Baldvin valinn verðmætastur Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 15:30 Baldvin Þór Magnússon hefur staðið sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann. Instagram/@vinnym_99 Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon bætti við sig nafnbót um helgina þegar hann var valinn verðmætasti keppandinn á svæðismóti Mið-Ameríku háskólariðilsins í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð svæðismeistari í kúluvarpi. Baldvin stóð sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann og varð þrefaldur svæðismeistari. Hann byrjaði á að vinna 10.000 metra hlaup á fimmtudaginn og fylgdi því svo eftir með því að vinna bæði 1.500 og 5.000 metra hlaup á laugardaginn, með aðeins rúmlega tveggja klukkutíma millibili! Baldvin hljóp 1.500 metra hlaupið á 3:47,52 mínútum og kom í mark 27/100 úr sekúndu á undan næsta manni. Í 5.000 metra hlaupinu hljóp hann svo á 14:41,99 mínútum. Sigurvegari í hverri grein hlaut safnaði 10 stigum fyrir sinn skóla og Baldvin safnaði því heilum 30 stigum fyrir Eastern Michigan. Í karlakeppninni endaði Eastern Michigan í 2. sæti með 155 stig en Kent State vann stigakeppnina með 196 stig. Baldvin var samt eins og fyrr segir valinn verðmætasti keppandinn. Baldvin hefur átt frábært keppnisár til þessa en í mars keppti hann í fyrsta sinn á stórmóti fullorðinna, á HM innanhúss í Belgrad, og komst þá í úrslit í 3.000 metra hlaupi og hafnaði í 14. sæti. Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum.mynd/frí Erna nærri Íslandsmeti sínu Erna Sóley Gunnarsdóttir var nálægt Íslandsmeti sínu þegar hún varð svæðismeistari í kúluvarpi, í C-USA riðlinum. Erna keppir fyrir Rice háskólann í Texas og stórbætti eigið Íslandsmet í mars þegar hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Um helgina kastaði hún 17,15 metra og vann afar öruggan sigur. Áður hafði Dagbjartur Daði Jónsson orðið svæðismeistari í spjótkasti með 76,39 metra kasti, í Southeastern Conference riðlinum, en hann keppir fyrir Mississippi State háskólann. Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR keppti á svæðismeistaramóti ACC (Atlantic Coast Conference) í kringlukasti. Hún kastaði lengst 51,43 metra og hafnaði í 6 sæti. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Baldvin stóð sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann og varð þrefaldur svæðismeistari. Hann byrjaði á að vinna 10.000 metra hlaup á fimmtudaginn og fylgdi því svo eftir með því að vinna bæði 1.500 og 5.000 metra hlaup á laugardaginn, með aðeins rúmlega tveggja klukkutíma millibili! Baldvin hljóp 1.500 metra hlaupið á 3:47,52 mínútum og kom í mark 27/100 úr sekúndu á undan næsta manni. Í 5.000 metra hlaupinu hljóp hann svo á 14:41,99 mínútum. Sigurvegari í hverri grein hlaut safnaði 10 stigum fyrir sinn skóla og Baldvin safnaði því heilum 30 stigum fyrir Eastern Michigan. Í karlakeppninni endaði Eastern Michigan í 2. sæti með 155 stig en Kent State vann stigakeppnina með 196 stig. Baldvin var samt eins og fyrr segir valinn verðmætasti keppandinn. Baldvin hefur átt frábært keppnisár til þessa en í mars keppti hann í fyrsta sinn á stórmóti fullorðinna, á HM innanhúss í Belgrad, og komst þá í úrslit í 3.000 metra hlaupi og hafnaði í 14. sæti. Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum.mynd/frí Erna nærri Íslandsmeti sínu Erna Sóley Gunnarsdóttir var nálægt Íslandsmeti sínu þegar hún varð svæðismeistari í kúluvarpi, í C-USA riðlinum. Erna keppir fyrir Rice háskólann í Texas og stórbætti eigið Íslandsmet í mars þegar hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Um helgina kastaði hún 17,15 metra og vann afar öruggan sigur. Áður hafði Dagbjartur Daði Jónsson orðið svæðismeistari í spjótkasti með 76,39 metra kasti, í Southeastern Conference riðlinum, en hann keppir fyrir Mississippi State háskólann. Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR keppti á svæðismeistaramóti ACC (Atlantic Coast Conference) í kringlukasti. Hún kastaði lengst 51,43 metra og hafnaði í 6 sæti.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira