Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2022 08:55 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, voru í ólíku stuði þegar leiðir þeirra lágu saman í veislu Framsóknarflokksins að lokinni setningu Búnaðarþings á fimmtudagskvöldið. Vísir/Vilhelm „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. Morgunblaðið segir frá því að Lilja hafi tekið á móti Gunnari í móttökunni með spurningunni: „Gunnar, hvað ert þú að gera hér?“. Gunnar hafi þá gert tilraun til að faðma Lilju en hún stöðvað hann. Segir hann móttökurnar hafa verið á þann veg að hann hafi ekki séð ástæðu til að vera þar áfram og haldið aftur á hótelið. Gunnar segir í samtali við blaðið að Lilja hafi með þessu í raun verið vísa sér á dyr þó að Lilja sé þessu ósammála. Segist Lilja telja að Gunnar hafi með þessu móðgast óþarflega mikið, enda hafi hún verið að grínast með viðbrögðunum þegar Gunnar mætti á staðinn. Sem kona í stjórnmálum hafi hún auk þess ekki mikinn áhuga á faðmlögum. Við DV segir Lilja að það hafi alls ekki verið hennar upplifun að soðið hafi upp úr milli sín og Gunnars. „Sannleikurinn er sá að hann var hress og vildi faðma mig, sem var ekki gagnkvæmt. Þá kom á hann og hann fór. Að sjálfsögðu var Gunnar velkominn,“ segir Lilja. Lilja og Gunnar, sem áður var formaður Sambands garðyrkjubænda, hafa síðustu misserin deilt um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Í tíð Lilju sem menntamálaráðherra var ákveðið að færa skólann undir Landbúnaðarháskólann – nokkuð sem Gunnar var óánægður með. Gunnar segir í samtali við Vísi að atvikið á fimmtudaginn hafi verið óheppilegt en að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Garðyrkja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Morgunblaðið segir frá því að Lilja hafi tekið á móti Gunnari í móttökunni með spurningunni: „Gunnar, hvað ert þú að gera hér?“. Gunnar hafi þá gert tilraun til að faðma Lilju en hún stöðvað hann. Segir hann móttökurnar hafa verið á þann veg að hann hafi ekki séð ástæðu til að vera þar áfram og haldið aftur á hótelið. Gunnar segir í samtali við blaðið að Lilja hafi með þessu í raun verið vísa sér á dyr þó að Lilja sé þessu ósammála. Segist Lilja telja að Gunnar hafi með þessu móðgast óþarflega mikið, enda hafi hún verið að grínast með viðbrögðunum þegar Gunnar mætti á staðinn. Sem kona í stjórnmálum hafi hún auk þess ekki mikinn áhuga á faðmlögum. Við DV segir Lilja að það hafi alls ekki verið hennar upplifun að soðið hafi upp úr milli sín og Gunnars. „Sannleikurinn er sá að hann var hress og vildi faðma mig, sem var ekki gagnkvæmt. Þá kom á hann og hann fór. Að sjálfsögðu var Gunnar velkominn,“ segir Lilja. Lilja og Gunnar, sem áður var formaður Sambands garðyrkjubænda, hafa síðustu misserin deilt um Garðyrkjuskólann á Reykjum. Í tíð Lilju sem menntamálaráðherra var ákveðið að færa skólann undir Landbúnaðarháskólann – nokkuð sem Gunnar var óánægður með. Gunnar segir í samtali við Vísi að atvikið á fimmtudaginn hafi verið óheppilegt en að hann vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Garðyrkja Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Tengdar fréttir Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Framsýnn landbúnaður Framsýnn landbúnaður er yfirskrift Búnaðarþings sem fram fer í dag. Fyrsta búnaðarþings eftir sameiningu Bændasamtaka Íslands. Yfirskriftin rímar vel við þann tón sem ég hef þegar slegið á mínum fyrstu vikum sem matvælaráðherra. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að vita að vita hvernig við viljum haga málum til lengri tíma. 31. mars 2022 11:24