Mannréttindi fólks með fötlun Víðir Sigurðsson skrifar 10. maí 2022 18:31 Í vetur hefur endurtekið verið í fréttum frásagnir af Hilmari Kolbeins, fjölfötluðum manni, og glímu hans við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Sorgleg upplifun Hilmars er því miður ekki einstakt tilfelli. Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun er skýr. Stefnan byggir á lögum og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og var samþykkt í borgarstjórn árið 2011. Þjónustan á að vera einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og styðja við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks innan og utan heimilis. Í ágúst 2020 gaf Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar út gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin eru 4, þau byggja á lögum og í þeim eru skilgreindar kröfurnar sem að þjónustan á að uppfylla: 1) Þjónustan gerir notandanum kleift að lifa sjálfstæðu lífi 2) Notandinn tekur þátt í að móta þjónustuna sem að hann fær 3) Notandinn ber traust til þeirra sem að veita honum þjónustuna 4) Þjónustan sem að notandinn fær er örugg og áreiðanleg. Hilmar Kolbeins á eigin íbúð en hann hefur ekki getað búið í henni vegna þess að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur ekki uppfyllt þjónustuskyldur sínar gagnvart Hilmari. Undanfarið ár hefur hann dvalið á hjúkrunarheimilum og spítölum á víxl til þess að fá þá umönnun sem að honum ber. Hörmungarsaga Hilmars af samskiptum sínum við Velferðarsvið er mikill álitshnekkir fyrir borgina sem að óþarfi er að tíunda frekar en svo að skv. nýjustu fréttinni þá hafði hann ekki komist í bað í 3 mánuði! Velferðarsvið þrætir fyrir augljós mannréttindabrot sín en það á vitanlega ekki að standa í þrætum við umbjóðendur sína. Andsvar Velferðarsviðs, sem birt var í fréttum 5. maí síðastliðinn, við þessari augljósu hneisu var tilfinningastormur um eigið ágæti. „Starfsfólki Velferðarsviðs er annt um notendur þjónustunnar og leggur sig fram við að koma til móts við óskir og þarfir þeirra. Í þessu máli sem öðrum verður áfram unnið af alúð að því að veita stuðning.“ Mér er til efs að það finnist einhver sem að ekki biðst undan svona alúð! Vert er að hafa í huga að útsvarsgreiðendum í Reykjavík er gert að greiða fyrir auglýsta þjónustu en það er djúpt gap á milli þeirrar þjónustu og þjónustunnar sem að Velferðarsvið veitir „af alúð“. Núverandi framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitishverfis hefur beitt sér með einkar ósmekklegum hætti gegn því að fólk með fötlun fái þá þjónustu og að búið sé að þeim í samræmi við lög og stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra. Athafnir framkvæmdarstjórans hafa valdið stórfelldum hörmungum fyrir valdalausa fatlaða einstaklinga í búsetuúrræði sem að hún ber ábyrgð á. Íbúar eru læstir inni, aðstandendur eru blekktir og upplýsingum er haldið frá þeim, dæmi eru um endurtekin alvarleg umferðarslys sem að fylgdu stórfelld eignartjón og haldið er frá lögreglu játningum starfsmanna um að hafa misboðið íbúum kynferðislega. Þetta mál er þekkt í kerfinu og það hefur verið á borði borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar síðan 18. mars 2021. Borgarstjóri hefur vísað málinu endurtekið til sviðstjóra Mannauðssviðs og einnig til borgarritara. Málið er vandræðalegt og Reykjavíkurborg til minnkunnar. Sviðsstjóri Mannauðssviðs hringlar með málið fram og til baka. Nú fyrir skömmu segist hún hafa kallað eftir upplýsingum frá Velferðarsviði og að verið sé að leggja lokahönd á rannsókn málsins. Raunverulega skýringin á drætti málsins er augljós spilling og vanhæfni sem að erfitt er að fela eða þagga niður. Framkvæmdarstjórinn reyndi að knýja fram sína eigin stefnu sem að fólst í því að íbúarnir ættu að aðlagast vinnustaðnum og hentisemi einstakra stjórnenda og starfsmanna. Þessi „einkastefna“ framkvæmdarstjórans er augljóslega á skjön við auglýsta þjónustu Reykjavíkurborgar. Vegna hamfaranna sem að geðþótti framkvæmdarstjórans olli þá herma nýlegar fréttir til þess að hún hafi neyðst til að slaka á klónni og að viðurkenna það að íbúinn ætti að njóta vafans. Það sem að gerir einstaka stjórnendum á Velferðarsviði kleyft að framfylgja eigin hentistefnu í málefnum fatlaðra í stað þess að fylgja þeim skýru fyrirmælum sem að koma fram í opinberri stefnu Reykjavíkurborgar, og byggjast á lögum, er áhugaleysi kjörinna borgarfulltrúa á málefnum fatlaðra. Borgarfulltrúar sinna augljóslega ekki eftirlitsskyldu sinni og það þrátt fyrir að vanefndirnar rati endurtekið í fjölmiðla og einnig inná þeirra borð. Þessi skortur á pólitískri eftirfylgd veldur því að hugarfarið er ennþá á Kópavogshæl þrátt fyrir metnaðarfull markmið! Meira síðar, Höfundur er þroskaþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í vetur hefur endurtekið verið í fréttum frásagnir af Hilmari Kolbeins, fjölfötluðum manni, og glímu hans við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Sorgleg upplifun Hilmars er því miður ekki einstakt tilfelli. Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun er skýr. Stefnan byggir á lögum og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og var samþykkt í borgarstjórn árið 2011. Þjónustan á að vera einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og styðja við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks innan og utan heimilis. Í ágúst 2020 gaf Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar út gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin eru 4, þau byggja á lögum og í þeim eru skilgreindar kröfurnar sem að þjónustan á að uppfylla: 1) Þjónustan gerir notandanum kleift að lifa sjálfstæðu lífi 2) Notandinn tekur þátt í að móta þjónustuna sem að hann fær 3) Notandinn ber traust til þeirra sem að veita honum þjónustuna 4) Þjónustan sem að notandinn fær er örugg og áreiðanleg. Hilmar Kolbeins á eigin íbúð en hann hefur ekki getað búið í henni vegna þess að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur ekki uppfyllt þjónustuskyldur sínar gagnvart Hilmari. Undanfarið ár hefur hann dvalið á hjúkrunarheimilum og spítölum á víxl til þess að fá þá umönnun sem að honum ber. Hörmungarsaga Hilmars af samskiptum sínum við Velferðarsvið er mikill álitshnekkir fyrir borgina sem að óþarfi er að tíunda frekar en svo að skv. nýjustu fréttinni þá hafði hann ekki komist í bað í 3 mánuði! Velferðarsvið þrætir fyrir augljós mannréttindabrot sín en það á vitanlega ekki að standa í þrætum við umbjóðendur sína. Andsvar Velferðarsviðs, sem birt var í fréttum 5. maí síðastliðinn, við þessari augljósu hneisu var tilfinningastormur um eigið ágæti. „Starfsfólki Velferðarsviðs er annt um notendur þjónustunnar og leggur sig fram við að koma til móts við óskir og þarfir þeirra. Í þessu máli sem öðrum verður áfram unnið af alúð að því að veita stuðning.“ Mér er til efs að það finnist einhver sem að ekki biðst undan svona alúð! Vert er að hafa í huga að útsvarsgreiðendum í Reykjavík er gert að greiða fyrir auglýsta þjónustu en það er djúpt gap á milli þeirrar þjónustu og þjónustunnar sem að Velferðarsvið veitir „af alúð“. Núverandi framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitishverfis hefur beitt sér með einkar ósmekklegum hætti gegn því að fólk með fötlun fái þá þjónustu og að búið sé að þeim í samræmi við lög og stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra. Athafnir framkvæmdarstjórans hafa valdið stórfelldum hörmungum fyrir valdalausa fatlaða einstaklinga í búsetuúrræði sem að hún ber ábyrgð á. Íbúar eru læstir inni, aðstandendur eru blekktir og upplýsingum er haldið frá þeim, dæmi eru um endurtekin alvarleg umferðarslys sem að fylgdu stórfelld eignartjón og haldið er frá lögreglu játningum starfsmanna um að hafa misboðið íbúum kynferðislega. Þetta mál er þekkt í kerfinu og það hefur verið á borði borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar síðan 18. mars 2021. Borgarstjóri hefur vísað málinu endurtekið til sviðstjóra Mannauðssviðs og einnig til borgarritara. Málið er vandræðalegt og Reykjavíkurborg til minnkunnar. Sviðsstjóri Mannauðssviðs hringlar með málið fram og til baka. Nú fyrir skömmu segist hún hafa kallað eftir upplýsingum frá Velferðarsviði og að verið sé að leggja lokahönd á rannsókn málsins. Raunverulega skýringin á drætti málsins er augljós spilling og vanhæfni sem að erfitt er að fela eða þagga niður. Framkvæmdarstjórinn reyndi að knýja fram sína eigin stefnu sem að fólst í því að íbúarnir ættu að aðlagast vinnustaðnum og hentisemi einstakra stjórnenda og starfsmanna. Þessi „einkastefna“ framkvæmdarstjórans er augljóslega á skjön við auglýsta þjónustu Reykjavíkurborgar. Vegna hamfaranna sem að geðþótti framkvæmdarstjórans olli þá herma nýlegar fréttir til þess að hún hafi neyðst til að slaka á klónni og að viðurkenna það að íbúinn ætti að njóta vafans. Það sem að gerir einstaka stjórnendum á Velferðarsviði kleyft að framfylgja eigin hentistefnu í málefnum fatlaðra í stað þess að fylgja þeim skýru fyrirmælum sem að koma fram í opinberri stefnu Reykjavíkurborgar, og byggjast á lögum, er áhugaleysi kjörinna borgarfulltrúa á málefnum fatlaðra. Borgarfulltrúar sinna augljóslega ekki eftirlitsskyldu sinni og það þrátt fyrir að vanefndirnar rati endurtekið í fjölmiðla og einnig inná þeirra borð. Þessi skortur á pólitískri eftirfylgd veldur því að hugarfarið er ennþá á Kópavogshæl þrátt fyrir metnaðarfull markmið! Meira síðar, Höfundur er þroskaþjálfi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun