Fyrirtæki kolefnisjafna sig með gróðursetningu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2022 21:01 Plöntur eru gróðursettar víðs vegar um landið með góðum árangri. Hér eru fallegar aspir á Laugarvatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógræktin hefur varla undan að svara fyrirspurnum frá erlendum og innlendum fyrirtækjum, sem vilja kolefnisjafna sig með því að gróðursetja plöntur víðs vegar um landið. Með því eru fyrirtækin líka að búa sig undir að skila grænu bókhaldi eins og þeim verður skylt að gera eftir nokkur ár. Skógrækt er alltaf að aukast á Íslandi og er mikill áhugi hjá fyrirtækjahópum, félagasamtökum og einstaklingum að fá að gróðursetja enda eru margir hafa samband við starfsmenn Skógræktarinnar til að spyrjast fyrir um þessi mál. „Síðan eru fyrirtæki, erlend fyrirtæki, sem innlend að hafa samband og í sjálfum sér er þetta vegna þess að þau sjá sína sæng útbreidda. Það er búið að taka þá ákvörðun hér og í öðrum löndum að við ætlum að vera kolefnishlutlaus,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri og bætir við. „Fyrirtæki sjá alveg fram á það að í framtíðinni og bara náinni framtíð, það er stutt í þetta, þá verði þeim gert að skila grænu bókhaldi, sem þarf þá að sýna fram á að þau séu kolefnishlutlaus sjálf af því að Ísland verður ekkert kolefnishlutlaust nema að allir á Íslandi séu það.“ Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri, sem er ánægður og stoltur með þá athygli, sem skógrækt á Íslandi fær þegar kolefnisjöfnun er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þröstur segir mjög ánægjulegt að sjá hvað skógrækt á Íslandi er vinsæl í dag. „Já, það er allavega mikill áhugi, við finnum fyrir því. Fólk kemur til okkar, við þurfum eiginlega ekkert að auglýsa. Skógarbændum fjölgar og fleiri og fleiri hafa áhuga og svo er fólk, sem vill leggja okkur lið við að binda kolefni og fjármagna það, það er mikill áhugi á því og þar sjá menn ýmsa möguleika. Sumir vilja græða en flestir vilja bara gera gagn,“ segir Þröstur. Margir myndarlegir skógar eru víðs vegar um landið og þeim á eftir að fjölga með árunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
Skógrækt er alltaf að aukast á Íslandi og er mikill áhugi hjá fyrirtækjahópum, félagasamtökum og einstaklingum að fá að gróðursetja enda eru margir hafa samband við starfsmenn Skógræktarinnar til að spyrjast fyrir um þessi mál. „Síðan eru fyrirtæki, erlend fyrirtæki, sem innlend að hafa samband og í sjálfum sér er þetta vegna þess að þau sjá sína sæng útbreidda. Það er búið að taka þá ákvörðun hér og í öðrum löndum að við ætlum að vera kolefnishlutlaus,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri og bætir við. „Fyrirtæki sjá alveg fram á það að í framtíðinni og bara náinni framtíð, það er stutt í þetta, þá verði þeim gert að skila grænu bókhaldi, sem þarf þá að sýna fram á að þau séu kolefnishlutlaus sjálf af því að Ísland verður ekkert kolefnishlutlaust nema að allir á Íslandi séu það.“ Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri, sem er ánægður og stoltur með þá athygli, sem skógrækt á Íslandi fær þegar kolefnisjöfnun er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þröstur segir mjög ánægjulegt að sjá hvað skógrækt á Íslandi er vinsæl í dag. „Já, það er allavega mikill áhugi, við finnum fyrir því. Fólk kemur til okkar, við þurfum eiginlega ekkert að auglýsa. Skógarbændum fjölgar og fleiri og fleiri hafa áhuga og svo er fólk, sem vill leggja okkur lið við að binda kolefni og fjármagna það, það er mikill áhugi á því og þar sjá menn ýmsa möguleika. Sumir vilja græða en flestir vilja bara gera gagn,“ segir Þröstur. Margir myndarlegir skógar eru víðs vegar um landið og þeim á eftir að fjölga með árunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira