Efnum gefin loforð Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 7. maí 2022 13:01 Kjósendur hafa gjarnan á orði, að ekkert sé að marka loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Þeir standa sjaldnast við sín orð. Þetta hefur því miður laskað virðingu stjórnmálanna. Þessu þarf að breyta. En tæpast gerist það, þegar orð og efndir meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Hafnarfirði eru skoðuð. Á síðasta ári voru teknar við hátíðlega viðhöfn skóflustungur að reiðhöll hjá Sörla og knattspyrnuhúsi hjá Haukum. Það eina sem hefur gerst síðan þá er að mokað var aftur ofan í holurnar, og ekkert hefur gerst með frekari framkvæmdir. Nýjasta útspil bæjarstjóra var að lofa að útboð færi fram í lok apríl og ekkert gerðist. Og enn flæða loforðin úr búðum meirihluta Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks nú í aðdraganda kosninga og táknrænt að loforðin eru nánast þau sömu og fyrir síðustu kosningar fyrir fjórum árum. Fækkun íbúa Dæmin um svikin loforð meirihlutans eru mörg á kjörtímabilinu. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði hefur verið langt undir áætlunum sem sést m.a. af því að íbúum Hafnarfjarðar fækkað árið 2020 sem ekki hafði gerst í sögu bæjarins frá árinu 1939. Svo segir meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að bjart sé framundan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en því miður hefur fátt verið um efndir eins og allar tölur bera með sér. Fyrirhyggjulaus sala eigna bæjarbúa Það var eins og blaut tuska framan í íbúa bæjarins þegar meirihlutinn seldi hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum m.a. til vildarvina, að eigin sögn til að bjarga bæjarsjóði frá þroti. Er það til vitnis um ábyrga fjármálastjórn? Ekkert var fjallað um einkavæðingu og sölu innviða bæjarins í aðdraganda síðustu kosninga. Hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur höfðu það á stefnuskrá sinni. Kvikubanki sá um framkvæmdina með leynisamningi og ekki upplýst hve mikið var greitt fyrir umsýsluna. Þetta var keyrt í gegn af miklu offorsi og þrátt fyrir söluna hafa skuldir á hvern íbúa hækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Þetta minnir á einkavæðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á grunn-og leikskóla í Hafnarfirði árið 2000, sem jafnaðarmönnum tókst að forða með stórsigri í kosningum. Eigi að síður hvíla afleiðingar af þessu ævintýri enn þungt á bæjarsjóði með fjárhagslegum skuldbindingum. Reynslan er slæm og dýrkeypt, þar sem Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkur hafa umsjón með einkavæðingu og sölu opinberra eigna, hvort sem er í Hafnarfirði eða á landsvísu. Samráðsleysi eða samvinna og samráð Svo gekk meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks með látum í það í fyrra að hafa leikskólana opna allt sumarið. Það var gert án alls samráðs og olli mikilli óánægju meðal starfsfólksins og kom niður á faglegu starfi leikskólanna, enda var fallið frá frekari áformum nú í sumar og opnunin dregin til baka. Þá hefur áhugaleysi meirihlutans að jafna kjör ófaglærðs starfsfólks innan leikskólanna verið algjört og höfnuðu m.a. tillögu Samfylkingarinnar um að almennt starfsfólk leikskólanna fengi að nýju greitt fyrir að matast með nemendum til þess að jafna kjör starfsfólks leikskóla í Hafnarfirði á við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögum. Fólkið í bænum kvartar undan samráðsleysi. Stórar ákvarðanir eru teknar án þess að eiga samtal eða samvinnu við fólkið sem hlut eiga að máli. Það kemur m.a. fram í því að ekki er horfst í augu við vandann og fyrirspurnum er svarað seint og jafnvel ekki. Hafnfirðingar vilja vera stoltir af bænum sínum og sögunni. Þeir vilja að velferðin blómstri, jafnræði sé í fyrirrúmi og þeir vilja öflugt menningar- og íþróttastarf með traustu atvinnulífi. Jafnaðarmenn í Hafnarfirði leggja áherslu á að standa við gefin loforð með fólkinu í bænum og hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði. XS – Að sjálfsögðu. Höfundur er