„Ef City tapar skal ég fara að hugsa um fernuna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2022 09:57 Jürgen Klopp stappar stálinu í sína menn. Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eiga enn möguleika á að vinna fernuna frægu eftir sigur liðsins gegn Chelsea í úrslitum enska bikarsins í gær. Klopp viðurkennir þó að það verði að teljast ólíklegt að liðinu takist að gera hið ómögulega, enda sé þeirra helstai keppinautur, Manchester City, með þriggja stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni þegar tvær umferðir eru eftir. City mætir einmitt til leiks í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sækir West Ham heim, en Klopp segist ekki einu sinni ætla að hugsa um möguleikann á fernunni nema bláklæddir Manchester menn tapi í dag. „Möguleikinn á fernunni er til staðar ef þú vilt,“ sagði þjóðverjinn við blaðamann sem bar upp spurningu um hana eftir að Liverpool tryggði sér enska bikarinn í gær. „En hann er líka ekki til staðar út af því hvernig staðan í deildinni er.“ „Eins og staðan er núna er City með þriggja stiga forskot á okkur og með plús sjö í markatölu á okkur.“ „Þannig að ef þeir vinna á morgun [í dag], með fullri virðingu fyrir West Ham, segjum að þeir vinni 4-0. Þá er munurinn orðinn sex stig áður en við náum að spila á móti Southampton og ellefu marka munur í markatölu.“ „Þá þurfum við að vinna báða okkar leiki og þeir að tapa lokaleiknum sínum. Við skulum sjá hvað gerist hjá þeim. Ef City tapar á móti West Ham skal ég fara að hugsa um fernuna. Ef ekki, þá tökum við stöðuna og höldum áfram.“ „Það er algjörlega magnað að við getum verið að tala um fernuna. Það er klikkað,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Sjá meira
Klopp viðurkennir þó að það verði að teljast ólíklegt að liðinu takist að gera hið ómögulega, enda sé þeirra helstai keppinautur, Manchester City, með þriggja stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni þegar tvær umferðir eru eftir. City mætir einmitt til leiks í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sækir West Ham heim, en Klopp segist ekki einu sinni ætla að hugsa um möguleikann á fernunni nema bláklæddir Manchester menn tapi í dag. „Möguleikinn á fernunni er til staðar ef þú vilt,“ sagði þjóðverjinn við blaðamann sem bar upp spurningu um hana eftir að Liverpool tryggði sér enska bikarinn í gær. „En hann er líka ekki til staðar út af því hvernig staðan í deildinni er.“ „Eins og staðan er núna er City með þriggja stiga forskot á okkur og með plús sjö í markatölu á okkur.“ „Þannig að ef þeir vinna á morgun [í dag], með fullri virðingu fyrir West Ham, segjum að þeir vinni 4-0. Þá er munurinn orðinn sex stig áður en við náum að spila á móti Southampton og ellefu marka munur í markatölu.“ „Þá þurfum við að vinna báða okkar leiki og þeir að tapa lokaleiknum sínum. Við skulum sjá hvað gerist hjá þeim. Ef City tapar á móti West Ham skal ég fara að hugsa um fernuna. Ef ekki, þá tökum við stöðuna og höldum áfram.“ „Það er algjörlega magnað að við getum verið að tala um fernuna. Það er klikkað,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Sjá meira