Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 17:22 Sjúkratryggingar Íslands Vísir/Vilhelm Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Í fréttatilkynningu Sjúkratrygginga er haft eftir Maríu Heimisdóttur, forstjóra, að gögn um hópinn hafi borist í gær en um er að ræða tuttugu einstaklinga. Lagt var kapp á að klára alla skráningu samdægurs og tryggingin er virk frá og með deginum í dag. Þá er enn fremur sagt frá því í tilkynningu Sjúkratrygginga að gert sé ráð fyrir að vera með fulltrúa í miðstöðinni í Domus Medica til að taka þátt í móttöku flóttamannanna. Fulltrúarnir geti þá gefið upplýsingar um afgreiðslu hjálpartækja og lyfjakorta, greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og fleira sem þörf er á. Í gær var greint frá því að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa 377 einstaklingar sótt um vernd hér á landi og að á næstu vikum sé búist við 400 til 900 í viðbót. Í tilkynningu Sjúkratrygginga er tekið fram að flóttamenn, eins og aðrir, hafa alltaf aðgang að bráðaþjónustu óháð því hvort sjúkratrygging er frágengin. Í tilkynningunni er einnig sagt frá því að Sjúkratryggingar hafi verið í samstarfi við heilbrigðistryggingar í öðrum löndum enda flókið verkefni að tryggja milljónum manns þjónustu sem hafa flúið Úkraínu. Þá kemur fram að flestir flóttamannanna hyggist reyna að snúa aftur til síns heima um leið og stríðsátökunum lýkur. „Móttaka þessa flóttafólks er stórt verkefni fyrir samfélagið í heild, ekki síst heilbrigðiskerfið. Við höfum lagt kapp á að tryggja skjóta afgreiðslu þannig að þessi viðkvæmi hópur geti haft greitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, enda má reikna með að margir innan hópsins séu í brýnni þörf fyrir ýmis konar aðstoð,“ er haft eftir Maríu Heimisdóttur í tilkynningu Sjúkratrygginga. „Fjölmörg ungabörn eru í hópnum og þau ganga inn í öflugt ungbarnaeftirlit sem við höfum hér á landi. Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og við höfum átt frábært samstarf við Rauða krossinn, Útlendingastofnun, Heilsugæsluna, Þjóðskrá, íslenska sjálfboðaliða og alla aðra sem að þessu koma,“ segir María enn fremur. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Í fréttatilkynningu Sjúkratrygginga er haft eftir Maríu Heimisdóttur, forstjóra, að gögn um hópinn hafi borist í gær en um er að ræða tuttugu einstaklinga. Lagt var kapp á að klára alla skráningu samdægurs og tryggingin er virk frá og með deginum í dag. Þá er enn fremur sagt frá því í tilkynningu Sjúkratrygginga að gert sé ráð fyrir að vera með fulltrúa í miðstöðinni í Domus Medica til að taka þátt í móttöku flóttamannanna. Fulltrúarnir geti þá gefið upplýsingar um afgreiðslu hjálpartækja og lyfjakorta, greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og fleira sem þörf er á. Í gær var greint frá því að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa 377 einstaklingar sótt um vernd hér á landi og að á næstu vikum sé búist við 400 til 900 í viðbót. Í tilkynningu Sjúkratrygginga er tekið fram að flóttamenn, eins og aðrir, hafa alltaf aðgang að bráðaþjónustu óháð því hvort sjúkratrygging er frágengin. Í tilkynningunni er einnig sagt frá því að Sjúkratryggingar hafi verið í samstarfi við heilbrigðistryggingar í öðrum löndum enda flókið verkefni að tryggja milljónum manns þjónustu sem hafa flúið Úkraínu. Þá kemur fram að flestir flóttamannanna hyggist reyna að snúa aftur til síns heima um leið og stríðsátökunum lýkur. „Móttaka þessa flóttafólks er stórt verkefni fyrir samfélagið í heild, ekki síst heilbrigðiskerfið. Við höfum lagt kapp á að tryggja skjóta afgreiðslu þannig að þessi viðkvæmi hópur geti haft greitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, enda má reikna með að margir innan hópsins séu í brýnni þörf fyrir ýmis konar aðstoð,“ er haft eftir Maríu Heimisdóttur í tilkynningu Sjúkratrygginga. „Fjölmörg ungabörn eru í hópnum og þau ganga inn í öflugt ungbarnaeftirlit sem við höfum hér á landi. Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel og við höfum átt frábært samstarf við Rauða krossinn, Útlendingastofnun, Heilsugæsluna, Þjóðskrá, íslenska sjálfboðaliða og alla aðra sem að þessu koma,“ segir María enn fremur.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira