Tyreek Hill til liðs við Höfrungana: Sá launahæsti í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2022 17:30 Tyreek Hill er með fljótari leikmönnum NFL-deildarinnar. Getty/Peter Aiken Útherjinn Tyreek Hill er genginn í raðir Miami Dolphins í NFL-deildinni. Hann gerir fjögurra ára samning upp á 120 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega 15 og hálfan milljarð íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Hill hefur leikið með Kansas City Chiefs síðan hann kom í NFL-deildina árið 2016. Hann varð meistari með liðinu árið 2020 og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins á undanförnum árum. Sem ríkjandi meistarar fóru Chiefs alla leið í Ofurskálina en töpuðu þar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Á síðustu leiktíð fór liðið svo alla leið í undanúrslit en tapaði þar í framlengdum leik gegn Cincinnati Bengals. Hill er frár á fæti og fékk viðurnefnið „Blettatígurinn“ eftir sína fyrstu leiktíð í NFL-deildinni. Alls hefur hann skorað 56 snertimörk og hlaupið fyrir 6062 metrum. Næsta tímabil verður hins vegar fyrsta tímabil útherjans smá en knáa í NFL-deildinni þar sem hann mun ekki klæðast búningi Chiefs. Samkvæmt öruggum heimildum Vestanhafs hefur leikmaðurinn samið við Höfrungana í Miami. Gerir hann fjögurra ára samning upp á samtals 120 milljónir Bandaríkjadala, þar af eru 72,2 milljónir tryggðar. Overall, this is a 4-year extension worth $120M per agent @DrewJRosenhaus with $72.2M guaranteed. As @TomPelissero said, the 3-year numbers are below. https://t.co/3Ntrj8Edm6— Ian Rapoport (@RapSheet) March 23, 2022 Það þýðir að sama hvaða meiðslum hann verður fyrir þá þurfa Miami Dolphins alltaf að greiða Hill að lágmarki 72,2 milljónir. Höfðingjarnir frá Kansas fá fjölda valrétta fyrir Hill, ekki er enn komið nákvæmlega fram hvaða valrétti þeir fá. Samningur Hill gerir hann að launahæsta útherja deildarinnar. Það virðist vera nóg til í NFL-deildinni um þessar mundir en stutt er síðan Davante Adams varð launahæstur er hann yfirgaf Green Bay Packers fyrir Las Vegas Raiders. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Hill hefur leikið með Kansas City Chiefs síðan hann kom í NFL-deildina árið 2016. Hann varð meistari með liðinu árið 2020 og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins á undanförnum árum. Sem ríkjandi meistarar fóru Chiefs alla leið í Ofurskálina en töpuðu þar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Á síðustu leiktíð fór liðið svo alla leið í undanúrslit en tapaði þar í framlengdum leik gegn Cincinnati Bengals. Hill er frár á fæti og fékk viðurnefnið „Blettatígurinn“ eftir sína fyrstu leiktíð í NFL-deildinni. Alls hefur hann skorað 56 snertimörk og hlaupið fyrir 6062 metrum. Næsta tímabil verður hins vegar fyrsta tímabil útherjans smá en knáa í NFL-deildinni þar sem hann mun ekki klæðast búningi Chiefs. Samkvæmt öruggum heimildum Vestanhafs hefur leikmaðurinn samið við Höfrungana í Miami. Gerir hann fjögurra ára samning upp á samtals 120 milljónir Bandaríkjadala, þar af eru 72,2 milljónir tryggðar. Overall, this is a 4-year extension worth $120M per agent @DrewJRosenhaus with $72.2M guaranteed. As @TomPelissero said, the 3-year numbers are below. https://t.co/3Ntrj8Edm6— Ian Rapoport (@RapSheet) March 23, 2022 Það þýðir að sama hvaða meiðslum hann verður fyrir þá þurfa Miami Dolphins alltaf að greiða Hill að lágmarki 72,2 milljónir. Höfðingjarnir frá Kansas fá fjölda valrétta fyrir Hill, ekki er enn komið nákvæmlega fram hvaða valrétti þeir fá. Samningur Hill gerir hann að launahæsta útherja deildarinnar. Það virðist vera nóg til í NFL-deildinni um þessar mundir en stutt er síðan Davante Adams varð launahæstur er hann yfirgaf Green Bay Packers fyrir Las Vegas Raiders. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira