Ögrar staðalmyndum um kynþokka með einstöku fatavali á meðgöngunni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. apríl 2022 07:00 Tónlistarkonan Rihanna fer ótroðnar slóðir í fatavali sínu á meðgöngunni. Tónlistarkonan og töffarinn Rihanna lætur óléttukúluna ekki stoppa sig þegar kemur að djörfu og glæsilegu fatavali á meðgöngunni. Rihanna gengur með sitt fyrsta barn og segist hún um leið reyna að ögra staðalmyndum um kynþokka. Í janúar tilkynnti tónlistarkonan að hún ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky. Síðan þá hefur hún verið óhrædd við að skarta óléttukúlunni hvert sem hún fer og hafa fatasamsetningar hennar verið hver annarri glæsilegri. „Þegar konur verða óléttar lætur samfélagið þeim líða eins og þær þurfi að fela sig og sinn kynþokka því þær séu ekki kynþokkafullar lengur. Við megum ekki trúa þeirri þvælu,“ sagði tónlistarkonan í viðtali við tímaritið ELLE. Sjá einnig: Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni Hún segist vera óhræddari við að prófa nýja hluti í fatavali nú en áður en hún varð ólétt. Því efnisminni, þynnri, götóttari (e. cut-outs) sem flíkurnar séu, því betra. Oft áskorun að klæða sig á þriðja hluta meðgöngunnar „Mér líður mjög fallegri en sú tilfinning kemur að innan. Þú veist að allar þessar breytingar sem líkaminn þinn er að ganga í gegnum eru vegna þess að þú ert að búa til manneskju,“ en hún tekur fram að hún sjái sérstaklega breytingar á andlitslagi sínu og nefi. „Það er þessi óléttuljómi en svo koma líka dagar, sérstaklega á þriðja hluta meðgöngunnar, þar sem þú vaknar og hugsar „oh þarf ég að klæða mig“. Förðunarvörur hjálpa mér vissulega að líða eins og eðlilegri manneskju,“ segir tónlistarkonan sem leggur sérstaka áherslu á rakakrem og skyggingarvörur nú á meðgöngunni. Hér að neðan má finna myndir af einstökum stíl Rihönnu á meðgöngunni. Rihanna talar um að „strappy“ föt séu í sérstöku uppáhaldi á meðgöngunni. Hér má einmitt sjá hana í slíkum flíkum á Fenty viðburði í Los Angeles í febrúar.Getty/Mike Coppola Hér má sjá Rihönnu ásamt verðandi barnsföður sínum, tónlistarmanninum A$AP Rocky, á tískuvikunni á Ítalíu í febrúar.Getty/Victor Boyko Þunnar og efnislitlar flíkur eru í sérstöku uppáhaldi hjá tónlistarkonunni glæsilegu. Hér má sjá hana á tískuvikunni í París í mars.Getty/Edward Berthelot Rihanna og A$AP Rocky voru sérstaklega töff á Off-White sýningunni á tískuvikunni í París.Getty/Pascal Le Segretain Rihanna hefur verið óhrædd við að sýna bera bumbuna á meðgöngunni, enda segir hún það bull og þvælu að óléttar konur eigi að fela kynþokka sinn. Hér má sjá hana á Fenty viðburði í Los Angeles í síðasta mánuði.Getty/Kevin Mazur Rihanna hefur verið sannkallaður tískumógúll síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Því er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með stíl hennar á meðgöngunni.Getty/Arnold Jerocki View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people) Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Í janúar tilkynnti tónlistarkonan að hún ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky. Síðan þá hefur hún verið óhrædd við að skarta óléttukúlunni hvert sem hún fer og hafa fatasamsetningar hennar verið hver annarri glæsilegri. „Þegar konur verða óléttar lætur samfélagið þeim líða eins og þær þurfi að fela sig og sinn kynþokka því þær séu ekki kynþokkafullar lengur. Við megum ekki trúa þeirri þvælu,“ sagði tónlistarkonan í viðtali við tímaritið ELLE. Sjá einnig: Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni Hún segist vera óhræddari við að prófa nýja hluti í fatavali nú en áður en hún varð ólétt. Því efnisminni, þynnri, götóttari (e. cut-outs) sem flíkurnar séu, því betra. Oft áskorun að klæða sig á þriðja hluta meðgöngunnar „Mér líður mjög fallegri en sú tilfinning kemur að innan. Þú veist að allar þessar breytingar sem líkaminn þinn er að ganga í gegnum eru vegna þess að þú ert að búa til manneskju,“ en hún tekur fram að hún sjái sérstaklega breytingar á andlitslagi sínu og nefi. „Það er þessi óléttuljómi en svo koma líka dagar, sérstaklega á þriðja hluta meðgöngunnar, þar sem þú vaknar og hugsar „oh þarf ég að klæða mig“. Förðunarvörur hjálpa mér vissulega að líða eins og eðlilegri manneskju,“ segir tónlistarkonan sem leggur sérstaka áherslu á rakakrem og skyggingarvörur nú á meðgöngunni. Hér að neðan má finna myndir af einstökum stíl Rihönnu á meðgöngunni. Rihanna talar um að „strappy“ föt séu í sérstöku uppáhaldi á meðgöngunni. Hér má einmitt sjá hana í slíkum flíkum á Fenty viðburði í Los Angeles í febrúar.Getty/Mike Coppola Hér má sjá Rihönnu ásamt verðandi barnsföður sínum, tónlistarmanninum A$AP Rocky, á tískuvikunni á Ítalíu í febrúar.Getty/Victor Boyko Þunnar og efnislitlar flíkur eru í sérstöku uppáhaldi hjá tónlistarkonunni glæsilegu. Hér má sjá hana á tískuvikunni í París í mars.Getty/Edward Berthelot Rihanna og A$AP Rocky voru sérstaklega töff á Off-White sýningunni á tískuvikunni í París.Getty/Pascal Le Segretain Rihanna hefur verið óhrædd við að sýna bera bumbuna á meðgöngunni, enda segir hún það bull og þvælu að óléttar konur eigi að fela kynþokka sinn. Hér má sjá hana á Fenty viðburði í Los Angeles í síðasta mánuði.Getty/Kevin Mazur Rihanna hefur verið sannkallaður tískumógúll síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Því er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með stíl hennar á meðgöngunni.Getty/Arnold Jerocki View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people)
Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira