Eurovisionvaktin: Sögulegur sigur Úkraínu á úrslitakvöldi Eurovision Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 14. maí 2022 15:00 Tuttugu og fimm lönd stíga á sviðið og gera atlögu að því að lyfta glerhljóðnemanum í lok kvölds. EBU/Vísir Úrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022 verður haldið í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með þar til yfir lýkur. Vaktina má finna neðst í fréttinni og verður hún í kvöld skrifuð beint úr höllinni í Tórínó. Til að hita upp fyrir kvöldið er hægt að taka þetta lauflétta Júrókviss. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Á svið stíga fulltrúar tuttugu og fimm landa í eftirfarandi röð: Tékkland, Rúmenía, Portúgal, Finnland, Sviss, Frakkland, Noregur, Armenía, Ítalía, Spánn, Hölland, Úkraína, Þýskaland, Litháen, Aserbaídsjan, Belgía, Grikkland, Ísland, Moldóva, Svíþjóð, Ástralía, Bretland, Pólland Serbía, Eistland. Eftir flutninga listamannanna fer hin víðfræga og afar spennandi stigagjöf Eurovision síðan fram og loks verður sigurvegarinn krýndur. Í fyrra var það um klukkan 22:45. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu erindi í vaktina sendist á sylviarut@stod2.is.
Vaktina má finna neðst í fréttinni og verður hún í kvöld skrifuð beint úr höllinni í Tórínó. Til að hita upp fyrir kvöldið er hægt að taka þetta lauflétta Júrókviss. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Á svið stíga fulltrúar tuttugu og fimm landa í eftirfarandi röð: Tékkland, Rúmenía, Portúgal, Finnland, Sviss, Frakkland, Noregur, Armenía, Ítalía, Spánn, Hölland, Úkraína, Þýskaland, Litháen, Aserbaídsjan, Belgía, Grikkland, Ísland, Moldóva, Svíþjóð, Ástralía, Bretland, Pólland Serbía, Eistland. Eftir flutninga listamannanna fer hin víðfræga og afar spennandi stigagjöf Eurovision síðan fram og loks verður sigurvegarinn krýndur. Í fyrra var það um klukkan 22:45. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu erindi í vaktina sendist á sylviarut@stod2.is.
Eurovision Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira