Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. apríl 2022 14:30 Kosningaplaköt í París. CHESNOT/GETTY IMAGES Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. Kosningabaráttan í Frakklandi hófst fyrir alvöru í liðinni viku. Emmanuel Macron freistar þess að fá umboð franskra kjósenda til að gegna embættinu áfram, nokkuð sem tveimur síðustu forsetum Frakklands, Sarkozy og Hollande, mistókst að gera. Macron lagði Marine Le Pen að velli fyrir fimm árum nokkuð örugglega, hlaut 66 prósent atkvæða í síðari umferð kosninganna gegn 34 prósentum Le Pen. Hann kom sem frískur andvari inn í frönsk stjórnmál og heillaði þjóðina með persónutöfrum og gylliboðum um miklar endurbætur til handa franskri alþýðu. En það hefur fjarað mikið undan honum í forsetatíð hans og margir líta á hann í dag sem forseta hinna ríku sem láti þá efnaminni mæta afgangi. Þjóðernissinnar sækja í sig veðrið Skoðanakannanir í byrjun árs sýndu sömuleiðis að fulltrúi Franska þjóðarflokksins, Marine Le Pen, ætti nú raunverulega möguleika á að vinna forsetakosningarnar, en þetta er í þriðja sinn sem hún freistar þess að komast til æðstu metorða í Frakklandi. Le Pen, hefur rekið öðruvísi kosningabaráttu nú en áður. Hún hefur dregið úr gagnrýni á innflytjendur, sem hefur verið aðalsmerki frönsku Þjóðfylkingarinnar, og einbeitir sér þess í stað að efnahagsmálum og félagslegum umbótum, en nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að það séu helstu áhyggjuefni franskra kjósenda. Það virðist gefa góða raun því samkvæmt nýjum skoðanakönnunum þá myndi hún fá 47 prósent atkvæða í seinni umferð kosninganna gegn 53 prósentum Macron. Le Pen, sem hefur lengst af verið dyggur stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, hefur mjög reynt að draga fjöður yfir þann stuðning eftir innrás Rússa í Úkraínu. Stríðið vinnur með Macron Hins vegar telja stjórnmálaskýrendur að innrásin vinni með Macron. Hann reyndi mjög að gera sig gildandi í aðdraganda innrásarinnar með því að koma fram sem boðberi friðar og sáttaumleitana og hann er áberandi á öllum þeim neyðarfundum sem NATO og Evrópusambandið halda vegna stríðsins. Og þessir sömu skýrendur benda jafnframt á að á válegum tímum ófriðar þá séu kjósendur lýðræðisríkja jafnan tregari til að kjósa yfir sig breytingar sem raskað geti enn frekar brothættri tilveru þeirra. Menn Macrons eru engu að síður hræddir, og þá aðallega við að stuðningsmenn Macrons verði værukærir og sitji heima í trausti þess að sigur hans sé öruggur. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, varaði sterklega við þessu í sjónvarpsviðtali nýlega. Hann sagði að Le Pen hefði alla tíð verið hættulegur andstæðingur og að hún gæti hæglega sigrað forsetakosningarnar. Fyrri umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag. Í þeirri síðari, sem fram fer 24. apríl, eigast tveir efstu frambjóðendurnir við, og telja má næsta víst að það verði Macron og Le Pen. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Kosningabaráttan í Frakklandi hófst fyrir alvöru í liðinni viku. Emmanuel Macron freistar þess að fá umboð franskra kjósenda til að gegna embættinu áfram, nokkuð sem tveimur síðustu forsetum Frakklands, Sarkozy og Hollande, mistókst að gera. Macron lagði Marine Le Pen að velli fyrir fimm árum nokkuð örugglega, hlaut 66 prósent atkvæða í síðari umferð kosninganna gegn 34 prósentum Le Pen. Hann kom sem frískur andvari inn í frönsk stjórnmál og heillaði þjóðina með persónutöfrum og gylliboðum um miklar endurbætur til handa franskri alþýðu. En það hefur fjarað mikið undan honum í forsetatíð hans og margir líta á hann í dag sem forseta hinna ríku sem láti þá efnaminni mæta afgangi. Þjóðernissinnar sækja í sig veðrið Skoðanakannanir í byrjun árs sýndu sömuleiðis að fulltrúi Franska þjóðarflokksins, Marine Le Pen, ætti nú raunverulega möguleika á að vinna forsetakosningarnar, en þetta er í þriðja sinn sem hún freistar þess að komast til æðstu metorða í Frakklandi. Le Pen, hefur rekið öðruvísi kosningabaráttu nú en áður. Hún hefur dregið úr gagnrýni á innflytjendur, sem hefur verið aðalsmerki frönsku Þjóðfylkingarinnar, og einbeitir sér þess í stað að efnahagsmálum og félagslegum umbótum, en nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að það séu helstu áhyggjuefni franskra kjósenda. Það virðist gefa góða raun því samkvæmt nýjum skoðanakönnunum þá myndi hún fá 47 prósent atkvæða í seinni umferð kosninganna gegn 53 prósentum Macron. Le Pen, sem hefur lengst af verið dyggur stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, hefur mjög reynt að draga fjöður yfir þann stuðning eftir innrás Rússa í Úkraínu. Stríðið vinnur með Macron Hins vegar telja stjórnmálaskýrendur að innrásin vinni með Macron. Hann reyndi mjög að gera sig gildandi í aðdraganda innrásarinnar með því að koma fram sem boðberi friðar og sáttaumleitana og hann er áberandi á öllum þeim neyðarfundum sem NATO og Evrópusambandið halda vegna stríðsins. Og þessir sömu skýrendur benda jafnframt á að á válegum tímum ófriðar þá séu kjósendur lýðræðisríkja jafnan tregari til að kjósa yfir sig breytingar sem raskað geti enn frekar brothættri tilveru þeirra. Menn Macrons eru engu að síður hræddir, og þá aðallega við að stuðningsmenn Macrons verði værukærir og sitji heima í trausti þess að sigur hans sé öruggur. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, varaði sterklega við þessu í sjónvarpsviðtali nýlega. Hann sagði að Le Pen hefði alla tíð verið hættulegur andstæðingur og að hún gæti hæglega sigrað forsetakosningarnar. Fyrri umferð kosninganna fer fram næsta sunnudag. Í þeirri síðari, sem fram fer 24. apríl, eigast tveir efstu frambjóðendurnir við, og telja má næsta víst að það verði Macron og Le Pen.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira