Repúblikanar ætla að glæpavæða þungunarrof í Lúisíana Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2022 09:19 Þungunarrof er hitamál í Bandaríkjunum. Hér takast á stuðningsmenn og andstæðingar fyrir utan hæstaréttarbygginguna í Washington-borg árið 2020. Vísir/EPA Þungunarrof verður skilgreint sem morð og saksóknarar fá leyfi til að sækja konur til saka verði frumvarp sem fulltrúadeild ríkisþings Lúisíana í Bandaríkjunum hefur til meðferðar að lögum. Repúblikanar víða um landið hyggjast nú ganga á lagið þegar stefnir í að Hæstiréttur Bandaríkjanna ætli að afnema rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var afgreitt út úr þingnefnd á miðvikudag. Washington Post segir að sérfræðingar telji að frumvarpið gæti einnig sett skorður við tæknifrjóvgunum og neyðargetnaðarvörn þar sem það myndi veita frjóvguðu eggi konu réttindi manneskju. Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum telja sig nú hafa himin höndum tekið eftir að drögum að meirihlutaáliti Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli sem varðar strangar takmarkanir við þungunarrofi í Mississippi var lekið í vikunni. Með álitinu yrði dómafordæmi hæstaréttarins um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs snúið við. Einstökum ríkjum væri þá frjálst að takmarka eða þungunarrof enn frekar en þegar er orðið. „Við höfum beðið í fimmtíu ár eftir að komast á þennan stað,“ sagði Danny McCormick, ríkisþingmaður repúblikana og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Lúisíana er eitt þrettán ríkja sem eru þegar með lög sem gerðu þungunarrof sjálfkrafa ólögleg falli hæstaréttardómur á þennan veg. Líkt og flest ströng þungunarrofslög í Bandaríkjunum kveða þau á um sektir og refsingar fyrir þá sem framkvæma þungunarrof. Það er nýbreytni að ætla að refsa konum sem gangast undir slíka meðferð. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins. Hljóti frumvarpið náð fyrir augum beggja deilda færi það til ríkisstjórans Johns Bel Edwards til samþykkis. Hann er demókrati en hefur engu að síður stutt lög sem takmarka aðgengi að þungunarrofi í gegnum tíðina. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Frumvarpið var afgreitt út úr þingnefnd á miðvikudag. Washington Post segir að sérfræðingar telji að frumvarpið gæti einnig sett skorður við tæknifrjóvgunum og neyðargetnaðarvörn þar sem það myndi veita frjóvguðu eggi konu réttindi manneskju. Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum telja sig nú hafa himin höndum tekið eftir að drögum að meirihlutaáliti Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli sem varðar strangar takmarkanir við þungunarrofi í Mississippi var lekið í vikunni. Með álitinu yrði dómafordæmi hæstaréttarins um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs snúið við. Einstökum ríkjum væri þá frjálst að takmarka eða þungunarrof enn frekar en þegar er orðið. „Við höfum beðið í fimmtíu ár eftir að komast á þennan stað,“ sagði Danny McCormick, ríkisþingmaður repúblikana og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Lúisíana er eitt þrettán ríkja sem eru þegar með lög sem gerðu þungunarrof sjálfkrafa ólögleg falli hæstaréttardómur á þennan veg. Líkt og flest ströng þungunarrofslög í Bandaríkjunum kveða þau á um sektir og refsingar fyrir þá sem framkvæma þungunarrof. Það er nýbreytni að ætla að refsa konum sem gangast undir slíka meðferð. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins. Hljóti frumvarpið náð fyrir augum beggja deilda færi það til ríkisstjórans Johns Bel Edwards til samþykkis. Hann er demókrati en hefur engu að síður stutt lög sem takmarka aðgengi að þungunarrofi í gegnum tíðina.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24
Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01
Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37