„Ég á engin orð. Elsku fallega stelpan mín er farin. Vinsamlegast gefið okkur næði til að syrgja,“
skrifaði móðir hennar. Kailia keppti í fegurðarsamkeppnum allt sitt líf og vann fjöldann allan af titlum. Fjölskyldan hennar staðfesti í samtali við TMZ að hún hafi tekið sitt eigið líf.
„Þó svo að hún hafi afrekað mikið sem unglingur og hafi verið með bjarta framtíð fyrir framan sig, þá því miður í hvatvísi, tók hún þá skyndiákvörðun að enda líf sitt hér á jörðu,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. Kailia varð sextán ára í síðasta mánuði.
Fjölskyldan var stolt af henni og sagði að henni hafi nú þegar boðist atvinnutilboð fyrir hæfileika sína og liðleika þar sem hún lék listir sínar. Hún hafði einnig verið valin til þess að vera hluti af klappstýruliðinu hjá skólanum sínum í haust.
Þættirnir Toddlers & Tiaras hlutu á sínum tíma mikla gagnrýni en fleiri barnastjörnur eins og Honey Boo Boo child byrjuðu ferilinn sinn þar. Í þáttunum var fylgst með börnum sem voru að keppa í fegurðarsamkeppnum og undirbúningnum fyrir þær.

