Dæmdur í fimmtán mánuði fyrir sérstaklega hættulega hnífstunguárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2022 16:26 Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, af þeim eru tólf skilorðsbundnir. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir hótun og sérstaklega hættulega líkamsárás. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn einnig til að greiða brotaþola 600 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var ákærður í byrjun mars á þessu ári fyrir að hafa í september 2018 veist að manni með ofbeldi inni í bifreið í Reykjanesbæ, stungið hann með hníf í vinstri upphandlegg og tvívegis í vinstra læri. Afleiðingar hnífstunganna voru þau að brotaþoli hlaut þrjú 1 cm stungusár, eitt í handlegg og tvö í fótlegg. Samkvæmt dómnum, sem féll 4. maí síðastliðinn, var maðurinn jafnframt ákærður fyrir að hafa hótað manninum ofbeldi ef hann leitaði til lögreglu. Fram kemur í ákæru að hótunin hafi verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Maðurinn játaði brot sín en hann hefur nokkra dóma á bakinu. Maðurinn hefur einu sinni gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðarlagabrots og sjö sinnum hlotið dóma vegna brota gegn umferðarlögum, fíkniefnalögum, almennum hegningarlögum og barnaverndarlögum. Þar sem líkamsárásin sem um ræðir hér var framin áður en fjórir síðustu dómarnir voru upp kvaðnir verður manninum því dæmdur hegningarauki. Brotaþoli krafðist þess að maðurinn greiddi honum eina milljón króna í miskabætur, sem dómurinn lækkaði í 600 þúsund krónur. Þá var maðurinn dmædur í fimmtán mánaða fangelsi en tólf þeirra eru skilorðsbundnir í tvö ár. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sjá meira
Maðurinn var ákærður í byrjun mars á þessu ári fyrir að hafa í september 2018 veist að manni með ofbeldi inni í bifreið í Reykjanesbæ, stungið hann með hníf í vinstri upphandlegg og tvívegis í vinstra læri. Afleiðingar hnífstunganna voru þau að brotaþoli hlaut þrjú 1 cm stungusár, eitt í handlegg og tvö í fótlegg. Samkvæmt dómnum, sem féll 4. maí síðastliðinn, var maðurinn jafnframt ákærður fyrir að hafa hótað manninum ofbeldi ef hann leitaði til lögreglu. Fram kemur í ákæru að hótunin hafi verið til þess fallin að vekja hjá manninum ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Maðurinn játaði brot sín en hann hefur nokkra dóma á bakinu. Maðurinn hefur einu sinni gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðarlagabrots og sjö sinnum hlotið dóma vegna brota gegn umferðarlögum, fíkniefnalögum, almennum hegningarlögum og barnaverndarlögum. Þar sem líkamsárásin sem um ræðir hér var framin áður en fjórir síðustu dómarnir voru upp kvaðnir verður manninum því dæmdur hegningarauki. Brotaþoli krafðist þess að maðurinn greiddi honum eina milljón króna í miskabætur, sem dómurinn lækkaði í 600 þúsund krónur. Þá var maðurinn dmædur í fimmtán mánaða fangelsi en tólf þeirra eru skilorðsbundnir í tvö ár.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Sjá meira