Lífið

Laura og Mika fjarverandi á fyrstu æfingunni fyrir lokakvöldið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Alessandro Cattelan, Laura Pausini og Mika eru kynnar Eurovision í ár.
Alessandro Cattelan, Laura Pausini og Mika eru kynnar Eurovision í ár. EBU/SARAH LOUISE BENNETT

Fyrsta æfingin fyrir Eurovision keppnina á laugardag er nýhafin í Pala Alpitour höllinni í Tórínó á Ítalíu. Það vakti athygli blaðamanna í áhorfendastúkunni að aðeins einn kynnanna var á sviðinu.

Alessandro Cattelan tilkynnti að Laura Pausini væri fjarverandi. Skýringin sem var gefin væri að hún þyrfti að hvíla sig. 

„Hún er í lagi, þið þurfið ekki að hafa áhyggjur. Hún þarf bara hvíld“

Ekkert hefur verið sagt um fjarveru Mika í höllinni hér í dag eða hvort hann muni bætast við á æfinguna á eftir. Staðgenglar stóðu fyrir tvo af þremur kynnum á sviðinu með Cattelan.

Í gær fór fram seinna undankvöldið og er ljóst að það hefur verið mikið álag á kynnana síðustu daga enda var fyrra undankvöldið á þriðjudag og svo hafa þau líka þurft að mæta í viðtöl og á blaðamannafundi og fleira. 

Íslenski hópurinn kom fram á sviðið í byrjun æfingarinnar þegar öll löndin voru kynnt. Þau voru ekki komin í búningana sína en við bíðum spenntar í salnum eftir að þau stígi á svið. Eins og áður hefur komið fram er Ísland í seinni hluta keppninnar, nánar tiltekið það átjánda í röðinni. 


Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Systur rísa en stjarna Úkraínu skín langskærast

Framlag Íslands í Eurovision er í tuttugasta sæti meðal veðbanka yfir þær þjóðir sem líklegastar eru til að bera sigur úr býtum annað kvöld. Fátt getur komið í veg fyrir sigur Úkraínu, ef marka má veðbanka að minnsta kosti.

Þessar þjóðir mæta Systrum á laugar­daginn

Nú er komið á hreint hvaða þjóðir munu keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Tórínó á laugardaginn. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð og Finnland eru meðal þeirra þjóða sem tryggðu sér sæti í úrslitum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.