Tólf slasaðir eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Suður Karólínu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2022 20:24 Hópur lögreglumanna sést hér utan við verslunarmiðstöðina í kjölfar árásarinnar í kvöld. Vísir/AP Tólf eru slasaðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Columbiana Centre í Suður Karólínu nú í kvöld. Þrír eru í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Árásin átti sér stað nú undir kvöld en verslunarmiðstöðin er staðsett í borginni Columbia sem er höfuðborg Suður Karólínu, skammt frá borgunum Charleston og Charlotte. Af þeim tólf sem slösuðust í árásinni hlutu tíu þeirra skotsár og tveir eru alvarlega slasaðir. Sá yngsti sem slasaðist er fimmtán ára gamall. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar sem haldinn var núna klukkan níu. https://t.co/trhYAej2Rr— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Þar kom einnig fram að þrír einstaklingar séu í haldi, vitni hafi séð þrá þeirra með skotvopn og vitað sé að minnsta kosti einn þeirra hafi skotið. Enn er unnið að rannsókn málsins og lögregla vildi lítið gefa upp um ástæðurnar að baki árásinni. Fram kom í máli William Holbrook lögreglustjóra að lögreglan telji skotárásina ekki hafa átt sér stað af handahófi heldur hafi einhvers konar átök á milli einstaklinga átt sér stað. Fjölmörgum skotum hafi verið skotið. Statement from @ColumbianaCtr: Today s isolated, senseless act of violence is extremely upsetting and our thoughts are with everyone impacted. We are grateful for the quick response and continued support of our security team and our partners in law enforcement. — Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Allir viðbragðsaðilar voru kallaðir til þegar tilkynning um skotárásina barst og sagði Holbrook að ástandið hefði verið erfitt. Hann þakkaði góðri æfingu lögreglumanna fyrir góð viðbrögð en bandaríska alríkislögreglan var meðal þeirra sem aðstoðaði á vettvangi. Lögreglan í Columbia tilkynnti strax í kjölfar árásarinnar að starfsfólk ætti að halda sér í verslunum sínum og að yfirgefa ekki verslanir sínar nema skipanir komi frá yfirvöldum. Update: We have confirmed that people have been injured during the incident they are receiving medical attention. The extent of injuries unknown at this time. #ColumbiaPDSC officers have been evacuating the mall and getting people to safety.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Employees inside the mall who were told to shelter in place for safety, law enforcement officers will come to you as a protected escort. DO NOT leave a store until told to do so by proper authorities.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Árásin átti sér stað nú undir kvöld en verslunarmiðstöðin er staðsett í borginni Columbia sem er höfuðborg Suður Karólínu, skammt frá borgunum Charleston og Charlotte. Af þeim tólf sem slösuðust í árásinni hlutu tíu þeirra skotsár og tveir eru alvarlega slasaðir. Sá yngsti sem slasaðist er fimmtán ára gamall. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar sem haldinn var núna klukkan níu. https://t.co/trhYAej2Rr— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Þar kom einnig fram að þrír einstaklingar séu í haldi, vitni hafi séð þrá þeirra með skotvopn og vitað sé að minnsta kosti einn þeirra hafi skotið. Enn er unnið að rannsókn málsins og lögregla vildi lítið gefa upp um ástæðurnar að baki árásinni. Fram kom í máli William Holbrook lögreglustjóra að lögreglan telji skotárásina ekki hafa átt sér stað af handahófi heldur hafi einhvers konar átök á milli einstaklinga átt sér stað. Fjölmörgum skotum hafi verið skotið. Statement from @ColumbianaCtr: Today s isolated, senseless act of violence is extremely upsetting and our thoughts are with everyone impacted. We are grateful for the quick response and continued support of our security team and our partners in law enforcement. — Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Allir viðbragðsaðilar voru kallaðir til þegar tilkynning um skotárásina barst og sagði Holbrook að ástandið hefði verið erfitt. Hann þakkaði góðri æfingu lögreglumanna fyrir góð viðbrögð en bandaríska alríkislögreglan var meðal þeirra sem aðstoðaði á vettvangi. Lögreglan í Columbia tilkynnti strax í kjölfar árásarinnar að starfsfólk ætti að halda sér í verslunum sínum og að yfirgefa ekki verslanir sínar nema skipanir komi frá yfirvöldum. Update: We have confirmed that people have been injured during the incident they are receiving medical attention. The extent of injuries unknown at this time. #ColumbiaPDSC officers have been evacuating the mall and getting people to safety.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Employees inside the mall who were told to shelter in place for safety, law enforcement officers will come to you as a protected escort. DO NOT leave a store until told to do so by proper authorities.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira