Frakkar færast nær því að velja sér forseta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 11:43 Hér má sjá kosningaáróður fyrir Le Pen og Macron, en talið er næsta öruggt að þau muni berjast um forsetastólinn í seinni umferð kosninganna eftir tvær vikur. Chesnot/Getty Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. Fylgi Macrons forseta hefur dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virðist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Frambjóðendur eru tólf talsins. Í seinni umferðinni stendur val kjósenda, sem telja á kjörskrá 49 milljónir, á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni. Seinni umferðin fer þó aðeins fram ef enginn frambjóðandi hlýtur einfaldan meirihluta í þeim fyrri, en skoðanakannanir benda eindregið til þess að úrslitin ráðist ekki fyrr en í seinni umferðinni. Kosningabarátta forsetans hefur verið afar stutt. Hann hélt fyrsta framboðsfund sinn fyrir átta dögum, en hann hefur einblínt á erindrekstur í tengslum við stríðið í Úkraínu. Hann hefur meðal annars átt fjölda samtala við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í því skyni að reyna að binda enda á átökin. Sú viðleitni forsetans skilaði honum tímabundinni fylgisaukningu í könnunum. Sú aukning er þó tekin að ganga til baka og Le Pen saxar á. Forsetakosningarnar 2017 fóru í seinni umferð, en þá voru það einmitt Macron og Le Pen sem kjósendur völdu á milli. Þá fór það svo að Macron vann nokkuð örugglega og fékk rúm 66 prósent atkvæða í seinni umferðinni. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Mýkri tónn í Le Pen Le Pen hefur breytt orðræðu sinni nokkuð frá forsetakosningunum 2017. Nú hefur hún dregið úr þjóðernishyggjublæ sem merkja mátti í orðræðu hennar og einbeitt sér meira að kjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Það ætlar hún meðal annars að gera með því að afnema tekjuskatt á fólk undir þrítugu. Hún er þó enn fylgjandi því að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamál, banna andlitsslæður (hijab) á almannafæri og vill ná fram róttækum breytingum á Evrópusambandinu. Þá hefur hún reynt að gera lítið úr tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Árið 2017 fór hún í heimsókn til hans og hefur talað vel um hann í gegnum tíðina. Flokkur hennar hefur þá fengið lán frá rússneskum stjórnvöldum sem ekki hefur verið greitt upp að fullu. Kjósendur virðast óánægðir með fjárútlát ríkisstjórnar Macrons, en nýlega kom í ljós að aukning hefði orðið í greiðslum á skattpeningum til ráðgjafafyrirtækja á borð við bandaríska fyrirtækið McKinsey. Það er ljóst að efnahagsmál koma til með að skipta sköpum í kosningunum. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé á niðurleið hefur verðbólga gert vart við sig og kaupmáttur fólks því dvínað, en frambjóðendur hafa að stórum hluta einbeitt sér að kosningaloforðum sem snúa að því að vænka fjárhag hins almenna kjósanda. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Fylgi Macrons forseta hefur dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virðist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Frambjóðendur eru tólf talsins. Í seinni umferðinni stendur val kjósenda, sem telja á kjörskrá 49 milljónir, á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni. Seinni umferðin fer þó aðeins fram ef enginn frambjóðandi hlýtur einfaldan meirihluta í þeim fyrri, en skoðanakannanir benda eindregið til þess að úrslitin ráðist ekki fyrr en í seinni umferðinni. Kosningabarátta forsetans hefur verið afar stutt. Hann hélt fyrsta framboðsfund sinn fyrir átta dögum, en hann hefur einblínt á erindrekstur í tengslum við stríðið í Úkraínu. Hann hefur meðal annars átt fjölda samtala við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í því skyni að reyna að binda enda á átökin. Sú viðleitni forsetans skilaði honum tímabundinni fylgisaukningu í könnunum. Sú aukning er þó tekin að ganga til baka og Le Pen saxar á. Forsetakosningarnar 2017 fóru í seinni umferð, en þá voru það einmitt Macron og Le Pen sem kjósendur völdu á milli. Þá fór það svo að Macron vann nokkuð örugglega og fékk rúm 66 prósent atkvæða í seinni umferðinni. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Mýkri tónn í Le Pen Le Pen hefur breytt orðræðu sinni nokkuð frá forsetakosningunum 2017. Nú hefur hún dregið úr þjóðernishyggjublæ sem merkja mátti í orðræðu hennar og einbeitt sér meira að kjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Það ætlar hún meðal annars að gera með því að afnema tekjuskatt á fólk undir þrítugu. Hún er þó enn fylgjandi því að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamál, banna andlitsslæður (hijab) á almannafæri og vill ná fram róttækum breytingum á Evrópusambandinu. Þá hefur hún reynt að gera lítið úr tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Árið 2017 fór hún í heimsókn til hans og hefur talað vel um hann í gegnum tíðina. Flokkur hennar hefur þá fengið lán frá rússneskum stjórnvöldum sem ekki hefur verið greitt upp að fullu. Kjósendur virðast óánægðir með fjárútlát ríkisstjórnar Macrons, en nýlega kom í ljós að aukning hefði orðið í greiðslum á skattpeningum til ráðgjafafyrirtækja á borð við bandaríska fyrirtækið McKinsey. Það er ljóst að efnahagsmál koma til með að skipta sköpum í kosningunum. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé á niðurleið hefur verðbólga gert vart við sig og kaupmáttur fólks því dvínað, en frambjóðendur hafa að stórum hluta einbeitt sér að kosningaloforðum sem snúa að því að vænka fjárhag hins almenna kjósanda.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira