Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 12:29 Safnast verður saman á Ingólfstorgi í dag. Vísir/Friðrik Þór Baráttudagur verkalýðsins er í dag og af því tilefni standa verkalýðsfélög landsins fyrir fjölbreyttri dagskrá víða um land. Í Reykjavík standa BHM, KÍ, BSRB og ASÍ fyrir kröfugöngu þar sem safnast er saman á Hlemmi klukkan 13:00. Lagt verður af stað klukkan 13:30 og munu Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni. Á Ingólfstorgi fer síðan fram útifundur þar sem Þórhildur Þorkelsdóttir verður fundarstjóri. Þórarinn Eyfjör, formaður Sameyki, heldur ávarp auk Drífu Snædal forseta ASÍ. Þá verða tónlistaratriði þar sem Bubbi, Una Torfa auk lúðrasveitanna koma fram. Í Hafnarfirði verða baráttutónleikar Hlífar og Starfsmannafélag Hafnarfjarðar haldnir í Bæjarbíói klukkan 15:00. Þar koma fram Sóli Hólm, Bríet og Bjartmar Guðlaugsson. Verkalýðsfélag Akraness, VR, Félag iðn- og tæknigreina, Sameyki, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á Akranesi þar sem safnast verður við Þjóðbraut klukkan 14:00. Ræðumaður er Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið klukkan 13:30 og lagt af stað í kröfugöngu klukkan 14:00 þar sem Lúðrasveit Akureyrar mun leika. Finnur Víkingsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ halda ræður og í kjölfarið verður skemmtidagskrá og kaffiveitingar. Á Ísafirði fer hátíðardagskrá fram í Edinborg þar sem Bergþór Pálsson kemur fram og Albert Eiríksson verður með pistil dagsins auk þess sem boðið verður upp á dansatriði. Í Vestmannaeyjum verður dagurinn haldinn hátíðlegur í AKÓGES með kaffisamsæti og tónleikum Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja. Hátíðardagskrá fer fram í fleiri bæjarfélögum og má sjá upplýsingar inni á vef ASÍ. Stéttarfélög Reykjavík Hafnarfjörður Akranes Akureyri Ísafjarðarbær Vestmannaeyjar Verkalýðsdagurinn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Í Reykjavík standa BHM, KÍ, BSRB og ASÍ fyrir kröfugöngu þar sem safnast er saman á Hlemmi klukkan 13:00. Lagt verður af stað klukkan 13:30 og munu Lúðrasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni. Á Ingólfstorgi fer síðan fram útifundur þar sem Þórhildur Þorkelsdóttir verður fundarstjóri. Þórarinn Eyfjör, formaður Sameyki, heldur ávarp auk Drífu Snædal forseta ASÍ. Þá verða tónlistaratriði þar sem Bubbi, Una Torfa auk lúðrasveitanna koma fram. Í Hafnarfirði verða baráttutónleikar Hlífar og Starfsmannafélag Hafnarfjarðar haldnir í Bæjarbíói klukkan 15:00. Þar koma fram Sóli Hólm, Bríet og Bjartmar Guðlaugsson. Verkalýðsfélag Akraness, VR, Félag iðn- og tæknigreina, Sameyki, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á Akranesi þar sem safnast verður við Þjóðbraut klukkan 14:00. Ræðumaður er Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og SGS. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið klukkan 13:30 og lagt af stað í kröfugöngu klukkan 14:00 þar sem Lúðrasveit Akureyrar mun leika. Finnur Víkingsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ halda ræður og í kjölfarið verður skemmtidagskrá og kaffiveitingar. Á Ísafirði fer hátíðardagskrá fram í Edinborg þar sem Bergþór Pálsson kemur fram og Albert Eiríksson verður með pistil dagsins auk þess sem boðið verður upp á dansatriði. Í Vestmannaeyjum verður dagurinn haldinn hátíðlegur í AKÓGES með kaffisamsæti og tónleikum Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar ásamt Skólalúðrasveit Vestmannaeyja. Hátíðardagskrá fer fram í fleiri bæjarfélögum og má sjá upplýsingar inni á vef ASÍ.
Stéttarfélög Reykjavík Hafnarfjörður Akranes Akureyri Ísafjarðarbær Vestmannaeyjar Verkalýðsdagurinn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira