Myndin Halftime fjallar um undirbúning hennar fyrir Superbowl hálfleikssýninguna ásamt því að gefa innsýn inn í persónulegt líf hennar og allt sem hún leggur á sig áður en hún stígur á svið. Halftime er framleidd af Netflix og verður frumsýnd á Tribecca kvikmyndahátíðinni í júní.
Lopez hlaut tilnefningu til Golden Globes, Screen Actors Guild Awards og Critics Choice Awards fyrir kvikmyndina Hustlers og áttu margir von á því að hún myndi einnig næla sér í Óskars tilnefningu. Það varð þó ekki að veruleika og virðist söng- og leikkonan hafa verið mjög vonsvikin.
„Þetta var erfitt. Sjálfsálit mitt var mjg lágt,“ segir Lopez í stiklunni og spilað er mynband af henni gráta uppi í rúmi.
„Ég þurfti að finna út hver ég er og trúa því og engu öðru.“