Betri bær fyrir börn og unglinga Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 27. apríl 2022 19:30 Félagsmiðstöðvar og forvarnarstarf sveitarfélaga hefur á síðastliðnum áratugum lyft grettistaki í forvarnarmálum á Íslandi í samstarfi við skólana, foreldra og annað íþrótta- og æskulýðsstarf. Með markvissu samstarfi og átaki í félags- og forvarnarmálum hafa unglingadrykkja og tóbaksreykingar snarminnkað og þátttaka ungs fólks í jákvæðu tómstundastarfi aukist til muna. Þátttaka í öflugu tómstundastarfi er einn af lykil verndandi þáttum þegar kemur að farsæld barna og ungmenna ásamt því að tómstundastarf skapar öruggan vettvang fyrir börn og ungmenni til að takast á við krefjandi verkefni á eigin forsendum, fræðast, vaxa og þroskast. Á Seltjarnarnesi er rekin öflug félagsmiðstöð og ungmennahús sem lenti í niðurskurðarhníf meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi árið 2020 en þá var 40% af starfsgildum félagsmiðstöðvarinnar skorin út og staða æskulýðsfulltrúa lögð niður. Þessum niðurskurði mótmæltu íbúar og bæjarfulltrúar harðlega og bent var á þá hættu að niðurskurðurinn myndi bitna á farsæld barna og ungmenna á Seltjarnarnesi. Nú tveimur árum seinna hefur foreldrafélag grunnskóla Seltjarnarness, starfsfólk unglingadeildar grunnskólans og starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar sent inn áskorun til bæjarstjórnar um að endurráða eigi í þau stöðugildi sem skorin voru niður. Í áskorun foreldrafélagsins kemur fram að niðurskurðurinn hafi bitnað á faglegri forystu og stefnu í forvarnarmálum á Seltjarnarnesi og dregið hafi verið úr opnun félagsmiðstöðvarinnar ásamt getu starfsfólks til að sinna forvarnarmálum með sama hætti og áður. Einnig segir í áskoruninni að vísbendingar séu uppi um að vímuefnanotkun sé búin að aukast hjá unglingum á Nesinu. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi Þessu ákalli hefur nýr meirihluti bæjarfulltrúa svarað með tillögu sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi miðvikudaginn 27. apríl um að endurráða æskulýðsfulltrúa á Seltjarnarnesi og efla þannig aftur faglegt tómstundastarf á Nesinu. Þennan nýja meirihluta skipa bæjarfulltrúar Samfylkingar, Neslista/Viðreisnar og Bjarni Torfi Álfþórsson sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum fyrr í vetur og er nú í framboði á lista Samfylkingar og óháðra. Þessi sami meirihluti hækkaði útsvarsprósentu bæjarbúa lítillega síðastliðið haust, þ.e. úr 13,7% í 14,09%. Sú hækkun var gerð til að stoppa hallarekstur bæjarsjóðs sem er um 1400 milljónir á síðastliðnum 4 árum og skapa svigrúm til þess að sækja fram í þjónustu við íbúa. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi hefur þannig með tveimur ákvörðunum náð jafnvægi á rekstur bæjarins, skapað svigrúm til þess að mæta þjónustukröfum íbúa og nýtt það svigrúm til að svara ákalli foreldra og fagfólks. Við erum stolt af þessum ákvörðunum og óskum eftir umboði íbúa til að starfa áfram svona eftir kosningar, með íbúum og fyrir íbúa við að skapa betri bæ fyrir börn og unglinga. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Félagsmiðstöðvar og forvarnarstarf sveitarfélaga hefur á síðastliðnum áratugum lyft grettistaki í forvarnarmálum á Íslandi í samstarfi við skólana, foreldra og annað íþrótta- og æskulýðsstarf. Með markvissu samstarfi og átaki í félags- og forvarnarmálum hafa unglingadrykkja og tóbaksreykingar snarminnkað og þátttaka ungs fólks í jákvæðu tómstundastarfi aukist til muna. Þátttaka í öflugu tómstundastarfi er einn af lykil verndandi þáttum þegar kemur að farsæld barna og ungmenna ásamt því að tómstundastarf skapar öruggan vettvang fyrir börn og ungmenni til að takast á við krefjandi verkefni á eigin forsendum, fræðast, vaxa og þroskast. Á Seltjarnarnesi er rekin öflug félagsmiðstöð og ungmennahús sem lenti í niðurskurðarhníf meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi árið 2020 en þá var 40% af starfsgildum félagsmiðstöðvarinnar skorin út og staða æskulýðsfulltrúa lögð niður. Þessum niðurskurði mótmæltu íbúar og bæjarfulltrúar harðlega og bent var á þá hættu að niðurskurðurinn myndi bitna á farsæld barna og ungmenna á Seltjarnarnesi. Nú tveimur árum seinna hefur foreldrafélag grunnskóla Seltjarnarness, starfsfólk unglingadeildar grunnskólans og starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar sent inn áskorun til bæjarstjórnar um að endurráða eigi í þau stöðugildi sem skorin voru niður. Í áskorun foreldrafélagsins kemur fram að niðurskurðurinn hafi bitnað á faglegri forystu og stefnu í forvarnarmálum á Seltjarnarnesi og dregið hafi verið úr opnun félagsmiðstöðvarinnar ásamt getu starfsfólks til að sinna forvarnarmálum með sama hætti og áður. Einnig segir í áskoruninni að vísbendingar séu uppi um að vímuefnanotkun sé búin að aukast hjá unglingum á Nesinu. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi Þessu ákalli hefur nýr meirihluti bæjarfulltrúa svarað með tillögu sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi miðvikudaginn 27. apríl um að endurráða æskulýðsfulltrúa á Seltjarnarnesi og efla þannig aftur faglegt tómstundastarf á Nesinu. Þennan nýja meirihluta skipa bæjarfulltrúar Samfylkingar, Neslista/Viðreisnar og Bjarni Torfi Álfþórsson sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum fyrr í vetur og er nú í framboði á lista Samfylkingar og óháðra. Þessi sami meirihluti hækkaði útsvarsprósentu bæjarbúa lítillega síðastliðið haust, þ.e. úr 13,7% í 14,09%. Sú hækkun var gerð til að stoppa hallarekstur bæjarsjóðs sem er um 1400 milljónir á síðastliðnum 4 árum og skapa svigrúm til þess að sækja fram í þjónustu við íbúa. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi hefur þannig með tveimur ákvörðunum náð jafnvægi á rekstur bæjarins, skapað svigrúm til þess að mæta þjónustukröfum íbúa og nýtt það svigrúm til að svara ákalli foreldra og fagfólks. Við erum stolt af þessum ákvörðunum og óskum eftir umboði íbúa til að starfa áfram svona eftir kosningar, með íbúum og fyrir íbúa við að skapa betri bæ fyrir börn og unglinga. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun