Hafa fundað inni á klósetti vegna aðstöðuleysis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. maí 2022 20:46 Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Vísir Nemendur í elstu bekkjum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa um nokkra mánaða skeið hafst við á efri hæð veitingastaðar í bænum eftir að mygla kom upp í skólanum. Deildarstjóri segir ástandið reyna á alla og að óvissa sé varðandi skólahaldið í haust. Það var í febrúar sem að mygla fannst í húsnæði skólans á Eyrarbakka þar sem 7. til 10. bekkir skólans stunda sitt nám. Að jafnaði eru ríflega fimmtíu nemendur skólans þar. Börnin voru strax flutt í annað húsnæði í bænum. Þeim var annars vegar komið fyrir á veitingastaðnum Rauða húsinu og hins vegar í félagsheimilinu. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í skólanum segir að myglan hafi fundist eftir að starfsfólk og nemendur fóru að finna fyrir veikindum. Því hafi legið á að færa skólahaldið úr húsinu hratt og til að það myndi ganga upp þurfti að dreifa börnunum um bæinn „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel upp. Við vorum fyrst með blandað þannig að krakkarnir voru að fara á milli en okkur fannst þau vera svolítið tætt,“ segir Ragna. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í Barnaskólanum á Eyrarbakka.Vísir Því var brugðið á það að hafa sömu bekki alltaf í sama rýminu og segir hún það hafa gefist vel. „Okkur finnst þetta svona hafa róast en þetta er svolítið meira hlaup fyrir kennarana.“ Hún segir aðstæður erfiðar fyrir alla. Um helgar og á kvöldin er veitingahúsið í fullum rekstri og því hlutir oft færðir til. Þá sé lítið næði og sem dæmi um það hafi hún fundað á klósetti og í lyftunni með nemendum. Þá hafi mygla sem einnig kom upp í gamla skólanum á Stokkseyri gert þeim erfitt fyrir þar sem nemendur fara þangað í list- og verkgreinar Ragna segir að til standi að koma fyrir færanlegum kennslustofum til bráðabirgða á lóðinni við skólann en óljóst er hvenær þær verði tilbúnar og hvernig skólahaldið verði í haust. „Það er svolítið mikil óvissa í þessu eins og þetta er og við eigum ekki alveg von á að vera kannski komin alveg inn en við fáum að nota þá stofurnar út á Stað líka en þá erum við að fara alveg þvert yfir bæinn. Það verður sem sagt skólinn okkar alveg austast og svo er Staður hérna alveg vestast.“ Mygla Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39 Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. 17. mars 2022 17:53 Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12. desember 2021 17:16 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Það var í febrúar sem að mygla fannst í húsnæði skólans á Eyrarbakka þar sem 7. til 10. bekkir skólans stunda sitt nám. Að jafnaði eru ríflega fimmtíu nemendur skólans þar. Börnin voru strax flutt í annað húsnæði í bænum. Þeim var annars vegar komið fyrir á veitingastaðnum Rauða húsinu og hins vegar í félagsheimilinu. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í skólanum segir að myglan hafi fundist eftir að starfsfólk og nemendur fóru að finna fyrir veikindum. Því hafi legið á að færa skólahaldið úr húsinu hratt og til að það myndi ganga upp þurfti að dreifa börnunum um bæinn „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel upp. Við vorum fyrst með blandað þannig að krakkarnir voru að fara á milli en okkur fannst þau vera svolítið tætt,“ segir Ragna. Ragna Berg Gunnarsdóttir deildarstjóri í Barnaskólanum á Eyrarbakka.Vísir Því var brugðið á það að hafa sömu bekki alltaf í sama rýminu og segir hún það hafa gefist vel. „Okkur finnst þetta svona hafa róast en þetta er svolítið meira hlaup fyrir kennarana.“ Hún segir aðstæður erfiðar fyrir alla. Um helgar og á kvöldin er veitingahúsið í fullum rekstri og því hlutir oft færðir til. Þá sé lítið næði og sem dæmi um það hafi hún fundað á klósetti og í lyftunni með nemendum. Þá hafi mygla sem einnig kom upp í gamla skólanum á Stokkseyri gert þeim erfitt fyrir þar sem nemendur fara þangað í list- og verkgreinar Ragna segir að til standi að koma fyrir færanlegum kennslustofum til bráðabirgða á lóðinni við skólann en óljóst er hvenær þær verði tilbúnar og hvernig skólahaldið verði í haust. „Það er svolítið mikil óvissa í þessu eins og þetta er og við eigum ekki alveg von á að vera kannski komin alveg inn en við fáum að nota þá stofurnar út á Stað líka en þá erum við að fara alveg þvert yfir bæinn. Það verður sem sagt skólinn okkar alveg austast og svo er Staður hérna alveg vestast.“
Mygla Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39 Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. 17. mars 2022 17:53 Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12. desember 2021 17:16 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39
Loka í Kópavogsskóla vegna myglu Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu. 17. mars 2022 17:53
Meiri mygla fannst í Laugalækjarskóla Búið er að loka þremur skólastofum í Laugalækjarskóla vegna myglu. Flytja þarf skólastarfið tímabundið í annað húsnæði á meðan viðgerðir fara fram eftir áramótin. 12. desember 2021 17:16