„Auðvitað eiga menn að mæta sem best“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. maí 2022 12:05 Eyþór Arnalds er að ljúka kjörtímabili sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg. Hann kveður sáttur. vísir/vilhelm Fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að hver og einn borgarfulltrúi beri sjálfur ábyrgð á eigin mætingu á borgarstjórnarfundi en minnir á mikilvægi þess að mæta sem best. Forseti borgarstjórnar bendir á að kosningabarátta falli ekki undir lögmæt forföll. Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttastofa greindi frá því að Hildur Björnsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í borginni fyrir næstu kosningar, hefði ekki mætt á borgarstjórnarfundi síðan um miðjan febrúar. Var í prófkjörsbaráttu þegar hún hætti að mæta Í samtali við fréttastofu sagði hún kosningabaráttuna vera ástæðuna. Þessar skýringar koma Alexöndru Briem Pírata og forseta borgarstjórnar á óvart. „Af því að fyrsta lagi þá var hún ekki búin í prófkjöri fyrr en svona mánuði eftir að þetta tímabil hefst og í öðru lagi þá er hún ekkert í meiri kosningabaráttu en ég eða Dóra eða Dagur eða Pawel eða Kolbrún eða Sanna,“ segir Alexandra og vísar þarna í borgarfulltrúa annarra flokka sem einnig standa í miðri kosningabaráttu. „Ég ætla samt að segja það til að allrar sanngirni sé gætt að Hildur hefur nú alveg verið að taka sæti í ráðsfundum. Þó ég ætli kannski ekki að tjá mig sérstaklega um þátttöku hennar á fundunum. Enda eru þetta lokaðir fundir,“ segir hún. Alexandra Briem er forseti borgarstjórnar. Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins fór fram í gær. píratar Það sé alvarlegt að borgarfulltrúar mæti ekki á fundi. „Auðvitað getur komið fyrir að fólk mæti ekki út af löglegum forföllum. En ég myndi ekki segja að kosningabarátta sé það nema í mjög öfgakenndu tilfelli og alveg örugglega ekki prófkjörsbarátta,“ segir Alexandra. Ætlar ekki að leggja mat á mætingu Hildar Eyþór Arnalds er fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins. Hann kveðst kveðja kjörtímabilið sáttur og ætlar að snúa sér aftur að viðskiptum og tónlist. Hann sat síðasta borgarstjórnarfund kjörtímabilsins í gær, sem samflokkskona hans Hildur mætti ekki á. „Síðasti borgarstjórnarfundurinn fyrir kosningar. Takk fyrir mig!“ sagði Eyþór og birti þessa mynd ásamt öðrum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins að loknum fundinum í gær.Eyþór Arnalds En hvað finnst honum um fréttir af mætingu hennar og gagnrýni annarra á hana? „Ég held það verði hver og einn að líta í eigin barm. Það ber hver og einn borgarfulltrúi ábyrgð á sinni mætingu og það geta verið lögmæt forföll fyrir því að fólk komist ekki á fundi og það er allur gangur á því hvernig menn hafa verið að mæta. Þannig að ég held að menn eigi ekkert að vera að kasta steinum úr glerhúsi heldur bara að horfa fyrst á fremst á hvernig þeir sjálfir hafa verið að standa sig,“ segir Eyþór. Spurður hvort það sé rétt sem Hildur segi að það sé rík hefð fyrir því hjá Sjálfstæðismönnum að sá sem leiði lista fyrir kosningar taki sér hlé frá störum og kalli inn varamann segir Eyþór: „Það er mætingarskylda nema lögmæt forföll séu og menn melda sig þá inn og fá varamann. En auðvitað eiga menn að mæta sem best. Þarna er ákveðið tímabil þar sem mætingin hefur kannski verið öðruvísi heldur en fyrr á kjörtímabilinu og þannig er það bara.“ Mæting borgarfulltrúa á fundi hefur verið í umræðunni síðan fram kom í fréttum í gær að oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum hefði ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan um miðjan febrúar. Vísir/Vilhelm Spurður hvort honum þætti kosningabarátta flokkast undir lögmæt forföll sagði hann: „Nú er hver og einn sem að þarf að tilkynna forföll og kalla inn varamann þannig ég ætla ekki að meta einstök tilfelli. Það er hver og einn sem ber ábyrgð á sinni mætingu.“ Var í svipaðri stöðu fyrir kosningar Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið afar illa út úr skoðanakönnunum síðustu daga þar sem hann mælist í 21 prósenti sem væri mesti ósigur hans í borginni frá upphafi. Sjálfur mældist listi Eyþórs um sex prósentustigum lægri á sama tíma fyrir kosningar en hann endaði í sjálfri kosningunni þegar Sjálfstæðisflokkurinn kom út sem stærsti flokkur í borginni með tæp 31 prósent. Hildur hefur sjálf kennt bankasölumáli ríkisstjórnarinnar um lélegt gengi flokksins í kosningabaráttu í borginni. Eyþór er ekki endilega sammála því: „Ég held að sá samkvæmisleikur að finna blóraböggla gagnist mjög lítið í kosningabaráttunni. Ég held það sé miklu betra að horfa á hvaða valkostir eru - hvort að menn vilji áfram hafa þennan borgarstjórnarmeirihluta eða breytingar. Og ég hef alltaf litið á Sjálfstæðisflokkinn í borginni sem lykil að því að breyta í borginni og ég vona að kjósendur geri það líka,“ segir hann. En telur hann að Hildur geti rifið fylgið aftur upp á einni og hálfri viku? „Hildur er ekki ein. Þetta er náttúrulega öflugur hópur og ef allir leggjast á árarnar og styðja framboðið þá er hægt að gera ótrúlega margt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan í febrúar Hildur Björnsdóttir leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi kosningum hefur ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hún segir annir í kosningabaráttunni vera ástæðuna. Fundur stendur yfir í borgarstjórn þessa stundina þar sem Hildur er fjarri góðu gamni. 3. maí 2022 15:29 Kannanir benda til mesta ósigurs Sjálfstæðismanna í borginni Kannanir benda til sögulegs ósigurs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í þjóðarpúlsi Gallups þar sem stuðningur við ríkisstjórnina minnkar einnig verulega. 4. maí 2022 07:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttastofa greindi frá því að Hildur Björnsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í borginni fyrir næstu kosningar, hefði ekki mætt á borgarstjórnarfundi síðan um miðjan febrúar. Var í prófkjörsbaráttu þegar hún hætti að mæta Í samtali við fréttastofu sagði hún kosningabaráttuna vera ástæðuna. Þessar skýringar koma Alexöndru Briem Pírata og forseta borgarstjórnar á óvart. „Af því að fyrsta lagi þá var hún ekki búin í prófkjöri fyrr en svona mánuði eftir að þetta tímabil hefst og í öðru lagi þá er hún ekkert í meiri kosningabaráttu en ég eða Dóra eða Dagur eða Pawel eða Kolbrún eða Sanna,“ segir Alexandra og vísar þarna í borgarfulltrúa annarra flokka sem einnig standa í miðri kosningabaráttu. „Ég ætla samt að segja það til að allrar sanngirni sé gætt að Hildur hefur nú alveg verið að taka sæti í ráðsfundum. Þó ég ætli kannski ekki að tjá mig sérstaklega um þátttöku hennar á fundunum. Enda eru þetta lokaðir fundir,“ segir hún. Alexandra Briem er forseti borgarstjórnar. Síðasti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins fór fram í gær. píratar Það sé alvarlegt að borgarfulltrúar mæti ekki á fundi. „Auðvitað getur komið fyrir að fólk mæti ekki út af löglegum forföllum. En ég myndi ekki segja að kosningabarátta sé það nema í mjög öfgakenndu tilfelli og alveg örugglega ekki prófkjörsbarátta,“ segir Alexandra. Ætlar ekki að leggja mat á mætingu Hildar Eyþór Arnalds er fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins. Hann kveðst kveðja kjörtímabilið sáttur og ætlar að snúa sér aftur að viðskiptum og tónlist. Hann sat síðasta borgarstjórnarfund kjörtímabilsins í gær, sem samflokkskona hans Hildur mætti ekki á. „Síðasti borgarstjórnarfundurinn fyrir kosningar. Takk fyrir mig!“ sagði Eyþór og birti þessa mynd ásamt öðrum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins að loknum fundinum í gær.Eyþór Arnalds En hvað finnst honum um fréttir af mætingu hennar og gagnrýni annarra á hana? „Ég held það verði hver og einn að líta í eigin barm. Það ber hver og einn borgarfulltrúi ábyrgð á sinni mætingu og það geta verið lögmæt forföll fyrir því að fólk komist ekki á fundi og það er allur gangur á því hvernig menn hafa verið að mæta. Þannig að ég held að menn eigi ekkert að vera að kasta steinum úr glerhúsi heldur bara að horfa fyrst á fremst á hvernig þeir sjálfir hafa verið að standa sig,“ segir Eyþór. Spurður hvort það sé rétt sem Hildur segi að það sé rík hefð fyrir því hjá Sjálfstæðismönnum að sá sem leiði lista fyrir kosningar taki sér hlé frá störum og kalli inn varamann segir Eyþór: „Það er mætingarskylda nema lögmæt forföll séu og menn melda sig þá inn og fá varamann. En auðvitað eiga menn að mæta sem best. Þarna er ákveðið tímabil þar sem mætingin hefur kannski verið öðruvísi heldur en fyrr á kjörtímabilinu og þannig er það bara.“ Mæting borgarfulltrúa á fundi hefur verið í umræðunni síðan fram kom í fréttum í gær að oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum hefði ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan um miðjan febrúar. Vísir/Vilhelm Spurður hvort honum þætti kosningabarátta flokkast undir lögmæt forföll sagði hann: „Nú er hver og einn sem að þarf að tilkynna forföll og kalla inn varamann þannig ég ætla ekki að meta einstök tilfelli. Það er hver og einn sem ber ábyrgð á sinni mætingu.“ Var í svipaðri stöðu fyrir kosningar Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið afar illa út úr skoðanakönnunum síðustu daga þar sem hann mælist í 21 prósenti sem væri mesti ósigur hans í borginni frá upphafi. Sjálfur mældist listi Eyþórs um sex prósentustigum lægri á sama tíma fyrir kosningar en hann endaði í sjálfri kosningunni þegar Sjálfstæðisflokkurinn kom út sem stærsti flokkur í borginni með tæp 31 prósent. Hildur hefur sjálf kennt bankasölumáli ríkisstjórnarinnar um lélegt gengi flokksins í kosningabaráttu í borginni. Eyþór er ekki endilega sammála því: „Ég held að sá samkvæmisleikur að finna blóraböggla gagnist mjög lítið í kosningabaráttunni. Ég held það sé miklu betra að horfa á hvaða valkostir eru - hvort að menn vilji áfram hafa þennan borgarstjórnarmeirihluta eða breytingar. Og ég hef alltaf litið á Sjálfstæðisflokkinn í borginni sem lykil að því að breyta í borginni og ég vona að kjósendur geri það líka,“ segir hann. En telur hann að Hildur geti rifið fylgið aftur upp á einni og hálfri viku? „Hildur er ekki ein. Þetta er náttúrulega öflugur hópur og ef allir leggjast á árarnar og styðja framboðið þá er hægt að gera ótrúlega margt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Hildur ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan í febrúar Hildur Björnsdóttir leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi kosningum hefur ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hún segir annir í kosningabaráttunni vera ástæðuna. Fundur stendur yfir í borgarstjórn þessa stundina þar sem Hildur er fjarri góðu gamni. 3. maí 2022 15:29 Kannanir benda til mesta ósigurs Sjálfstæðismanna í borginni Kannanir benda til sögulegs ósigurs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í þjóðarpúlsi Gallups þar sem stuðningur við ríkisstjórnina minnkar einnig verulega. 4. maí 2022 07:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Hildur ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan í febrúar Hildur Björnsdóttir leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi kosningum hefur ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hún segir annir í kosningabaráttunni vera ástæðuna. Fundur stendur yfir í borgarstjórn þessa stundina þar sem Hildur er fjarri góðu gamni. 3. maí 2022 15:29
Kannanir benda til mesta ósigurs Sjálfstæðismanna í borginni Kannanir benda til sögulegs ósigurs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar innan við tvær vikur eru til kosninga. Þá hefur flokkurinn aldrei mælst lægri í þjóðarpúlsi Gallups þar sem stuðningur við ríkisstjórnina minnkar einnig verulega. 4. maí 2022 07:01