í 5. sæti Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kjósendur hafa gjarnan á orði, að ekkert sé að marka loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Þeir standa sjaldnast við sín orð. Þetta hefur því miður laskað virðingu stjórnmálanna. Þessu þarf að breyta. En tæpast gerist það, þegar orð og efndir meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Hafnarfirði eru skoðuð. Á síðasta ári voru teknar við hátíðlega viðhöfn skóflustungur að reiðhöll hjá Sörla og knattspyrnuhúsi hjá Haukum. Það eina sem hefur gerst síðan þá er að mokað var aftur ofan í holurnar, og ekkert hefur gerst með frekari framkvæmdir. Nýjasta útspil bæjarstjóra var að lofa að útboð færi fram í lok apríl og ekkert gerðist. Og enn flæða loforðin úr búðum meirihluta Framsóknar-og Sjálfstæðisflokks nú í aðdraganda kosninga og táknrænt að loforðin eru nánast þau sömu og fyrir síðustu kosningar fyrir fjórum árum. Fækkun íbúa Dæmin um svikin loforð meirihlutans eru mörg á kjörtímabilinu. Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði hefur verið langt undir áætlunum sem sést m.a. af því að íbúum Hafnarfjarðar fækkað árið 2020 sem ekki hafði gerst í sögu bæjarins frá árinu 1939. Svo segir meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að bjart sé framundan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, en því miður hefur fátt verið um efndir eins og allar tölur bera með sér. Fyrirhyggjulaus sala eigna bæjarbúa Það var eins og blaut tuska framan í íbúa bæjarins þegar meirihlutinn seldi hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum m.a. til vildarvina, að eigin sögn til að bjarga bæjarsjóði frá þroti. Er það til vitnis um ábyrga fjármálastjórn? Ekkert var fjallað um einkavæðingu og sölu innviða bæjarins í aðdraganda síðustu kosninga. Hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur höfðu það á stefnuskrá sinni. Kvikubanki sá um framkvæmdina með leynisamningi og ekki upplýst hve mikið var greitt fyrir umsýsluna. Þetta var keyrt í gegn af miklu offorsi og þrátt fyrir söluna hafa skuldir á hvern íbúa hækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Þetta minnir á einkavæðingu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á grunn-og leikskóla í Hafnarfirði árið 2000, sem jafnaðarmönnum tókst að forða með stórsigri í kosningum. Eigi að síður hvíla afleiðingar af þessu ævintýri enn þungt á bæjarsjóði með fjárhagslegum skuldbindingum. Reynslan er slæm og dýrkeypt, þar sem Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkur hafa umsjón með einkavæðingu og sölu opinberra eigna, hvort sem er í Hafnarfirði eða á landsvísu. Samráðsleysi eða samvinna og samráð Svo gekk meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks með látum í það í fyrra að hafa leikskólana opna allt sumarið. Það var gert án alls samráðs og olli mikilli óánægju meðal starfsfólksins og kom niður á faglegu starfi leikskólanna, enda var fallið frá frekari áformum nú í sumar og opnunin dregin til baka. Þá hefur áhugaleysi meirihlutans að jafna kjör ófaglærðs starfsfólks innan leikskólanna verið algjört og höfnuðu m.a. tillögu Samfylkingarinnar um að almennt starfsfólk leikskólanna fengi að nýju greitt fyrir að matast með nemendum til þess að jafna kjör starfsfólks leikskóla í Hafnarfirði á við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögum. Fólkið í bænum kvartar undan samráðsleysi. Stórar ákvarðanir eru teknar án þess að eiga samtal eða samvinnu við fólkið sem hlut eiga að máli. Það kemur m.a. fram í því að ekki er horfst í augu við vandann og fyrirspurnum er svarað seint og jafnvel ekki. Hafnfirðingar vilja vera stoltir af bænum sínum og sögunni. Þeir vilja að velferðin blómstri, jafnræði sé í fyrirrúmi og þeir vilja öflugt menningar- og íþróttastarf með traustu atvinnulífi. Jafnaðarmenn í Hafnarfirði leggja áherslu á að standa við gefin loforð með fólkinu í bænum og hefja sókn til velferðar í Hafnarfirði. XS – Að sjálfsögðu. Höfundur er í 5. sæti Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar