„Hefði viljað fá fleiri mörk“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2022 19:30 Guðmundur Guðmundsson var ekki ánægður með vörnina og færanýtingu Íslands. vísir/bjarni Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefði viljað vinna stærri sigur á Austurríki í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023 í dag. Leikar fóru 30-34 en Ísland náði mest sjö marka forskoti í leiknum. „Ég hefði viljað fá fleiri mörk. Í seinni hálfleik gerðum við okkur seka um að fara illa með dauðafæri og of marga tæknifeila í seinni hálfleik. Sex til átta færi fórum forgörðum og það er dýrt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í Bregenz í Austurríki í dag. „Þá komu þeir í bakið á okkur og fengu tilfinningu að þeir gætu náð í eitthvað meira. En við réttum úr kútnum undir lokin og máttum vel við una að ná í fjögurra marka sigur.“ Ísland komst í 20-27 en Austurríki svaraði með 7-1 kafla og minnkaði muninn í eitt mark. En þá rankaði íslenska liðið við sér og seig aftur fram úr. „Það kom mjög slæmur kafli. Ég tók leikhlé og gerði breytingar en við komumst ekki almennilega út úr því. Ég var ekki ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við á köflum of flatir,“ sagði Guðmundur en skyttur austurríska liðsins voru öflugar í dag. „Þetta er gott lið og maður má ekkert slaka á núna. Við verðum að vera rosalega einbeittir fram að seinni leiknum og í honum að sjálfsögðu.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði allan leikinn í hægra horninu í fjarveru Sigvalda Guðjónssonar og nýtti tækifærið vel. Hann skoraði sjö mörk úr níu skotum og Guðmundur var ánægður með hans framlag. „Hann spilaði mjög vel. Hornamennirnir okkar skoruðu átján mörk sem er mjög gott. Óðinn skilaði sínu, bæði í vörn og sókn, og það var gaman að sjá hann,“ sagði Guðmundur að endingu. Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
„Ég hefði viljað fá fleiri mörk. Í seinni hálfleik gerðum við okkur seka um að fara illa með dauðafæri og of marga tæknifeila í seinni hálfleik. Sex til átta færi fórum forgörðum og það er dýrt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í Bregenz í Austurríki í dag. „Þá komu þeir í bakið á okkur og fengu tilfinningu að þeir gætu náð í eitthvað meira. En við réttum úr kútnum undir lokin og máttum vel við una að ná í fjögurra marka sigur.“ Ísland komst í 20-27 en Austurríki svaraði með 7-1 kafla og minnkaði muninn í eitt mark. En þá rankaði íslenska liðið við sér og seig aftur fram úr. „Það kom mjög slæmur kafli. Ég tók leikhlé og gerði breytingar en við komumst ekki almennilega út úr því. Ég var ekki ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við á köflum of flatir,“ sagði Guðmundur en skyttur austurríska liðsins voru öflugar í dag. „Þetta er gott lið og maður má ekkert slaka á núna. Við verðum að vera rosalega einbeittir fram að seinni leiknum og í honum að sjálfsögðu.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði allan leikinn í hægra horninu í fjarveru Sigvalda Guðjónssonar og nýtti tækifærið vel. Hann skoraði sjö mörk úr níu skotum og Guðmundur var ánægður með hans framlag. „Hann spilaði mjög vel. Hornamennirnir okkar skoruðu átján mörk sem er mjög gott. Óðinn skilaði sínu, bæði í vörn og sókn, og það var gaman að sjá hann,“ sagði Guðmundur að endingu. Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
„Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04