Varð margfaldur meistari í tveimur íþróttagreinum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 11:31 Ísold Sævarsdóttir með verðlaun sín fyrir að vera besti leikmaður bikarúrslitaleiks 10. flokks kvenna. Hún vann alls átta önnur verðlaun um helgina. KKÍ/Bára Dröfn Það er óhætt að segja að það hafi verið mikið að gera hjá Ísold Sævarsdóttur um helgina. Þessi fimmtán ára stelpa safnaði þá að sér titlum í tveimur íþróttagreinum. Ísold er nefnilega bráðefnileg bæði í körfubolta sem og í frjálsum íþróttum. Um helgina hitti svo á að það voru bæði bikarúrslit hjá yngri flokkum körfuboltans sem og Meistaramót Íslands hjá 15 til 22 ára. Ísold er í Stjörnunni í körfuboltanum en keppir með FH í frjálsum íþróttum. Hún varð tvöfaldur bikarmeistari með Stjörnunni í körfuboltanum, fyrst í 9. flokki á laugardeginum og svo í 10. flokknum á sunnudeginum. Í 9. flokks leiknum þar sem Stjarnan vann Keflavík í úrslitaleiknum var Ísold með 12 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta. Ísold var síðan kosin besti leikmaður leiksins í 10. flokknum þar sem Stjarnan vann KR í úrslitaleik. Hún var þá með 18 stig, 8 stolna bolta og 6 stoðsendingar á þeim rúmu 19 mínútum sem hún spilaði. Ísold hafði einnig spilað með stúlknaflokki á föstudagskvöldinu þegar Stjarnan tapaði naumlega á móti Fjölni. Í þeim leik var hún með 14 stig, 9 fráköst, 6 stolna bolta og 4 stoðsendingar. Ísold safnaði líka gullverðlaunum á meistaramótinu í frjálsum íþróttum í hennar aldursflokki. Ísold vann alls fern gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Hún varð Íslandsmeistari stúlkna í 60 metra grindahlaupi, stangarstökki, þrístökki og 300 metra hlaupi. Hún fékk einnig silfurverðlaun í hástökki. Í 300 metra hlaupinu kom Ísold í mark á nýju mótsmeti þegar hún hljóp á 42,12 sekúndum. Ísold vann því samtals átta verðlaun um helgina, sex gullverðlaun og tvö silfurverðlaun. HSK/Selfoss varð Íslandsmeistarar félagsliða á Meistaramót Íslands 15-22 ára. Þau hlutu samtals 277,5 stig, sigruðu einn aldursflokk og unnu tíu gullverðlaun. Í öðru sæti var FH með 199 stig og Ármann í því þriðja með 192,5 stig. Fimm mótsmet voru sett um helgina: Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) Hástökk / 2,08 m / 18-19 ára Daníel Ingi Egilsson (FH) Þrístökk / 14,51 m / 20-22 ára Thomas Ari Arnarsson (Ármann) 600m / 1:32,95 mín. / 15 ára Ásta Dís Ingimarsdóttir (HSK/Selfoss) 600m / 1:55,38 mín. / 15 ára Ísold Sævarsdóttir (FH) 300m / 42,12 sek. / 15 ára Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Ísold er nefnilega bráðefnileg bæði í körfubolta sem og í frjálsum íþróttum. Um helgina hitti svo á að það voru bæði bikarúrslit hjá yngri flokkum körfuboltans sem og Meistaramót Íslands hjá 15 til 22 ára. Ísold er í Stjörnunni í körfuboltanum en keppir með FH í frjálsum íþróttum. Hún varð tvöfaldur bikarmeistari með Stjörnunni í körfuboltanum, fyrst í 9. flokki á laugardeginum og svo í 10. flokknum á sunnudeginum. Í 9. flokks leiknum þar sem Stjarnan vann Keflavík í úrslitaleiknum var Ísold með 12 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta. Ísold var síðan kosin besti leikmaður leiksins í 10. flokknum þar sem Stjarnan vann KR í úrslitaleik. Hún var þá með 18 stig, 8 stolna bolta og 6 stoðsendingar á þeim rúmu 19 mínútum sem hún spilaði. Ísold hafði einnig spilað með stúlknaflokki á föstudagskvöldinu þegar Stjarnan tapaði naumlega á móti Fjölni. Í þeim leik var hún með 14 stig, 9 fráköst, 6 stolna bolta og 4 stoðsendingar. Ísold safnaði líka gullverðlaunum á meistaramótinu í frjálsum íþróttum í hennar aldursflokki. Ísold vann alls fern gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Hún varð Íslandsmeistari stúlkna í 60 metra grindahlaupi, stangarstökki, þrístökki og 300 metra hlaupi. Hún fékk einnig silfurverðlaun í hástökki. Í 300 metra hlaupinu kom Ísold í mark á nýju mótsmeti þegar hún hljóp á 42,12 sekúndum. Ísold vann því samtals átta verðlaun um helgina, sex gullverðlaun og tvö silfurverðlaun. HSK/Selfoss varð Íslandsmeistarar félagsliða á Meistaramót Íslands 15-22 ára. Þau hlutu samtals 277,5 stig, sigruðu einn aldursflokk og unnu tíu gullverðlaun. Í öðru sæti var FH með 199 stig og Ármann í því þriðja með 192,5 stig. Fimm mótsmet voru sett um helgina: Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) Hástökk / 2,08 m / 18-19 ára Daníel Ingi Egilsson (FH) Þrístökk / 14,51 m / 20-22 ára Thomas Ari Arnarsson (Ármann) 600m / 1:32,95 mín. / 15 ára Ásta Dís Ingimarsdóttir (HSK/Selfoss) 600m / 1:55,38 mín. / 15 ára Ísold Sævarsdóttir (FH) 300m / 42,12 sek. / 15 ára
HSK/Selfoss varð Íslandsmeistarar félagsliða á Meistaramót Íslands 15-22 ára. Þau hlutu samtals 277,5 stig, sigruðu einn aldursflokk og unnu tíu gullverðlaun. Í öðru sæti var FH með 199 stig og Ármann í því þriðja með 192,5 stig. Fimm mótsmet voru sett um helgina: Kristján Viggó Sigfinnsson (Ármann) Hástökk / 2,08 m / 18-19 ára Daníel Ingi Egilsson (FH) Þrístökk / 14,51 m / 20-22 ára Thomas Ari Arnarsson (Ármann) 600m / 1:32,95 mín. / 15 ára Ásta Dís Ingimarsdóttir (HSK/Selfoss) 600m / 1:55,38 mín. / 15 ára Ísold Sævarsdóttir (FH) 300m / 42,12 sek. / 15 ára
Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira