Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 10. maí 2022 23:11 Systur voru kát á leið í rútuna að lokinni keppni í kvöld. Vísir/Sylvía Rut Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. Við náðum að hitta örstutt á hópinn þegar þau komu út úr keppnishöllinni og voru á leið upp í rútuna sína. Þau voru þakklát, hrærð og stolt. „Okkur líður mjög vel, þetta var mjög gaman.“ Þau gerðu ekki öll ráð fyrir því að komast áfram í kvöld og fá tækifæri til að flytja lagið aftur í úrslitunum á laugardag. „Á Íslandi, þegar einhver segir manni nógu oft að maður sé ekki að fara að komast í gegn, þá er maður bara ó ókei. Svo allt í einu bara what?“ Ætla að taka því rólega á morgun Aðspurð hvaða þýðingu það hafi fyrir þau að ná að koma skilaboðum sínum svona langt um allan heim svaraði Sigga: „Það gefur okkur tilgang. Við getum haldið áfram að vera bæði tónlistarkonur og menn og berjast fyrir mannréttindum.“ Íslenski hópurinn hefur ítrekað nýtt vettvang sinn í Tórínó til að vekja máls á réttindum transbarna. Varðandi planið þeirra á morgun sögðust þau ætla að drekka gott kaffi í sólinni. „Á morgun er frí.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mikil spenna ríkti í höllinni á meðan tilkynnt var hvaða atriði myndu komast áfram en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina á laugardag. Flutningur systkinanna gekk vel á sviðinu og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. 10. maí 2022 22:19 Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06 Twitter um kvöldið: Ísland í úrslit og Danir fara heim Íslendingar virðast almennt mjög ánægðir með flutning Systra á lagi sínu Með hækkandi sól í fyrri undanúrslitum Eurovision. 10. maí 2022 20:50 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Við náðum að hitta örstutt á hópinn þegar þau komu út úr keppnishöllinni og voru á leið upp í rútuna sína. Þau voru þakklát, hrærð og stolt. „Okkur líður mjög vel, þetta var mjög gaman.“ Þau gerðu ekki öll ráð fyrir því að komast áfram í kvöld og fá tækifæri til að flytja lagið aftur í úrslitunum á laugardag. „Á Íslandi, þegar einhver segir manni nógu oft að maður sé ekki að fara að komast í gegn, þá er maður bara ó ókei. Svo allt í einu bara what?“ Ætla að taka því rólega á morgun Aðspurð hvaða þýðingu það hafi fyrir þau að ná að koma skilaboðum sínum svona langt um allan heim svaraði Sigga: „Það gefur okkur tilgang. Við getum haldið áfram að vera bæði tónlistarkonur og menn og berjast fyrir mannréttindum.“ Íslenski hópurinn hefur ítrekað nýtt vettvang sinn í Tórínó til að vekja máls á réttindum transbarna. Varðandi planið þeirra á morgun sögðust þau ætla að drekka gott kaffi í sólinni. „Á morgun er frí.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Mikil spenna ríkti í höllinni á meðan tilkynnt var hvaða atriði myndu komast áfram en Ísland var þriðja ríkið til að verða lesið upp í útsendingunni. Auk Íslands komust Sviss, Armenía, Litháen, Portúgal, Noregur, Grikkland, Úkraína, Moldavía og Holland áfram í lokakeppnina á laugardag. Flutningur systkinanna gekk vel á sviðinu og hafa fjölmargir hrósað frammistöðunni á samfélagsmiðlum. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. 10. maí 2022 22:19 Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06 Twitter um kvöldið: Ísland í úrslit og Danir fara heim Íslendingar virðast almennt mjög ánægðir með flutning Systra á lagi sínu Með hækkandi sól í fyrri undanúrslitum Eurovision. 10. maí 2022 20:50 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. 10. maí 2022 22:19
Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06
Twitter um kvöldið: Ísland í úrslit og Danir fara heim Íslendingar virðast almennt mjög ánægðir með flutning Systra á lagi sínu Með hækkandi sól í fyrri undanúrslitum Eurovision. 10. maí 2022 20:50