Fékk nóg af sálarlausri fjöldaframleiðslu og sneri sér að sjálfbærri hönnun Vogue fyrir heimilið 4. apríl 2022 14:39 Vörurnar frá Lübech living eru sjálfbær hönnun og framleiðsla. Vörurnar fást í Vogue fyrir heimilið. Danska lífsstílsfyrirtækið Lübech Living hannar umhverfisvænar vörur fyrir heimilið sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt, meðal annars af handverksfólki í Taívan, Víetnam og Sri lanka. Hjónin Søren og Susanne Lübech stofnuðu fyrirtækið árið 2009 en Søren hafði þá unnið í innanhússhönnunarbransanum í mörg ár og var orðinn hundleiður á að versla með „sálarlaus” vörumerki. Hjónin Søren og Susanne Lübech stofnuðu fyrirtæki um sjálfbæra hönnun og framleiðslu á heimilisvörum. „Þau höfðu bara enga sögu,“ segir Søren. „Nokkrum árum fyrr hafði ég kynnst náunga frá Tælandi, Vance Kitira, sem vakti áhuga minn á að nota náttúruafurðir og hrein hráefni. Ég endurvakti kynnin við Vance þegar ég gafst upp á þvælast milli vörusýninga þar sem lítið var annað að sjá en fjöldaframleidda hluti og við hófum samstarf við sjálfbærniverkefni í Sri Lanka. Verkefnið sneri að atvinnusköpun kvenna og framleiðslu úr endurunnum pappír og það var upphafið að Oohh vörulínunni okkar,“ útskýrir Søren, en Oohh fæst í Vogue fyrir heimilið. Oohh vörulínan samanstendur meðal annars af blómapottum, körfum og vösum úr endurunnum pappír sem gerður er vatnsheldur með náttúrlegu latexi og keramikvörum sem brenndar eru með sólarorku. Þá bættust kertastjakar við línuna sem unnir eru úr endurunnu járni af handverksmönnum í Serbíu og fleira er í pípunum. Hönnun línunnar er látlaus en afar falleg og hugmyndafræðin á bak við vörurnar féll vel í kramið í Evrópu og Skandinavíu, svo vel að fyrstu viðbrögð fólks mótuðu nafnið á línuna. „Fólk var mjög hrifið. Við heyrðum þetta aftur og aftur „oohh!“ og nú er það markmið okkar að fá þessi viðbrögð alltaf þegar við kynnum nýja vöru í línunni,“ segir Søren. Hugmyndasmiðurinn á bak við vörurnar er Susanne, eiginkona Søren. Hún er markaðsfræðingur og sjálfmenntaður hönnuður sem fær „klikkaðar hugmyndir“ að sögn Søren en iðnhönnuður starfar við hlið hennar og sér um tæknileg atriði. „Josefine útfærir hugmyndir Susanne svo þær ganga upp. Þær eru frábært teymi,“ segir Søren sposkur. „Það starfa annars átta manns á stofunni sem öll hafa brennandi áhuga á sjálfbærni og umhverfisvernd. Við styttum okkur aldrei leið í okkar vinnu og veljum samstarfsaðila í framleiðslunni vandlega. Við heimsækjum alltaf framleiðslusvæðið og skoðum aðstæður starfsmanna, hráefnið og framleiðsluaðferðirnar. Þau búa yfir þekkingunni og hráefninu og við aðlögum okkur að því. Stundum klárast hráefnið og þá þurfum við að gera hlé eða mögulega þróa eitthvað nýtt. Nýjasti samstarfsaðili okkar er glerblásari í Póllandi sem endurvinnur glerkrukkur og flöskur og býr til nýja hluti. Þau eru með mjög flotta starfsemi og við ætlum okkur stóra hluti með þeim. Þetta er alltaf samvinna og við lítum á samstarfsfólk okkar sem vini. Það er ekki sjálfgefið í viðskiptasambandi,“ segir Søren og telur ekki mörg fyrirtæki í heiminum geta státað af fullkominni sjálfbærni í sinni framleiðslu eins og Lübech Living. „Það vinna auðvitað margir í átt að sjálfbærni og mörg fyrirtæki eru með eina eða tvær sjálfbærar vörulínur í bland við annað. Við í Lübech Living erum brautryðjendur, sem getur vissulega verið erfitt á köflum en við ætlum okkur aldrei út af sporinu. Þetta er framtíðin. Unga kynslóðin er vel meðvituð um umhverfissjónarmið og setur pressu sem neytendur á framleiðendur. Þannig mjakast hlutirnir í rétta átt sem er gott. Við viljum ekki eigna okkur þetta ein,“ segir Søren. Nánar um Lübech Living hér. Vörurnar fást í Vogue fyrir heimilið. Hús og heimili Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Sjá meira
Hjónin Søren og Susanne Lübech stofnuðu fyrirtæki um sjálfbæra hönnun og framleiðslu á heimilisvörum. „Þau höfðu bara enga sögu,“ segir Søren. „Nokkrum árum fyrr hafði ég kynnst náunga frá Tælandi, Vance Kitira, sem vakti áhuga minn á að nota náttúruafurðir og hrein hráefni. Ég endurvakti kynnin við Vance þegar ég gafst upp á þvælast milli vörusýninga þar sem lítið var annað að sjá en fjöldaframleidda hluti og við hófum samstarf við sjálfbærniverkefni í Sri Lanka. Verkefnið sneri að atvinnusköpun kvenna og framleiðslu úr endurunnum pappír og það var upphafið að Oohh vörulínunni okkar,“ útskýrir Søren, en Oohh fæst í Vogue fyrir heimilið. Oohh vörulínan samanstendur meðal annars af blómapottum, körfum og vösum úr endurunnum pappír sem gerður er vatnsheldur með náttúrlegu latexi og keramikvörum sem brenndar eru með sólarorku. Þá bættust kertastjakar við línuna sem unnir eru úr endurunnu járni af handverksmönnum í Serbíu og fleira er í pípunum. Hönnun línunnar er látlaus en afar falleg og hugmyndafræðin á bak við vörurnar féll vel í kramið í Evrópu og Skandinavíu, svo vel að fyrstu viðbrögð fólks mótuðu nafnið á línuna. „Fólk var mjög hrifið. Við heyrðum þetta aftur og aftur „oohh!“ og nú er það markmið okkar að fá þessi viðbrögð alltaf þegar við kynnum nýja vöru í línunni,“ segir Søren. Hugmyndasmiðurinn á bak við vörurnar er Susanne, eiginkona Søren. Hún er markaðsfræðingur og sjálfmenntaður hönnuður sem fær „klikkaðar hugmyndir“ að sögn Søren en iðnhönnuður starfar við hlið hennar og sér um tæknileg atriði. „Josefine útfærir hugmyndir Susanne svo þær ganga upp. Þær eru frábært teymi,“ segir Søren sposkur. „Það starfa annars átta manns á stofunni sem öll hafa brennandi áhuga á sjálfbærni og umhverfisvernd. Við styttum okkur aldrei leið í okkar vinnu og veljum samstarfsaðila í framleiðslunni vandlega. Við heimsækjum alltaf framleiðslusvæðið og skoðum aðstæður starfsmanna, hráefnið og framleiðsluaðferðirnar. Þau búa yfir þekkingunni og hráefninu og við aðlögum okkur að því. Stundum klárast hráefnið og þá þurfum við að gera hlé eða mögulega þróa eitthvað nýtt. Nýjasti samstarfsaðili okkar er glerblásari í Póllandi sem endurvinnur glerkrukkur og flöskur og býr til nýja hluti. Þau eru með mjög flotta starfsemi og við ætlum okkur stóra hluti með þeim. Þetta er alltaf samvinna og við lítum á samstarfsfólk okkar sem vini. Það er ekki sjálfgefið í viðskiptasambandi,“ segir Søren og telur ekki mörg fyrirtæki í heiminum geta státað af fullkominni sjálfbærni í sinni framleiðslu eins og Lübech Living. „Það vinna auðvitað margir í átt að sjálfbærni og mörg fyrirtæki eru með eina eða tvær sjálfbærar vörulínur í bland við annað. Við í Lübech Living erum brautryðjendur, sem getur vissulega verið erfitt á köflum en við ætlum okkur aldrei út af sporinu. Þetta er framtíðin. Unga kynslóðin er vel meðvituð um umhverfissjónarmið og setur pressu sem neytendur á framleiðendur. Þannig mjakast hlutirnir í rétta átt sem er gott. Við viljum ekki eigna okkur þetta ein,“ segir Søren. Nánar um Lübech Living hér. Vörurnar fást í Vogue fyrir heimilið.
Hús og heimili Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Sjá meira