Er flokkunum sem vinna gegn Reykjavík treystandi til að stjórna Reykjavík? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. maí 2022 15:16 Reykjavíkurborg er með lægsta skuldahlutfall sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og stendur betur fjárhagslega heldur en hin stóru sveitarfélögin á Íslandi. Það er nánast sama hvaða mælikvarði er notaður, alltaf kemur Reykjavík best út. Þannig er staðan þrátt fyrir að borgin standi undir miklum meirihluta allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga á Íslandi og Reykvíkingar verji miklu meiri fjármunum til félagsþjónustu almennt en aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík er líka með lægstu leikskólagjöldin af fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins, greiðir einna hæstu fjárhagsaðstoðina til þeirra sem þurfa á henni að halda, ber hitann og þungann af þjónustu við heimilislaust fólk og er í fararbroddi þegar kemur að félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Reykjavíkurborg stendur vel af því að Reykjavíkurborg er vel stjórnað. Þær rekstrarlegu áskoranir sem borgin stendur frammi fyrir stafa að miklu leyti af skakkri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tregðu löggjafans til að leiðrétta hana. Þá líða Reykjavík og fleiri sveitarfélög fyrir óábyrga fjármála- og efnahagsstefnu sem hefur verið rekin í landsmálunum á vakt Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins síðastliðinn áratug. Í henni felst m.a. að skorið er niður bakdyramegin og verkefni á sviði velferðar- og menntamála færð yfir á sveitarstjórnarstigið án þess að fjármagn og tekjustofnar fylgi. Þetta kemur einna harðast niður á stærsta sveitarfélaginu sem er að miklu leyti með félagsþjónustu alls höfuðborgarsvæðisins á herðunum, Reykjavíkurborg. Þegar stjórnmálaflokkarnir sem bera ábyrgð á einmitt þessu tromma fram í borginni með kosningaloforð um að bæði stórbæta þjónustu og lækka skatta strax; þegar flokkar sem standa fyrir niðurskurði í ríkisframlögum til félagslegrar húsnæðisuppbyggingar og grafa undan húsnæðisstuðningi með ójafnaðarstefnu kynna sjálfa sig sem lausn á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins; og þegar flokkur sem stendur vörð um fjárhagslega mismunun gagnvart grunnskólabörnum í Reykjavík segist ætla að setja börn í fyrsta sæti við stjórn Reykjavíkurborgar – þá sjá auðvitað kjósendur í gegnum loddaraskapinn. Flokkar sem vinna gegn Reykjavík og hagsmunum Reykvíkinga eiga ekki að koma nálægt stjórn Reykjavíkur. Það er ábyrgð okkar sem er annt um heilbrigða borgarþróun á félagslegum forsendum að fjölmenna á kjörstaði næsta laugardag og tryggja meirihlutanum í Reykjavík undir forystu Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar sterkt umboð til að gera góða borg ennþá betri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er með lægsta skuldahlutfall sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og stendur betur fjárhagslega heldur en hin stóru sveitarfélögin á Íslandi. Það er nánast sama hvaða mælikvarði er notaður, alltaf kemur Reykjavík best út. Þannig er staðan þrátt fyrir að borgin standi undir miklum meirihluta allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga á Íslandi og Reykvíkingar verji miklu meiri fjármunum til félagsþjónustu almennt en aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík er líka með lægstu leikskólagjöldin af fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins, greiðir einna hæstu fjárhagsaðstoðina til þeirra sem þurfa á henni að halda, ber hitann og þungann af þjónustu við heimilislaust fólk og er í fararbroddi þegar kemur að félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Reykjavíkurborg stendur vel af því að Reykjavíkurborg er vel stjórnað. Þær rekstrarlegu áskoranir sem borgin stendur frammi fyrir stafa að miklu leyti af skakkri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tregðu löggjafans til að leiðrétta hana. Þá líða Reykjavík og fleiri sveitarfélög fyrir óábyrga fjármála- og efnahagsstefnu sem hefur verið rekin í landsmálunum á vakt Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins síðastliðinn áratug. Í henni felst m.a. að skorið er niður bakdyramegin og verkefni á sviði velferðar- og menntamála færð yfir á sveitarstjórnarstigið án þess að fjármagn og tekjustofnar fylgi. Þetta kemur einna harðast niður á stærsta sveitarfélaginu sem er að miklu leyti með félagsþjónustu alls höfuðborgarsvæðisins á herðunum, Reykjavíkurborg. Þegar stjórnmálaflokkarnir sem bera ábyrgð á einmitt þessu tromma fram í borginni með kosningaloforð um að bæði stórbæta þjónustu og lækka skatta strax; þegar flokkar sem standa fyrir niðurskurði í ríkisframlögum til félagslegrar húsnæðisuppbyggingar og grafa undan húsnæðisstuðningi með ójafnaðarstefnu kynna sjálfa sig sem lausn á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins; og þegar flokkur sem stendur vörð um fjárhagslega mismunun gagnvart grunnskólabörnum í Reykjavík segist ætla að setja börn í fyrsta sæti við stjórn Reykjavíkurborgar – þá sjá auðvitað kjósendur í gegnum loddaraskapinn. Flokkar sem vinna gegn Reykjavík og hagsmunum Reykvíkinga eiga ekki að koma nálægt stjórn Reykjavíkur. Það er ábyrgð okkar sem er annt um heilbrigða borgarþróun á félagslegum forsendum að fjölmenna á kjörstaði næsta laugardag og tryggja meirihlutanum í Reykjavík undir forystu Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar sterkt umboð til að gera góða borg ennþá betri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun