Íslandi spáð 23. sæti á úrslitakvöldinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2022 12:30 Systur tryggðu Íslandi sæti í úrslitum Eurovision í gærkvöldi. EBU/SARAH LOUISE BENNETT Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Ísland komst áfram upp úr fyrri undanriðli Eurovision í úrslitin í gær. Systrum hafði ekki verið spáð framgöngu í úrslitin í veðbönkum en klukkutímana fyrir undankeppnina sagði spá veðbankanna að 37 prósent líkur væru á því að systurnar kæmust í úrslitin. Systur sögðu sjálfar í samtali við Vísi í gær að það hafi komið þeim á óvart þegar nafn Íslands var kallað af kynnunum við upplistun þeirra landa sem komust í úrslit í gærkvöldi. „Já, þetta kom á óvart. Á Íslandi, þegar einhver segir manni nógu oft að maður sé ekki að fara að komast í gegn, þá er maður bara ó, ókei. Svo bara allt í einu, what? Við komumst í gegn,“ sögðu systur í samtali við fréttastofu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Átján lönd munu keppa um tíu sæti í úrslitum á seinna undanúrsitakvöldinu á morgun. Þar er Svíþjóð, Póllandi og Ástralíu spáð bestu gengi en Rúmenía, Ísrael, Írland, Georgía, Svartfjallaland og Norður-Makedónía talin ólíkleg til framgöngu. San Marínó og Malta eru í baráttusætum. Úrslitin fara svo fram í Eurovision-höllinni í Tórínó á laugardag þar sem tuttugu og fimm lönd keppa til úrslita. Fyrir liggur að Armenía, Frakkand, Þýskaland, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Sviss, Úkraína, Ítalía, Grikkland, Ísland, Litháen, Moldóva og Bretland muni keppa í úrslitum en í ljós kemur á morgun hvaða tíu lönd bætast við. Íslandi er nú spáð 23. sæti á úrslitakvöldinu.Skjáskot Samkvæmt veðbönkum eru helmingslíkur á að Úkraína beri sigur úr bítum í keppninni og Ítalía talin næstsigurstranglegust með 12 prósenta vinningslíkur. Þar á eftir koma Bretland og Svíþjóð. Ísland er nú í 23. sæti í veðbönkum. Eurovision Júrógarðurinn Tónlist Tengdar fréttir Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. 10. maí 2022 22:19 Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Það kom eflaust mörgum á óvart þegar Ísland komst áfram upp úr fyrri undanriðli Eurovision í úrslitin í gær. Systrum hafði ekki verið spáð framgöngu í úrslitin í veðbönkum en klukkutímana fyrir undankeppnina sagði spá veðbankanna að 37 prósent líkur væru á því að systurnar kæmust í úrslitin. Systur sögðu sjálfar í samtali við Vísi í gær að það hafi komið þeim á óvart þegar nafn Íslands var kallað af kynnunum við upplistun þeirra landa sem komust í úrslit í gærkvöldi. „Já, þetta kom á óvart. Á Íslandi, þegar einhver segir manni nógu oft að maður sé ekki að fara að komast í gegn, þá er maður bara ó, ókei. Svo bara allt í einu, what? Við komumst í gegn,“ sögðu systur í samtali við fréttastofu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Átján lönd munu keppa um tíu sæti í úrslitum á seinna undanúrsitakvöldinu á morgun. Þar er Svíþjóð, Póllandi og Ástralíu spáð bestu gengi en Rúmenía, Ísrael, Írland, Georgía, Svartfjallaland og Norður-Makedónía talin ólíkleg til framgöngu. San Marínó og Malta eru í baráttusætum. Úrslitin fara svo fram í Eurovision-höllinni í Tórínó á laugardag þar sem tuttugu og fimm lönd keppa til úrslita. Fyrir liggur að Armenía, Frakkand, Þýskaland, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Sviss, Úkraína, Ítalía, Grikkland, Ísland, Litháen, Moldóva og Bretland muni keppa í úrslitum en í ljós kemur á morgun hvaða tíu lönd bætast við. Íslandi er nú spáð 23. sæti á úrslitakvöldinu.Skjáskot Samkvæmt veðbönkum eru helmingslíkur á að Úkraína beri sigur úr bítum í keppninni og Ítalía talin næstsigurstranglegust með 12 prósenta vinningslíkur. Þar á eftir koma Bretland og Svíþjóð. Ísland er nú í 23. sæti í veðbönkum.
Eurovision Júrógarðurinn Tónlist Tengdar fréttir Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. 10. maí 2022 22:19 Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11
Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun. 10. maí 2022 22:19
Systur snúa aftur á úrslitakvöldinu Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag. 10. maí 2022 21:06