Útilokar ekki nýja herstöð á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. apríl 2022 12:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Starfandi utanríkisráðherra útilokar ekki að nýrri herstöð verði komið á fót hér á landi, þó engin áform séu um það á þesssum tímapunkti. Bandarískir landgönguliðar taka lendingaræfingar í Hvalfirði í dag í tengslum við varnaræfinguna Norður-Víking og hernaðarandstæðingar boðuðu til kræklingatínslu á sama tíma. Um sjö hundruð manns taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hófst 2. apríl og stendur til fimmtudags. Um er að ræða æfingu sem grundvallast á ákvæðum varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna sem hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982. Í morgun fór fram lendingaræfing bandarískra landgönguliða í Hvalfirði og fóru bæði ráðherra og þingmenn þangað í morgun til að fylgjast með henni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var þar stödd sem starfandi utanríkisráðherra á meðan Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er í Lúxemborg á fundum. Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales kom til landsins á dögunum til að taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi.vísir/Vilhelm Áslaug Arna segir æfinguna þýðingarmikla fyrir Ísland og bandalagsríki. „Við treystum á þessi lönd og þessi bandalagsríki okkar til þess að tryggja öryggi okkar og það skiptir miklu máli að við leggjum okkar að mörkum og það gerum við hér í dag, bæði með Landhelgisgæslunni og með því að leyfa þeim að vera hér í þessum aðstæðum að æfa sig.“ Samvinnan sé sérstaklega mikilvæga á umrótatímum. Nú hefur herstöð á Íslandi verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Er það eitthvað sem kemur til greina - að opna hér herstöð að nýju? „Við þurfum alltaf að tryggja öryggi okkar með sem bestum hætti. Og það gerum við með þessum ríkjum. Bandalagsríkjum okkar. Þannig það er ekkert útilokað í því.“ Hefur einhver umræða um það farið fram? „Ekki svo ég viti, nei.“ Samtök hernaðaranstæðinga boðuðu til kræklingatýnslu í Hvalfirðinum í dag. Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, var staddur við vegalokun við Ferstiklu þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en einhverjir úr samtökunum höfðu þá þegar komist inn á svæðið „En svo var fólk rekið í burtu og það var búið að loka þegar ég kom á staðinn.“ Hann segir samtökin einfaldlega ekki hrifin af því að nota Ísland undir hernaðarbrölt. „Einhverjar æfingar Bandaríkjahers sem hefur nú ýmislegt á samviskunni og sérstaklega þegar það verið að þvæla þessu saman við Landhelgisgæsluna og þessar borgaralegu varnir Íslands í náttúruhamförum,“ segir Guttormur. Uppfært: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill koma því á framfæri að engin áform séu um nýja herstöð her á landi. Umræða um það hafi ekki farið fram, líkt og fram komi í fréttinni. Hernaður Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalfjarðarsveit Utanríkismál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Um sjö hundruð manns taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hófst 2. apríl og stendur til fimmtudags. Um er að ræða æfingu sem grundvallast á ákvæðum varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna sem hefur verið haldin reglulega frá árinu 1982. Í morgun fór fram lendingaræfing bandarískra landgönguliða í Hvalfirði og fóru bæði ráðherra og þingmenn þangað í morgun til að fylgjast með henni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var þar stödd sem starfandi utanríkisráðherra á meðan Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er í Lúxemborg á fundum. Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales kom til landsins á dögunum til að taka þátt í varnaræfingunni Norður-Víkingi.vísir/Vilhelm Áslaug Arna segir æfinguna þýðingarmikla fyrir Ísland og bandalagsríki. „Við treystum á þessi lönd og þessi bandalagsríki okkar til þess að tryggja öryggi okkar og það skiptir miklu máli að við leggjum okkar að mörkum og það gerum við hér í dag, bæði með Landhelgisgæslunni og með því að leyfa þeim að vera hér í þessum aðstæðum að æfa sig.“ Samvinnan sé sérstaklega mikilvæga á umrótatímum. Nú hefur herstöð á Íslandi verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Er það eitthvað sem kemur til greina - að opna hér herstöð að nýju? „Við þurfum alltaf að tryggja öryggi okkar með sem bestum hætti. Og það gerum við með þessum ríkjum. Bandalagsríkjum okkar. Þannig það er ekkert útilokað í því.“ Hefur einhver umræða um það farið fram? „Ekki svo ég viti, nei.“ Samtök hernaðaranstæðinga boðuðu til kræklingatýnslu í Hvalfirðinum í dag. Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, var staddur við vegalokun við Ferstiklu þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun en einhverjir úr samtökunum höfðu þá þegar komist inn á svæðið „En svo var fólk rekið í burtu og það var búið að loka þegar ég kom á staðinn.“ Hann segir samtökin einfaldlega ekki hrifin af því að nota Ísland undir hernaðarbrölt. „Einhverjar æfingar Bandaríkjahers sem hefur nú ýmislegt á samviskunni og sérstaklega þegar það verið að þvæla þessu saman við Landhelgisgæsluna og þessar borgaralegu varnir Íslands í náttúruhamförum,“ segir Guttormur. Uppfært: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill koma því á framfæri að engin áform séu um nýja herstöð her á landi. Umræða um það hafi ekki farið fram, líkt og fram komi í fréttinni.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalfjarðarsveit Utanríkismál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira