„Ætlum að treysta á það að við munum eiga okkar besta dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. apríl 2022 08:01 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Stöð 2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur á móti því sænska á Ásvöllum í dag í seinasta heimaleik liðsins í undankeppni EM 2022. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, segir að íslensku stelpurnar eigi erfitt verkefni fyrir höndum. „Þær eru gríðarlega erfiðar, enda eitt af bestu landsliðum heims í dag,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við vitum það vel að við erum að fara að spila við feikilega gott lið bæði varnarlega og sóknarlega.“ Aðspurður að því hverjir möguleikar Íslands væru í leiknum var Arnar hreinskilinn og sagði að þeir væru í raun ekki miklir. „Ef við erum alveg raunsæir þá eru þeir kannski ekkert svakalega miklir svona fyrir fram. En þeir eru þó til staðar og við ætlum að sækja á þá. Við ætlum að treysta á það að við munum eiga okkar besta dag. Við munum vera þarna sem ein liðsheild með stemningu með okkur og áhorfendur. Það er þá einhver möguleiki sem við getum sótt á og við ætlum að gera okkar besta til þess.“ „En þær eru feikilega sterkar og fyrir fram eru möguleikarnir ekki miklir. En við ætlum að nýta þá litlu möguleika sem eru til staðar.“ Klippa: Arnar Pétursson viðtal Skref í rétta átt en þurfa að gera betur á mörgum vígstöðvum Stelpurnar fara svo til Serbíu og spila lokaleik riðilsins næstkomandi laugardag. Ef allt fer eftir bókinni verður það hreinn úrslitaleikur um annað sæti riðilsins sem gefur sæti á EM. „Það er bara þannig. Það er ánægjulegt að við séum á þeim stað að fyrir lokaleik eigum við möguleika og við ætlum að nýta það eins og hægt er.“ Þá var Arnar sammála því að liðið hafi litið betur og betur út í undanförnum leikjum og segist vona að næstu tveir leikir verði einnig skref í rétta átt. „Já mér finnst það. Ég er sammála því. Við höfum verið að taka ákveðin skref fram á við bæði varnar- og sóknarlega. Við erum bara mjög sátt við margt af því sem við höfum verið að gera og erum í þessum séns í fyrsta skipti í langan tíma sem er líka mjög mikilvægt. Við erum að fá helling út úr þessu verkefni núna og munum klárlega græða á því til framtíðar. Svo verðum við að halda áfram og vona að þessir leikir verði líka skref fram á við, það er kannski markmiðið fyrst og fremst.“ En hvert er framhaldið að mati Arnars? „Framhaldið er vonandi áfram bara upp á við en við þurfum kannski að ræða það eftir þetta verkefni. Við þurfum að gera betur á mjög mörgum vígstöðvum ef við ætlum að nálgast það enn frekar að fara inn á stórmót. Við klárum þessa tvo leiki samt og ræðum það, en við þurfum að bæta helling og þurfum að gera betur á mörgum stöðum eins og ég segi.“ Arnar segir að þrátt fyrir að einhver vandamál séu að plaga nokkrar í hópnum sé staðan á honum í heild nokkuð góð. „Hún er heilt yfir nokkuð góð. Auðvitað eru einhver vandamál. Það er búið að vera mikið álag á stelpunum í deildinni hérna heima og það er svona eitthvað hnjask, en þær eru allar klárar í þetta á morgun og á laugardaginn. Þær eru allar tilbúnar að gefa sig í þetta og smávægilegt hnjask gleymist þegar í svona leik er komið.“ „Ég hefði alltaf valið Ragnheiði Júlíusdóttur ef hún hefði verið heil. Við söknum hennar svolítið. Og svo auðvitað þurfti Elísa línumaður úr Vestmannaeyjum að draga sig út úr hópnum. En að öðru leiti er ég með alla þá leikmenn sem ég vildi,“ sagði Arnar að lokum. EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Þær eru gríðarlega erfiðar, enda eitt af bestu landsliðum heims í dag,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í gær. „Við vitum það vel að við erum að fara að spila við feikilega gott lið bæði varnarlega og sóknarlega.“ Aðspurður að því hverjir möguleikar Íslands væru í leiknum var Arnar hreinskilinn og sagði að þeir væru í raun ekki miklir. „Ef við erum alveg raunsæir þá eru þeir kannski ekkert svakalega miklir svona fyrir fram. En þeir eru þó til staðar og við ætlum að sækja á þá. Við ætlum að treysta á það að við munum eiga okkar besta dag. Við munum vera þarna sem ein liðsheild með stemningu með okkur og áhorfendur. Það er þá einhver möguleiki sem við getum sótt á og við ætlum að gera okkar besta til þess.“ „En þær eru feikilega sterkar og fyrir fram eru möguleikarnir ekki miklir. En við ætlum að nýta þá litlu möguleika sem eru til staðar.“ Klippa: Arnar Pétursson viðtal Skref í rétta átt en þurfa að gera betur á mörgum vígstöðvum Stelpurnar fara svo til Serbíu og spila lokaleik riðilsins næstkomandi laugardag. Ef allt fer eftir bókinni verður það hreinn úrslitaleikur um annað sæti riðilsins sem gefur sæti á EM. „Það er bara þannig. Það er ánægjulegt að við séum á þeim stað að fyrir lokaleik eigum við möguleika og við ætlum að nýta það eins og hægt er.“ Þá var Arnar sammála því að liðið hafi litið betur og betur út í undanförnum leikjum og segist vona að næstu tveir leikir verði einnig skref í rétta átt. „Já mér finnst það. Ég er sammála því. Við höfum verið að taka ákveðin skref fram á við bæði varnar- og sóknarlega. Við erum bara mjög sátt við margt af því sem við höfum verið að gera og erum í þessum séns í fyrsta skipti í langan tíma sem er líka mjög mikilvægt. Við erum að fá helling út úr þessu verkefni núna og munum klárlega græða á því til framtíðar. Svo verðum við að halda áfram og vona að þessir leikir verði líka skref fram á við, það er kannski markmiðið fyrst og fremst.“ En hvert er framhaldið að mati Arnars? „Framhaldið er vonandi áfram bara upp á við en við þurfum kannski að ræða það eftir þetta verkefni. Við þurfum að gera betur á mjög mörgum vígstöðvum ef við ætlum að nálgast það enn frekar að fara inn á stórmót. Við klárum þessa tvo leiki samt og ræðum það, en við þurfum að bæta helling og þurfum að gera betur á mörgum stöðum eins og ég segi.“ Arnar segir að þrátt fyrir að einhver vandamál séu að plaga nokkrar í hópnum sé staðan á honum í heild nokkuð góð. „Hún er heilt yfir nokkuð góð. Auðvitað eru einhver vandamál. Það er búið að vera mikið álag á stelpunum í deildinni hérna heima og það er svona eitthvað hnjask, en þær eru allar klárar í þetta á morgun og á laugardaginn. Þær eru allar tilbúnar að gefa sig í þetta og smávægilegt hnjask gleymist þegar í svona leik er komið.“ „Ég hefði alltaf valið Ragnheiði Júlíusdóttur ef hún hefði verið heil. Við söknum hennar svolítið. Og svo auðvitað þurfti Elísa línumaður úr Vestmannaeyjum að draga sig út úr hópnum. En að öðru leiti er ég með alla þá leikmenn sem ég vildi,“ sagði Arnar að lokum.
EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira