Kallar forsætisráðherra Póllands „öfga-hægri gyðingahatara“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. apríl 2022 23:30 Macron fór ekki mjúkum höndum um Morawiecki í viðtali á dögunum. Jean Catuffe/Getty Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sé „öfga-hægri gyðingahatari sem bannar hinsegin fólk.“ Þessar ásakanir setti forsetinn fram eftir að Morawiecki gagnrýndi ítrekuð samtöl Macrons við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Macron er sá leiðtogi í Evrópu sem hefur verið í mestum samskiptum við Pútín eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Hann segir það mikilvægan lið í því að binda enda á átökin. „Hversu oft hefurðu rætt við Pútín og hverju hefur það skilað,“ spurði Morawiecki á mánudaginn síðastliðinn og bar viðræðurnar saman við tilraunir til þess að semja við Adolf Hitler. Ætlar ekki að hætta að ræða við Pútín Macron hefur nú svarað fyrir sig í blaðaviðtali í Frakklandi og segir það skyldu sína að ræða við Pútín. Hann muni ekki hætta því, þar sem samtal við Pútín sé leið inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínu. „Með því að tala við hann og við Selenskí Úkraínuforseta getum við hjálpað við viðræðurnar. Á einhverjum tímapunkti verður vopnahlé. Það verður þó ekki án ábyrgðarmanna og Frakkland vill gangast í þá ábyrgð,“ sagði Macron. Hvað varðar ummæli Macron um Morawiecki sjálfan liggur ekki fyrir hvers vegna hann kallaði hann gyðingahatara. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafa pólsk stjórnvöld sætt gagnrýni fyrir lagasetningu sem torveldar Gyðingum að endurheimta eigur sem glötuðust í Helförinni, auk þess sem ólöglegt er í Póllandi að tengja pólsku þjóðina við glæpi Nasista. Um það að Morawiecki „banni hinsegin fólk“ vísar Macron væntanlega meðal annars til þess að þar er ólöglegt að bera út „áróður fyrir samkynhneigð,“ þess að einstökum borgum og héröðum er heimilt að lýsa sig svæði án samkynhneigðar og þess að samkynja hjónabönd eru ólögleg í Póllandi. Piotr Müller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, segir að Macron hafi gengið of lang með orðavali sínu um forsætisráðherrann. Morawiecki hefur líkt viðræðum Macrons og Pútíns við tilraunir til að semja við Adolf Hitler.Mateusz Wlodarczyk/NurPhoto via Getty Styttist í kosningar Macron sakaði Morawiecki einnig um að ganga erinda Marine Le Pen, sem er helsti keppinautur hans í komandi forsetakosningum í Frakklandi. Samkvæmt könnunum saxar Le Pen nú á forskot Macron í skoðanakönnunum, sem hingað til hefur mælst efstur. Árangur hans í könnunum má meðal annars rekja til viðleitni hans til að stilla til friðar milli Rússa og Úkraínu með samtölum sínum við leiðtoga beggja þjóða, en áhrif þeirrar viðleitni virðast nú fara dvínandi. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fara fram næstkomandi sunnudag, 10. apríl. Seinni umferðin, þar sem val kjósenda stendur á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni, fer fram 24. apríl. Talið er næsta víst að þá verði nöfnin Macron og Le Pen á kjörseðlinum. Frakkland Pólland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Macron er sá leiðtogi í Evrópu sem hefur verið í mestum samskiptum við Pútín eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Hann segir það mikilvægan lið í því að binda enda á átökin. „Hversu oft hefurðu rætt við Pútín og hverju hefur það skilað,“ spurði Morawiecki á mánudaginn síðastliðinn og bar viðræðurnar saman við tilraunir til þess að semja við Adolf Hitler. Ætlar ekki að hætta að ræða við Pútín Macron hefur nú svarað fyrir sig í blaðaviðtali í Frakklandi og segir það skyldu sína að ræða við Pútín. Hann muni ekki hætta því, þar sem samtal við Pútín sé leið inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínu. „Með því að tala við hann og við Selenskí Úkraínuforseta getum við hjálpað við viðræðurnar. Á einhverjum tímapunkti verður vopnahlé. Það verður þó ekki án ábyrgðarmanna og Frakkland vill gangast í þá ábyrgð,“ sagði Macron. Hvað varðar ummæli Macron um Morawiecki sjálfan liggur ekki fyrir hvers vegna hann kallaði hann gyðingahatara. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafa pólsk stjórnvöld sætt gagnrýni fyrir lagasetningu sem torveldar Gyðingum að endurheimta eigur sem glötuðust í Helförinni, auk þess sem ólöglegt er í Póllandi að tengja pólsku þjóðina við glæpi Nasista. Um það að Morawiecki „banni hinsegin fólk“ vísar Macron væntanlega meðal annars til þess að þar er ólöglegt að bera út „áróður fyrir samkynhneigð,“ þess að einstökum borgum og héröðum er heimilt að lýsa sig svæði án samkynhneigðar og þess að samkynja hjónabönd eru ólögleg í Póllandi. Piotr Müller, talsmaður pólsku ríkisstjórnarinnar, segir að Macron hafi gengið of lang með orðavali sínu um forsætisráðherrann. Morawiecki hefur líkt viðræðum Macrons og Pútíns við tilraunir til að semja við Adolf Hitler.Mateusz Wlodarczyk/NurPhoto via Getty Styttist í kosningar Macron sakaði Morawiecki einnig um að ganga erinda Marine Le Pen, sem er helsti keppinautur hans í komandi forsetakosningum í Frakklandi. Samkvæmt könnunum saxar Le Pen nú á forskot Macron í skoðanakönnunum, sem hingað til hefur mælst efstur. Árangur hans í könnunum má meðal annars rekja til viðleitni hans til að stilla til friðar milli Rússa og Úkraínu með samtölum sínum við leiðtoga beggja þjóða, en áhrif þeirrar viðleitni virðast nú fara dvínandi. Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi fara fram næstkomandi sunnudag, 10. apríl. Seinni umferðin, þar sem val kjósenda stendur á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni, fer fram 24. apríl. Talið er næsta víst að þá verði nöfnin Macron og Le Pen á kjörseðlinum.
Frakkland Pólland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira