Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Snorri Másson skrifar 11. maí 2022 22:30 Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, varar við of miklum leiguhækkunum og kallar eftir því að stjórnvöld grípi inn í markaðinn. Efling Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. Fluttar hafa verið viðstöðulausar fréttir af ævintýralegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Þeir sem eiga, eiga sífellt meira. En þeir sem leigja, þeir leigja á sífellt meira. Í greiningu Eflingar á leigumarkaðnum er dregin upp dökk mynd af stöðu leigjenda. Sagt er að eðlilegt viðmið sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum fólks. Á Íslandi er hlutfallið að meðaltali 45% og sumir eru að borga allt að 70% af tekjum sínum. „Stóri vandinn er sá að við erum komin með verðlag á húsnæði upp á eitt það hæsta sem við sjáum í Evrópu. Jafnvel þó að við byggjum meira núna mun verðið ekki fara mikið niður. Gagnvart leigunni þarf að setja einhverjar hömlur eða bremsur á hækkun leiguverðs,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, í samtali við fréttastofu. Stefán segir fyrirséð að markaðshyggjufólk muni alltaf mótmæli slíkum hugmyndum, en að sannleikur sé sá að á öllum mörkuðum ríki ákveðnar reglur. Ljóst sé af markaðnum nú að laga þurfi reglurnar að nýjum veruleika svo að fólk geti haft þak yfir höfði sér. Það gildi ekki síður um hömlur á húsnæðisverðinu sjálfu, sem sé einnig komið langt fram yfir kostnaðarverð. „Það þarf að finna heppilegt jafnvægi, sem tryggir stöðugleika. Við viljum ekki sveiflur hvorki langt upp né langt niður, við viljum hafa slétta og fellda þróun í þessu þannig að verðin verði ekki óhófleg,“ segir Stefán. Stefán fagnar innleggi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en sendinefnd á vegum sjóðsins kynnti í dag álit sitt á efnahagshorfum á Íslandi. Þar sagði hreinlega að kerfisáhætta væri farin að gera vart við sig hjá bönkunum vegna hækkunar húsnæðisverðs. Yfirvöld yrðu að bregðast við; aðallega með því að byggja meira; en einnig með því að gera húsnæðisstuðning markvissari á Íslandi og efla félagslega húsnæðiskerfið. „Það er nú svolítið þegar hagfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum alþjóðastofnunum að það þurfi að efla félagslegt húsnæðiskerfi. Þeir eru venjulega ekki þar,“ segir Stefán. Stjórnvöld hafi lofað við gerð lífskjarasamninganna að setja hömlur á verðákvarðanir í leigu — en hafi ekki staðið við það. „Þetta er ekkert annað en blanda af skilningsleysi og viljaleysi — kannski mest viljaleysi,“ segir Stefán. Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
Fluttar hafa verið viðstöðulausar fréttir af ævintýralegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði undanfarin misseri. Þeir sem eiga, eiga sífellt meira. En þeir sem leigja, þeir leigja á sífellt meira. Í greiningu Eflingar á leigumarkaðnum er dregin upp dökk mynd af stöðu leigjenda. Sagt er að eðlilegt viðmið sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum fólks. Á Íslandi er hlutfallið að meðaltali 45% og sumir eru að borga allt að 70% af tekjum sínum. „Stóri vandinn er sá að við erum komin með verðlag á húsnæði upp á eitt það hæsta sem við sjáum í Evrópu. Jafnvel þó að við byggjum meira núna mun verðið ekki fara mikið niður. Gagnvart leigunni þarf að setja einhverjar hömlur eða bremsur á hækkun leiguverðs,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur hjá Eflingu, í samtali við fréttastofu. Stefán segir fyrirséð að markaðshyggjufólk muni alltaf mótmæli slíkum hugmyndum, en að sannleikur sé sá að á öllum mörkuðum ríki ákveðnar reglur. Ljóst sé af markaðnum nú að laga þurfi reglurnar að nýjum veruleika svo að fólk geti haft þak yfir höfði sér. Það gildi ekki síður um hömlur á húsnæðisverðinu sjálfu, sem sé einnig komið langt fram yfir kostnaðarverð. „Það þarf að finna heppilegt jafnvægi, sem tryggir stöðugleika. Við viljum ekki sveiflur hvorki langt upp né langt niður, við viljum hafa slétta og fellda þróun í þessu þannig að verðin verði ekki óhófleg,“ segir Stefán. Stefán fagnar innleggi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en sendinefnd á vegum sjóðsins kynnti í dag álit sitt á efnahagshorfum á Íslandi. Þar sagði hreinlega að kerfisáhætta væri farin að gera vart við sig hjá bönkunum vegna hækkunar húsnæðisverðs. Yfirvöld yrðu að bregðast við; aðallega með því að byggja meira; en einnig með því að gera húsnæðisstuðning markvissari á Íslandi og efla félagslega húsnæðiskerfið. „Það er nú svolítið þegar hagfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum alþjóðastofnunum að það þurfi að efla félagslegt húsnæðiskerfi. Þeir eru venjulega ekki þar,“ segir Stefán. Stjórnvöld hafi lofað við gerð lífskjarasamninganna að setja hömlur á verðákvarðanir í leigu — en hafi ekki staðið við það. „Þetta er ekkert annað en blanda af skilningsleysi og viljaleysi — kannski mest viljaleysi,“ segir Stefán.
Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“