Justin var sem áður sagði tilnefndur til alls átta verðlauna fyrir plötuna Justice. Flokkarnir sem hann var tilnefndur í voru fyrir plötu ársins, lag ársins og fyrir samsetningu á lagi. Justin klæddist Balenciaga og Hailey var í Saint Laurent kjól.

Á hátíðinni flutti Justin lagið Peaches sem sló í gegn í fyrra. Justin var með átta tilnefningar en fór heim tómhentur. Hann hefur verið tilnefndur alls tuttugu og tvisvar sinnum til verðlaunanna en aðeins unnið tvisvar á öllum sínum ferli.
Billie Eilish fór einnig tómhent heim í gær þrátt fyrir sjö tilnefningar. Hún sigraði þó á Óskarnum viku áður fyrir lagið sitt No time to die.