„Catfish“
Þátturinn gengur út á það að keppendur eru aðskildir og eiga að byggja upp tengslanet í gegnum miðilinn The Circle. Keppendur geta ákveðið hvort að þeir vilji spila leikinn og kynnast öðrum sem þeir sjálfir eða sem einhver annar persónuleiki sem þeir búa til eða svokallaður „catfish“.
Venjulega spila keppendur til þess að vinna þúsund Bandaríkjadali en þær vildu ekki eiga möguleika á því að vinna neina upphæð heldur eru þær aðdáendur þáttanna og vildu koma tímabundið inn. Einnig var koma þeirra í þættina sett þannig upp að ef þær gæti blekkt alla myndi vinningsupphæðin fyrir sigurvegarann aukast um fimmhundruð Bandaríkjadali.

Enginn veit að þær séu hinu megin við skjáinn
Í fjórðu seríu eru keppendurnir heldur betur af betri toganum en það eru meðal annars kryddpíurnar Emma Bunton og Mel B sem koma inn sem teymi og reyna að kynnast öðrum undir fölsku nafni.
Þær þurfa að skapa nýja persónu og búa saman í lítilli íbúð með engin samskipti við umheiminn. Það er gaman að fylgjast með samskiptum þeirra sem eru lík samskiptum systra enda hafa þær eytt stórum parti af lífinu saman.

„2 become 1“
*Höskuldarviðvörun* Hér verður rætt um persónuna sem þær þykjast vera og þættina
Persónan sem þær þykjast vera í þættinum var valin inn af aðal áhrifavaldinum í þættinum á þeim tíma. Hann vissi ekki hver yrði á bak við persónuna sem hann tók inn og valdi hann keppandann Jared sem er 28 ára barnabókahöfundur.
„Við þurfum að hugsa hvað bækurnar okkar heita og hvað við höfum skrifað margar bækur,“
sagði Emma þegar þær komust að því hverjar þær væru að fara að vera. Með tímanum fóru að koma vísbendingar frá stjórnendum leiksins um að frægir keppendur væru meðal þeirra. Þá fór skemmtileg atburðarás í gang þar sem aðrir reyndu að giska á bak við hvaða nafn leyndist frægur einstaklingur.