þetta ekki lengur, bætir Oddný við. Guðríður Helgadóttir, starfsmaður á Reykjum en hún sagði söguna um ljósaperuna á málþinginu, sem ekki fékkst leyfi ttil að kaupa og skipta um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra ávarpaði fundinn og sagði að búið væri að ákveða að skólinn á Reykjum muni færast undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi næsta haust. Það sættir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sig alls ekki við en þingmaðurinn er verðandi dómsmálaráðherra þegar kjörtímabilið er hálfnað. Alþingismennirnir Oddný Harðardóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sóttu m.a. málþingið á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég biðla til Ásmundar Einars Daðasonar, menntamálaráðherra að snúa þessari ákvörðun til baka. Ég vill sjá sjálfstæðan öflugan skóla, garðyrkju-, umhverfis og loftlagsmála á Reykjum í Ölfusi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður. Garðyrkjunámið mun færast á Selfoss haustið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Alþingi Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Nemendur og starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi boðuðu til fjölmenns málþings í gær um framtíð skólans. Skólinn var stofnaður 1939 og starfaði sjálfstætt í 66 ár, eða til ársins 2005 þegar hann var sameinaður Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. 116 nemendur eru á Reykjum í dag í staðarnámi og fjarnámi. Þeir og starfsfólk vilja að skólinn verði aftur gerður að sjálfstæðum skóla. Í dag eru allar húsbyggingar skólans og gróðurhús nánast ónýt enda hefur lítill sem engin peningur verið settur í viðhald síðustu ár. Gróðurhúsin á Reykjum eru meira og minna ónýt en þar fer verknám nemenda m.a. fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er eiginlega bara þannig að við erum búin að fá nóg. Húsin okkar eru ekki boðleg eins og þau eru. Það eru lek hús og það er ekki hægt að halda uppi hita í uppeldisstöðvunum þar sem við eigum að vera að læra að rækta, þannig að nei, þetta er ekki í lagi,“ segir Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum. Jóhanna Íris Hjaltadóttir, nemandi á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddný Harðardóttir, alþingismaður er ósátt við stöðuna á Reykjum. „Eitt sem við getum gert strax, það er að setja aukið fjármagn í húsbyggingar hér og bæta aðstöðuna, sem er algjörlega óviðunandi og við höfum fengið að sjá og heyra um á þessu málþingi,“ segir Oddný. Fram kom á málþinginu að springi ljósapera á Reykjum þá fáist ekki leyfi hjá yfirstjórn Landbúnaðarháskólans að kaupa nýja peru og skipta um. „Já, það sér hver maður að svona gengur þetta ekki lengur, bætir Oddný við. Guðríður Helgadóttir, starfsmaður á Reykjum en hún sagði söguna um ljósaperuna á málþinginu, sem ekki fékkst leyfi ttil að kaupa og skipta um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra ávarpaði fundinn og sagði að búið væri að ákveða að skólinn á Reykjum muni færast undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi næsta haust. Það sættir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sig alls ekki við en þingmaðurinn er verðandi dómsmálaráðherra þegar kjörtímabilið er hálfnað. Alþingismennirnir Oddný Harðardóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sóttu m.a. málþingið á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég biðla til Ásmundar Einars Daðasonar, menntamálaráðherra að snúa þessari ákvörðun til baka. Ég vill sjá sjálfstæðan öflugan skóla, garðyrkju-, umhverfis og loftlagsmála á Reykjum í Ölfusi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður. Garðyrkjunámið mun færast á Selfoss haustið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Alþingi Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira