Horfa þurfi á hópuppsögn Eflingar í stærra samhengi Eiður Þór Árnason skrifar 15. apríl 2022 18:32 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir að hópuppsögn starfsmanna Eflingar hafi komið sér á óvart og slíkar aðgerðir séu ávallt áhyggjuefni. Þó beri að horfa á ákvörðunina í samhengi við þau langvarandi átök sem hafi ríkt innan Eflingar. Hátt í tíu starfsmenn á skrifstofu Eflingar eru skráðir í VR og segir Ragnar að félagið hafi lagt áherslu á gæta hagsmuna þeirra og farið sé eftir öllum lögum og reglum. Aðspurður hvort hann telji hópuppsögn vera ráðlagt skref til að ná yfirlýstum markmiðum formanns Eflingar með skipulagsbreytingunum segist Ragnar ekki geta svarað til um það. „Það eina sem ég get sagt í þessu er að það hefur náttúrlega ýmislegt gengið á, það hafa verið gríðarleg átök um félagið og skrifstofuna sem endaði í risastóru uppgjöri í kosningunum sem kláruðust nýverið með sigri Sólveigar og hennar lista. Það var alveg viðbúið að það yrðu einhverjar breytingar í kjölfarið. Ég held að það hljóti allir að sjá að málinu var ekki lokið af þeirra hálfu á þeim tímapunkti. Þá tóku félagsmenn upplýsta ákvörðun um framhaldið.“ Valið að íhlutast ekki í deilum innan Eflingar Ragnar segist ekki vera í neinni aðstöðu til að dæma um það hvaða leið hafi verið best að fara í þessum efnum. Þá litlu innsýn sem hann hafi inn í átökin innan félagsins hafi hann fengið í gegnum fjölmiðla og umræðu á samfélagsmiðlum. „Svo ég hef engar forsendur til að tjá mig um þessar aðferðir eða það sem gengið hefur á.“ Ragnar bætir við að stjórn VR og hann sjálfur hafi kosið að íhlutast ekki í málefnum Eflingar. „Þetta mál eins og það er sett fram núna er náttúrulega alfarið á ábyrgð núverandi meirihluta stjórnar Eflingar og nýkjörins formanns og þau þurfa náttúrulega fyrst og fremst að svara fyrir það og hafa gert það í fjölmiðlum en okkar aðkoma er fyrst og fremst að hlúa að félagsmönnum sem starfa á skrifstofunni.“ Finnst þér þessi hópuppsögn vera áhyggjuefni að einhverju leyti? „Uppsagnir í hvaða formi sem þær eru alltaf áhyggjuefni og eru bara ömurlega fyrir þá sem lenda í því að vera sagt upp störfum, það er í hlutarins eðli. Það er í raun og veru eina svarið sem ég get sagt,“ segir Ragnar. Hann bætir við að ákvörðun meirihluta stjórnar Eflingar hafi vissulega komið sér á óvart, líkt og flestum. „En að sama skapi held ég að fólk verði að skoða þetta samt í stærra samhengi vegna þess að það hefur ýmislegt gengið þarna á og ef ég ætla að fara að hafa einhverja sérstaka skoðun á þessum átökum almennt þá tel ég mig þurfa að hafa mjög sterkar skoðanir á þeim öllum. Ég hef bara kosið að gera það ekki, við erum sjálf með stórt stéttarfélag og mörg verkefni innan okkar raða og við höfum kosið að einbeita okkur bara að okkar félagi og því sem við erum að gera,“ segir Ragnar. Svo þú vilt ekki fordæma þessa hópuppsögn? „Eins og ég sagði, ég vil forðast það að blanda mér inn í þau átök sem eiga sér langan aðdraganda og enda í miklu uppgjöri í kringum síðustu kosningar. Uppsagnir eru alltaf ömurlegar, alveg sama hvernig á það er litið og alltaf versta niðurstaða sem ég get hugsað mér, en þegar öllu er á botninn hvolft þá verður bara að skoða þetta mál allt saman í mun stærra samhengi.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt að ástæðurnar fyrir uppsögnunum séu innleiðing jafnlaunavottunar, nýrra starfslýsinga, hæfniviðmiða og breytinga á launakerfi.Vísir/Egill Vonar að þetta hafi ekki neikvæð áhrif á samningstöðu þeirra í haust Ragnar segir að hann óski þess fyrst og fremst að verkalýðshreyfingin komi standandi út úr þessum átökum og fari sameinuð inn í komandi kjaraviðræður. „Það hlýtur að vera algjört forgangsverkefni hjá okkur sem erum í forystu í verkalýðshreyfingunni að leita allra leiða til að komast sameinuð að borðinu í haust, af því að þetta má undir engum kringumstæðum hafa áhrif á samningsstöðu okkar og möguleika okkar á að ná fram sem bestum og mestum kjarabótum og kerfisbreytingum fyrir almenning í landinu.“ Hann segist ekki geta svarað því hvort þessi hópuppsögn sendi hættuleg skilaboð út í atvinnulífið og geri það að verkum að sumir vinnuveitendur telji sig eiga auðveldara með að réttlæta slíka aðgerð. Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54 Vilhjálmur tekur upp hanskann fyrir Sólveigu Mikil umræða hefur farið fram um hópuppsögn alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar og hefur aðgerðin víða verið harðlega gagnrýnd. Formaður Starfsgreinasambandsins, hefur nú stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og segist treysta því að vel verði staðið að hópuppsögninni. 13. apríl 2022 18:41 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Hátt í tíu starfsmenn á skrifstofu Eflingar eru skráðir í VR og segir Ragnar að félagið hafi lagt áherslu á gæta hagsmuna þeirra og farið sé eftir öllum lögum og reglum. Aðspurður hvort hann telji hópuppsögn vera ráðlagt skref til að ná yfirlýstum markmiðum formanns Eflingar með skipulagsbreytingunum segist Ragnar ekki geta svarað til um það. „Það eina sem ég get sagt í þessu er að það hefur náttúrlega ýmislegt gengið á, það hafa verið gríðarleg átök um félagið og skrifstofuna sem endaði í risastóru uppgjöri í kosningunum sem kláruðust nýverið með sigri Sólveigar og hennar lista. Það var alveg viðbúið að það yrðu einhverjar breytingar í kjölfarið. Ég held að það hljóti allir að sjá að málinu var ekki lokið af þeirra hálfu á þeim tímapunkti. Þá tóku félagsmenn upplýsta ákvörðun um framhaldið.“ Valið að íhlutast ekki í deilum innan Eflingar Ragnar segist ekki vera í neinni aðstöðu til að dæma um það hvaða leið hafi verið best að fara í þessum efnum. Þá litlu innsýn sem hann hafi inn í átökin innan félagsins hafi hann fengið í gegnum fjölmiðla og umræðu á samfélagsmiðlum. „Svo ég hef engar forsendur til að tjá mig um þessar aðferðir eða það sem gengið hefur á.“ Ragnar bætir við að stjórn VR og hann sjálfur hafi kosið að íhlutast ekki í málefnum Eflingar. „Þetta mál eins og það er sett fram núna er náttúrulega alfarið á ábyrgð núverandi meirihluta stjórnar Eflingar og nýkjörins formanns og þau þurfa náttúrulega fyrst og fremst að svara fyrir það og hafa gert það í fjölmiðlum en okkar aðkoma er fyrst og fremst að hlúa að félagsmönnum sem starfa á skrifstofunni.“ Finnst þér þessi hópuppsögn vera áhyggjuefni að einhverju leyti? „Uppsagnir í hvaða formi sem þær eru alltaf áhyggjuefni og eru bara ömurlega fyrir þá sem lenda í því að vera sagt upp störfum, það er í hlutarins eðli. Það er í raun og veru eina svarið sem ég get sagt,“ segir Ragnar. Hann bætir við að ákvörðun meirihluta stjórnar Eflingar hafi vissulega komið sér á óvart, líkt og flestum. „En að sama skapi held ég að fólk verði að skoða þetta samt í stærra samhengi vegna þess að það hefur ýmislegt gengið þarna á og ef ég ætla að fara að hafa einhverja sérstaka skoðun á þessum átökum almennt þá tel ég mig þurfa að hafa mjög sterkar skoðanir á þeim öllum. Ég hef bara kosið að gera það ekki, við erum sjálf með stórt stéttarfélag og mörg verkefni innan okkar raða og við höfum kosið að einbeita okkur bara að okkar félagi og því sem við erum að gera,“ segir Ragnar. Svo þú vilt ekki fordæma þessa hópuppsögn? „Eins og ég sagði, ég vil forðast það að blanda mér inn í þau átök sem eiga sér langan aðdraganda og enda í miklu uppgjöri í kringum síðustu kosningar. Uppsagnir eru alltaf ömurlegar, alveg sama hvernig á það er litið og alltaf versta niðurstaða sem ég get hugsað mér, en þegar öllu er á botninn hvolft þá verður bara að skoða þetta mál allt saman í mun stærra samhengi.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt að ástæðurnar fyrir uppsögnunum séu innleiðing jafnlaunavottunar, nýrra starfslýsinga, hæfniviðmiða og breytinga á launakerfi.Vísir/Egill Vonar að þetta hafi ekki neikvæð áhrif á samningstöðu þeirra í haust Ragnar segir að hann óski þess fyrst og fremst að verkalýðshreyfingin komi standandi út úr þessum átökum og fari sameinuð inn í komandi kjaraviðræður. „Það hlýtur að vera algjört forgangsverkefni hjá okkur sem erum í forystu í verkalýðshreyfingunni að leita allra leiða til að komast sameinuð að borðinu í haust, af því að þetta má undir engum kringumstæðum hafa áhrif á samningsstöðu okkar og möguleika okkar á að ná fram sem bestum og mestum kjarabótum og kerfisbreytingum fyrir almenning í landinu.“ Hann segist ekki geta svarað því hvort þessi hópuppsögn sendi hættuleg skilaboð út í atvinnulífið og geri það að verkum að sumir vinnuveitendur telji sig eiga auðveldara með að réttlæta slíka aðgerð.
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54 Vilhjálmur tekur upp hanskann fyrir Sólveigu Mikil umræða hefur farið fram um hópuppsögn alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar og hefur aðgerðin víða verið harðlega gagnrýnd. Formaður Starfsgreinasambandsins, hefur nú stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og segist treysta því að vel verði staðið að hópuppsögninni. 13. apríl 2022 18:41 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
„Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54
Vilhjálmur tekur upp hanskann fyrir Sólveigu Mikil umræða hefur farið fram um hópuppsögn alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar og hefur aðgerðin víða verið harðlega gagnrýnd. Formaður Starfsgreinasambandsins, hefur nú stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og segist treysta því að vel verði staðið að hópuppsögninni. 13. apríl 2022 18:41
Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36