Strætó miður sín vegna Klapp-vandamála Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 20:30 Hafnað - Enginn gildur miði. Skjámynd sem hefur komið upp hjá allt of mörgum sem eru í raun með gildan miða vegna bilunar í Klapp-kerfinu. vísir Nýtt greiðslukerfi Strætó hefur farið brösuglega af stað og mörgum verið meinaður aðgangur að vögnum vegna bilunar í kerfinu. Strætó lofar miklum betrumbótum strax í næstu viku. Þessi leiðinlegi rauði fýlukall, sem sést á skjánum í strætó á myndinni hér að ofan, hefur síðustu vikurnar hrellt marga farþega strætó sem reyna að greiða fyrir far sitt í gegn um nýja greiðslukerfið - Klapp. Kerfið var innleitt fyrir síðustu jól en hefur ekki farið alveg nógu vel af stað. „Nei, nei það er alveg rétt. Við höfum átt í ákveðnum erfiðleikum með þetta. Við getum sagt kannski bæði óvæntum og væntum vegna þess að þetta er gríðarlega mikil breyting,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes segir nýja uppfærslu á Klapp á leiðinni. Nú þegar sé búið að leysa stærstu vandamálin.Strætó Allt of mörg tilfelli þar sem fólki er ekki hleypt um borð Og viðskiptavinir hafa látið í sér heyra. Fjöldi fólks hefur kvartað yfir nýja kerfinu og gagnrýnt það á samfélagsmiðlum - gagnrýni sem Jóhannes segir að hafi náð eyrum Strætó. Klapp appið var ekki forritað, það var copy/paste-að upp úr dagbók Satans.Og af hverju er "Hvar er strætó" hætt að virka í gamla appinu?Vill @straetobs ég fái mér annan einkabíl?— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) March 16, 2022 „Já, já. Við höfum heyrt af fullt af óánægju og skiljum það bara mjög vel. Og erum svo sem bara miður okkar að þetta hafi ekki bara gengið svona einn, tveir og þrír. En þetta er svona það sem gerist kannski stundum í þessum stóru hugbúnaðarverkefnum og mjög flóknu,“ segir Jóhannes. Nokkur vandamál hafi komið upp eftir að kerfið var tekið í notkun. Sambandsleysi margra skanna í strætisvögnum varð til þess að stundum lásu þeir ekki farmiðann. Samvkæmt upplýsingum frá strætó voru tilfellin allt frá örfáum til um tuttugu á dag á tímabili þar sem skannarnir lásu ekki kort fólks, sem áttu þó að vera góð og gild. Jóhannes segir að því hafi því verið beint til bílstjóra að leyfa viðskiptavinum að njóta vafans í þeim tilfellum. „En það komu samt upp nokkuð mörg tilfelli þar sem vagnstjórinn hleypti viðkomandi ekki um borð eða óskaði eftir að hann yfirgæfi vagninn. Því miður. En þetta gerist. Þetta er stór hópur, það eru margir á ferðinni en sem betur fer eru þetta ekkert allt of mörg tilfelli en kannski allt of mörg,“ segir Jóhannes. Betrumbætt app í næstu viku En það er ekki bara sambandsleysi og almennir gallar sem fara í taugarnar á fólki. Að mati margra farþega vantar nefnilega ýmislegt í appið. Þar er ekki hægt að leita að ferð eða fylgjast með strætóferðum í rauntíma. Strætó lofar þó bót á þessu, jafnvel strax eftir helgi. „Leiðarvísirinn kemur inn í appið og appið á að virka betur. Það hefur einnig verið svona smá vandamál með það,“ segir Jóhannes. Jóhannes á því ekki von á öðru en að fólk geti farið að klappa eðlilega með strætó á allra næstu dögum. Fjallað var um Klapp þegar nýja greiðslukerfið var tekið upp í vetur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á það hér að neðan: Samgöngur Strætó Tækni Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Þessi leiðinlegi rauði fýlukall, sem sést á skjánum í strætó á myndinni hér að ofan, hefur síðustu vikurnar hrellt marga farþega strætó sem reyna að greiða fyrir far sitt í gegn um nýja greiðslukerfið - Klapp. Kerfið var innleitt fyrir síðustu jól en hefur ekki farið alveg nógu vel af stað. „Nei, nei það er alveg rétt. Við höfum átt í ákveðnum erfiðleikum með þetta. Við getum sagt kannski bæði óvæntum og væntum vegna þess að þetta er gríðarlega mikil breyting,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Jóhannes segir nýja uppfærslu á Klapp á leiðinni. Nú þegar sé búið að leysa stærstu vandamálin.Strætó Allt of mörg tilfelli þar sem fólki er ekki hleypt um borð Og viðskiptavinir hafa látið í sér heyra. Fjöldi fólks hefur kvartað yfir nýja kerfinu og gagnrýnt það á samfélagsmiðlum - gagnrýni sem Jóhannes segir að hafi náð eyrum Strætó. Klapp appið var ekki forritað, það var copy/paste-að upp úr dagbók Satans.Og af hverju er "Hvar er strætó" hætt að virka í gamla appinu?Vill @straetobs ég fái mér annan einkabíl?— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) March 16, 2022 „Já, já. Við höfum heyrt af fullt af óánægju og skiljum það bara mjög vel. Og erum svo sem bara miður okkar að þetta hafi ekki bara gengið svona einn, tveir og þrír. En þetta er svona það sem gerist kannski stundum í þessum stóru hugbúnaðarverkefnum og mjög flóknu,“ segir Jóhannes. Nokkur vandamál hafi komið upp eftir að kerfið var tekið í notkun. Sambandsleysi margra skanna í strætisvögnum varð til þess að stundum lásu þeir ekki farmiðann. Samvkæmt upplýsingum frá strætó voru tilfellin allt frá örfáum til um tuttugu á dag á tímabili þar sem skannarnir lásu ekki kort fólks, sem áttu þó að vera góð og gild. Jóhannes segir að því hafi því verið beint til bílstjóra að leyfa viðskiptavinum að njóta vafans í þeim tilfellum. „En það komu samt upp nokkuð mörg tilfelli þar sem vagnstjórinn hleypti viðkomandi ekki um borð eða óskaði eftir að hann yfirgæfi vagninn. Því miður. En þetta gerist. Þetta er stór hópur, það eru margir á ferðinni en sem betur fer eru þetta ekkert allt of mörg tilfelli en kannski allt of mörg,“ segir Jóhannes. Betrumbætt app í næstu viku En það er ekki bara sambandsleysi og almennir gallar sem fara í taugarnar á fólki. Að mati margra farþega vantar nefnilega ýmislegt í appið. Þar er ekki hægt að leita að ferð eða fylgjast með strætóferðum í rauntíma. Strætó lofar þó bót á þessu, jafnvel strax eftir helgi. „Leiðarvísirinn kemur inn í appið og appið á að virka betur. Það hefur einnig verið svona smá vandamál með það,“ segir Jóhannes. Jóhannes á því ekki von á öðru en að fólk geti farið að klappa eðlilega með strætó á allra næstu dögum. Fjallað var um Klapp þegar nýja greiðslukerfið var tekið upp í vetur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt er að horfa á það hér að neðan:
Samgöngur Strætó Tækni Tengdar fréttir Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent