Öryrki mátti sín lítils í baráttu við Landspítalann vegna öndunarvélar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 10:02 Íslenska ríkið og Landspítalinn báru fyrir sig að þær 440 krónur sem stefnandi greiddi mánaðarlega fyrir öndunarvélina væri þátttaka í mánaðarlegum meðalkostnaði sem styrkur Sjúkratrygginga Íslands tæki ekki til. Vísir/Vilhelm Öryrki sem notar öndunarvél vegna öndunarerfiðleika við svefn kærði íslenska ríkið og Landspítala en hann taldi gjaldtöku Landspítalans fyrir leigu á öndunarvélinni ólögmæta. Héraðsdómari taldi rétt að sýkna ríkið og spítalann. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í máli þessu en stefnandi, sem er öryrki, taldi að innheimta fyrir leigu á öndunarvélinni og vörum sem henni fylgdu skorti lagastoð. Hann krafðist því greiðslu á þeim 10.560 krónur sem hann hafði greitt fyrir vélina. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu væri þar að auki að allir landsmenn ættu kost á þeirri heilbrigðisþjónustu sem kostur væri á hverju sinni. Stefndu, íslenska ríkið og Landspítalinn, mótmæltu öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum. Hið rétta væri að kostnaðurinn fyrir öndunarvélina væri kostnaðarhlutdeild hans sjálfs, sem ekki fengist greiddur úr sjúkratryggingu. Ekki væri um að ræða gjaldtöku í þeim skilningi heldur greiðsluþátttöku þar sem niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands sleppir. Héraðsdómari taldi ágreiningslaust að öndunarvélin sem stefnandi notaði væri honum nauðsynlegt hjálpartæki. Það væri þó ljóst að í lögum væri ekki gert ráð fyrir því að ríkið bæri allan kostnað við öflun hjálpartækja sem nýtt eru til lengri tíma heldur taki einungis Sjúkratryggingar þátt í kostnaði og það með takmörkunum. Dómari taldi enn fremur að gjaldtakan hvorki í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar né brot á meðalhófsreglu. Horfa þyrfti til þess að gjaldið sem stefnandi greiddi væri rétt rúmlega 400 krónur á mánuði. Íslenska ríkið og Landspítali voru því sýknuð af kröfum stefnanda en héraðsdómari taldi rétt að málskostnaður í málinu félli niður. Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í máli þessu en stefnandi, sem er öryrki, taldi að innheimta fyrir leigu á öndunarvélinni og vörum sem henni fylgdu skorti lagastoð. Hann krafðist því greiðslu á þeim 10.560 krónur sem hann hafði greitt fyrir vélina. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu væri þar að auki að allir landsmenn ættu kost á þeirri heilbrigðisþjónustu sem kostur væri á hverju sinni. Stefndu, íslenska ríkið og Landspítalinn, mótmæltu öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum. Hið rétta væri að kostnaðurinn fyrir öndunarvélina væri kostnaðarhlutdeild hans sjálfs, sem ekki fengist greiddur úr sjúkratryggingu. Ekki væri um að ræða gjaldtöku í þeim skilningi heldur greiðsluþátttöku þar sem niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands sleppir. Héraðsdómari taldi ágreiningslaust að öndunarvélin sem stefnandi notaði væri honum nauðsynlegt hjálpartæki. Það væri þó ljóst að í lögum væri ekki gert ráð fyrir því að ríkið bæri allan kostnað við öflun hjálpartækja sem nýtt eru til lengri tíma heldur taki einungis Sjúkratryggingar þátt í kostnaði og það með takmörkunum. Dómari taldi enn fremur að gjaldtakan hvorki í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar né brot á meðalhófsreglu. Horfa þyrfti til þess að gjaldið sem stefnandi greiddi væri rétt rúmlega 400 krónur á mánuði. Íslenska ríkið og Landspítali voru því sýknuð af kröfum stefnanda en héraðsdómari taldi rétt að málskostnaður í málinu félli niður.
Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira