Aðstoðarmaður Mourinhos kærður vegna kverkataks í göngunum Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 14:30 Bodo Glimt vs AS Roma epa09876681 Roma's coach Jose Mourinho (L), Roma's Nicola Zalewski (C) and Bodo Glimt's coach Kjetil Knutsen (R) during the UEFA Conference League quarter final, first leg soccer match between Bodo Glimt and AS Roma at Aspmyra stadium in Bodo, norway, 07 April 2022. EPA-EFE/Mats Torbergsen NORWAY OUT Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Bodö/Glimt hafa nú ákveðið að kæra Nuno Santos, markmannsþjálfara Roma, vegna árásar á Kjetil Knutsen, þjálfara norska liðsins, eftir 2-1 tap Roma í Noregi í gærkvöld. Atvikið náðist á myndband. Liðin áttust við í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær og mætast aftur í Róm í næstu viku. Þau áttust einnig við í riðlakeppni keppninnar, þar sem Bodö/Glimt vann ótrúlegan 6-1 sigur áður en liðin gerðu svo 2-2 jafntefli í Róm. Spennan á milli liðanna virðist hafa aukist með hverjum leiknum og upp úr sauð þegar liðin höfðu gengið af velli í Noregi í gærkvöld. Knutsen segir Santos, einn af aðstoðarmönnum José Mourinho þjálfara Roma, hafa tekið sig kverkataki. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er til myndband af atvikinu sem óskað hefur verið eftir að UEFA geri opinbert. Knutsen sagði við fjölmiðla eftir leik í gærkvöld að Santos hefði raunar ítrekað hagað sér illa á meðan á leiknum stóð, og að yfir þessu hefði hann kvartað við fjórða dómara leiksins. „Þetta náði hápunkti með líkamlegri árás á mig í leikmannagöngunum,“ sagði Knutsen við VG í dag. „Vanalega er ég þannig gerður að vilja víkja mér undan. Að þessu sinni varð ég fyrir líkamlegri árás. Hann greip um hálsinn á mér og skellti mér utan í vegginn. Það var bara eðlilegt að ég reyndi að verja mig,“ sagði Knutsen en útskýrði ekki nánar hvernig hann hefði varið sig. Lorenzo Pellegrini, fyrirliði Roma, sagði aftur á móti eftir leik að það hefði verið Knutsen sem réðist á Santos. Lögreglan í Bodö segir ljóst að hún muni þurfa aðstoð vegna málsins, varðandi yfirheyrslur og sönnunargögn, þar sem að Santos sé portúgalskur ríkisborgari sem sé búsettur á Ítalíu. Norski boltinn Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Liðin áttust við í 8-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær og mætast aftur í Róm í næstu viku. Þau áttust einnig við í riðlakeppni keppninnar, þar sem Bodö/Glimt vann ótrúlegan 6-1 sigur áður en liðin gerðu svo 2-2 jafntefli í Róm. Spennan á milli liðanna virðist hafa aukist með hverjum leiknum og upp úr sauð þegar liðin höfðu gengið af velli í Noregi í gærkvöld. Knutsen segir Santos, einn af aðstoðarmönnum José Mourinho þjálfara Roma, hafa tekið sig kverkataki. Samkvæmt norskum fjölmiðlum er til myndband af atvikinu sem óskað hefur verið eftir að UEFA geri opinbert. Knutsen sagði við fjölmiðla eftir leik í gærkvöld að Santos hefði raunar ítrekað hagað sér illa á meðan á leiknum stóð, og að yfir þessu hefði hann kvartað við fjórða dómara leiksins. „Þetta náði hápunkti með líkamlegri árás á mig í leikmannagöngunum,“ sagði Knutsen við VG í dag. „Vanalega er ég þannig gerður að vilja víkja mér undan. Að þessu sinni varð ég fyrir líkamlegri árás. Hann greip um hálsinn á mér og skellti mér utan í vegginn. Það var bara eðlilegt að ég reyndi að verja mig,“ sagði Knutsen en útskýrði ekki nánar hvernig hann hefði varið sig. Lorenzo Pellegrini, fyrirliði Roma, sagði aftur á móti eftir leik að það hefði verið Knutsen sem réðist á Santos. Lögreglan í Bodö segir ljóst að hún muni þurfa aðstoð vegna málsins, varðandi yfirheyrslur og sönnunargögn, þar sem að Santos sé portúgalskur ríkisborgari sem sé búsettur á Ítalíu.
Norski boltinn Sambandsdeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira