Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2022 15:50 Fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út vegna árásarinnar. AP Photo/John Minchillo Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. Samkvæmt nýjustu upplýsingum telja rannsóknaraðilar að árásarmaðurinn hafi sprengt reyksprengju inni í lestinni áður en skothríðin hófst. Sjúkraflutningamenn tilbúnir til að taka á móti mögulegum fórnarlömbum árásarinnar.AP Photo/John Minchillo Eins og áður sagði hæfði maðurinn minnst fimm og minnst ellefu slösuðust í ringulreiðinni sem myndaðist í árásinni. Myndband af vettvangi sýnir mannmergðina hlaupa út úr lestarvagninum, aðra haltra og greinilegur reykur sést á myndskeiðinu. Heyra má einhvern öskra að hringja þurfi í 911, neyðarlínuna. Myndir á vettvangi sýna fólk hlúa að öðrum sem særðust í árásinni á lestarstöðinni og blóðpolla á gólfinu. Brooklyn #Subway Shooting. pic.twitter.com/XeH0DrdD9s— Isaac Abraham (@IsaacAb13111035) April 12, 2022 Fram kemur í frétt AP að samkvæmt upplýsingum frá heimildarmönnum innan lögreglunnar að árásarmaðurinn hafi borið gasgrímu fyrir vitum í árásinni. Svo virðist sem maðurinn hafi sprengt reyksprengju á lestarstöðinni til að valda ringulreið. Þá hefur lögreglan það til rannsóknar hvort sprengju hafi verið komið fyrir á stöðinni en fyrstu fregnir hermdu að ósprengd sprengja hafi fundist á vettvangi. Lögreglan hefur gefið það út á Twitter að engin sprengja hafi fundist við leit lögreglu. Þó hafi nokkrar reyksprengjur fundist að sögn Fabien Levy talsmanns borgarstjórnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. Samkvæmt nýjustu upplýsingum telja rannsóknaraðilar að árásarmaðurinn hafi sprengt reyksprengju inni í lestinni áður en skothríðin hófst. Sjúkraflutningamenn tilbúnir til að taka á móti mögulegum fórnarlömbum árásarinnar.AP Photo/John Minchillo Eins og áður sagði hæfði maðurinn minnst fimm og minnst ellefu slösuðust í ringulreiðinni sem myndaðist í árásinni. Myndband af vettvangi sýnir mannmergðina hlaupa út úr lestarvagninum, aðra haltra og greinilegur reykur sést á myndskeiðinu. Heyra má einhvern öskra að hringja þurfi í 911, neyðarlínuna. Myndir á vettvangi sýna fólk hlúa að öðrum sem særðust í árásinni á lestarstöðinni og blóðpolla á gólfinu. Brooklyn #Subway Shooting. pic.twitter.com/XeH0DrdD9s— Isaac Abraham (@IsaacAb13111035) April 12, 2022 Fram kemur í frétt AP að samkvæmt upplýsingum frá heimildarmönnum innan lögreglunnar að árásarmaðurinn hafi borið gasgrímu fyrir vitum í árásinni. Svo virðist sem maðurinn hafi sprengt reyksprengju á lestarstöðinni til að valda ringulreið. Þá hefur lögreglan það til rannsóknar hvort sprengju hafi verið komið fyrir á stöðinni en fyrstu fregnir hermdu að ósprengd sprengja hafi fundist á vettvangi. Lögreglan hefur gefið það út á Twitter að engin sprengja hafi fundist við leit lögreglu. Þó hafi nokkrar reyksprengjur fundist að sögn Fabien Levy talsmanns borgarstjórnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira