Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2022 19:02 Oddvitar þeirra níu flokka sem fengu kjörna borgarfulltrúa í síðustu kosningum og eiga möguleika á að ná inn fultrúum í kosningunum á laugardag mæta í kappræður með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 18:55. Vísir/Vilhelm Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. Framsóknarflokkurinn er áfram á flugi miðað við síðustu kosningar og fengi 11,3 prósent atkvæða, dalar um prósentustig frá síðustu könnun í byrjun maí en er langt yfir 3,2 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Viðreisn mælist nú með 7,5 prósent sem er ekki langt frá fylgi flokksins árið 2018. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar miklu fylgi frá því kosið var síðast, fengi 21,8 prósent nú en var lang stærsti flokkurinn árið 2018 með 30,8 prósent atkvæða. Flokkur fólksins bætir lítillega við sig bæði frá síðustu könnun og kosningum og mælist nú með 5 prósent. Sósíalistaflokkurinn fengi um prósentustigi meira fylgi en síðast með 7,5 prósent. Miðflokkurinn hefur hins vegar misst ríflega helming fylgis síns frá síðustu kosningum og fengi 3,3 prósent nú samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Vinstri grænna dalar milli kannanna Píratar eru aftur á móti í mikilli sókn og fengju 13,3 prósent atkvæða. Nánast tvöfaldar fylgi sitt en flokkurinn fékk 7,7 prósent í síðustu kosningum. Samfylkingin mælist með mesta fylgið og fengi 22,7 prósent atkvæða nú sem er þó rétt rúmlega þremur prósentum minna en í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju sama fylgi og síðast eða 4,6 prósent og hefur dalað um 2,6 prósentustig frá síðustu könnun hinn 2. maí. E-listi Reykjavíkur bestu borgarinnar fengi 1,5 prósent atkvæða og Y-listi Ábyrgrar framtíðar 1,8 prósent. Hvorugt framboðið næði inn borgarfulltrúa. Framsókn fengi þrjá fulltrúa Ef þetta yrðu úrslit borgarstjórnarkosninganna á laugardag fengi Samfylkingin flesta fulltrúa eða sex, einum færri en í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm fulltrúa og tapaði þannig þremur frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn myndi hins vegar fá þrjá fulltrúa kjörna en fékk engan kjörinn síðast. Píratar myndu bæta við sig einum fulltrúa frá síðustu kosningum og fengju nú þrjá kjörna. Viðreisn heldur sínum tveimur fulltrúum og Flokkur fólksins og Vinstri græn sínum eina fulltrúa hvor flokkur. Sósíalistaflokkurinn myndi aftur á móti bæta við sig einum og fengi tvo kjörna nú. Miðflokkurinn missir sinn fulltrúa og fengi engan kjörinn nú. Meirihlutinn héldi með minnsta mun Samkvæmt þessu héldu flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn sínum 12 fulltrúum og gætu þar með endurnýjað samstarf sitt. Minnihluta flokkarnir yrðu samanlagt með ellefu fulltrúa. Innan þeirra er mesta breytingin sú að þrír fulltrúar færast frá Sjálfstæðisflokki og einn frá Miðflokki og fara til Framsóknarflokks og Sósíalistaflokksins. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Samfylkingin Skoðanakannanir Borgarstjórn Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er áfram á flugi miðað við síðustu kosningar og fengi 11,3 prósent atkvæða, dalar um prósentustig frá síðustu könnun í byrjun maí en er langt yfir 3,2 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Viðreisn mælist nú með 7,5 prósent sem er ekki langt frá fylgi flokksins árið 2018. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar miklu fylgi frá því kosið var síðast, fengi 21,8 prósent nú en var lang stærsti flokkurinn árið 2018 með 30,8 prósent atkvæða. Flokkur fólksins bætir lítillega við sig bæði frá síðustu könnun og kosningum og mælist nú með 5 prósent. Sósíalistaflokkurinn fengi um prósentustigi meira fylgi en síðast með 7,5 prósent. Miðflokkurinn hefur hins vegar misst ríflega helming fylgis síns frá síðustu kosningum og fengi 3,3 prósent nú samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Vinstri grænna dalar milli kannanna Píratar eru aftur á móti í mikilli sókn og fengju 13,3 prósent atkvæða. Nánast tvöfaldar fylgi sitt en flokkurinn fékk 7,7 prósent í síðustu kosningum. Samfylkingin mælist með mesta fylgið og fengi 22,7 prósent atkvæða nú sem er þó rétt rúmlega þremur prósentum minna en í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju sama fylgi og síðast eða 4,6 prósent og hefur dalað um 2,6 prósentustig frá síðustu könnun hinn 2. maí. E-listi Reykjavíkur bestu borgarinnar fengi 1,5 prósent atkvæða og Y-listi Ábyrgrar framtíðar 1,8 prósent. Hvorugt framboðið næði inn borgarfulltrúa. Framsókn fengi þrjá fulltrúa Ef þetta yrðu úrslit borgarstjórnarkosninganna á laugardag fengi Samfylkingin flesta fulltrúa eða sex, einum færri en í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm fulltrúa og tapaði þannig þremur frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn myndi hins vegar fá þrjá fulltrúa kjörna en fékk engan kjörinn síðast. Píratar myndu bæta við sig einum fulltrúa frá síðustu kosningum og fengju nú þrjá kjörna. Viðreisn heldur sínum tveimur fulltrúum og Flokkur fólksins og Vinstri græn sínum eina fulltrúa hvor flokkur. Sósíalistaflokkurinn myndi aftur á móti bæta við sig einum og fengi tvo kjörna nú. Miðflokkurinn missir sinn fulltrúa og fengi engan kjörinn nú. Meirihlutinn héldi með minnsta mun Samkvæmt þessu héldu flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn sínum 12 fulltrúum og gætu þar með endurnýjað samstarf sitt. Minnihluta flokkarnir yrðu samanlagt með ellefu fulltrúa. Innan þeirra er mesta breytingin sú að þrír fulltrúar færast frá Sjálfstæðisflokki og einn frá Miðflokki og fara til Framsóknarflokks og Sósíalistaflokksins.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Samfylkingin Skoðanakannanir Borgarstjórn Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira