Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 22:37 Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina í Sacramento í gær. AP/Jose Carlos Fajardo Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. Hinn 26 ára gamli Dandre Martin var handtekinn af lögreglunni í Sacramento í Kaliforníu í dag. Martin hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og ólöglega vopnavörslu. Talið er að nokkrir hafi tekið þátt í skotárásinni, þar sem fjölda skota var hleypt af á svæði sem var fullt af fólki nærri þinghúsi Kaliforníu. Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Lögregla segir að öll fórnarlambanna hafi látist á vettvangi og að fjöldi árásarmanna hafi tekið þátt í skothríðinni sem hófst um klukkan tvö á aðfaranótt sunnudags, að staðartíma. Þar að auki særðust tólf í árásinni og voru þau öll færð á spítala til að gangast undir læknishendur. Sjö þeirra voru útskrifuð af spítalanum í dag. Lögreglan hefur framkvæmt fjölda húsleita í borginni í dag og lagt var hald á minnst eina skammbyssu, sem lögregla segir að hafi verið stolið. Af myndböndum, sem birst hafa á samfélagsmiðlum undanfarna tvo daga, að dæma höfðu brotist út fjölmenn slagsmál á árásarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags áður en skothvellir heyrðust. Á svæðinu má finna fjöldann allan af veitingastöðum og skemmtistöðum. Óljóst er enn hvort skotbardaginn hafi brotist út í kjölfar slagsmálanna og hvort hann tengist þeim eitthvað. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Dandre Martin var handtekinn af lögreglunni í Sacramento í Kaliforníu í dag. Martin hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og ólöglega vopnavörslu. Talið er að nokkrir hafi tekið þátt í skotárásinni, þar sem fjölda skota var hleypt af á svæði sem var fullt af fólki nærri þinghúsi Kaliforníu. Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Lögregla segir að öll fórnarlambanna hafi látist á vettvangi og að fjöldi árásarmanna hafi tekið þátt í skothríðinni sem hófst um klukkan tvö á aðfaranótt sunnudags, að staðartíma. Þar að auki særðust tólf í árásinni og voru þau öll færð á spítala til að gangast undir læknishendur. Sjö þeirra voru útskrifuð af spítalanum í dag. Lögreglan hefur framkvæmt fjölda húsleita í borginni í dag og lagt var hald á minnst eina skammbyssu, sem lögregla segir að hafi verið stolið. Af myndböndum, sem birst hafa á samfélagsmiðlum undanfarna tvo daga, að dæma höfðu brotist út fjölmenn slagsmál á árásarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags áður en skothvellir heyrðust. Á svæðinu má finna fjöldann allan af veitingastöðum og skemmtistöðum. Óljóst er enn hvort skotbardaginn hafi brotist út í kjölfar slagsmálanna og hvort hann tengist þeim eitthvað.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira